Fréttamaður

Margrét Helga Erlingsdóttir

Margrét Helga er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Dagsverkið að bjarga lömbum og dæla úr kjöllurum

Björgunarsveitir á Vestfjörðum höfðu í nógu að snúast í dag vegna hvassviðris og úrhellisrigningar. Appelsínugul veðurviðvörun gildir á Vestfjörðum til miðnættis en þá tekur gul viðvörun við. Gular viðvaranir verða í gildi á öllu Norðurlandi fram á morgun.

Nýjar reglur sóttvarnalæknis minnka álagið um hátt í 40%

Um fjörutíu prósent færri þurfa að fara í skimun á landamærunum með nýjum reglum sóttvarnalæknis. Frá og með deginum í dag bætist Danmörk Noregur, Finnland og Þýskaland á lista yfir svokölluð „örugg lönd“ en ferðamenn sem koma þaðan eru undanþegnir skimunum.

Tveggja daga verkfall hafið

Sjómannafélagið hefur lagt fram kröfugerð í tíu liðum en tveir þeirra vega þyngst. Félagsmenn vilja fjölga áhöfnum úr þremur í fjórar og minnka vinnuframlagið um 25% en halda sömu kjörum.

Segir Duda nýta sér hatur á hin­segin fólki

„Í fyrsta lagi er þetta bara ótrúlega grátlegt. Það er svo mjótt á mununum þarna. Það sem þetta þýðir er áframhaldandi barátta og erfiðleikar fyrir hinsegin fólk í Póllandi. Duda hefur hótað að leggja blátt bann við ættleiðingum samkynja para. Við gætum líka verið að sjá fram á að lagaleg réttindi þeirra verði skert og ekki voru þau mikil fyrir.“

Kelly Preston látin

Preston lék í fjölmörgum kvikmyndum og þáttaröðum en hún er þekktust fyrir frammistöðu sína í Mischief (1985), Twins (1988) og Jerry Maguire (1996). Preston fæddist 13. október 1962 í höfuðborg Hawaii en réttu nafni hét hún Kelly Kamalelehua Smith.

Sjá meira