Þriðja barnið á leiðinni Jóhann Berg Guðmundsson landsliðsfyrirliði Íslands í knattspyrnu og lögfræðingurinn Hólmfríður Björnsdóttir eiga von á sínu þriðja barni. Þau greina frá þessu á samfélagsmiðlum. 27.9.2024 16:43
Kallaður hinn íslenski Forrest Gump af stóra bróður Eldur Ólafsson, forstjóri Amaroq Minerals, segir að hann hafi lagt lítið á sig í námi allt þar til að hann skráði sig í nám í jarðfræði í Háskóla Íslands. Þar hafi hann fundið fjölina sína en hann átti lengi vel þann draum að verða landsliðsmaður í körfubolta. Sá draumur rann út í sandinn en þar hafði það sín áhrif að Eldur fæddist með klumbufót. 27.9.2024 16:02
Heldur ekki vatni yfir konunni sinni George Clooney heldur ekki vatni yfir eignkonu sinni Amal Clooney og lét það svo sannarlega í ljós þegar fjölmiðlar náðu tali af hjónunum á rauða dreglinum fyrir afhendingu mannréttindaverðlaunanna The Albies sem skipulögð eru undir merkjum góðgerðarsamtaka þeirra hjóna. Hjónin fagna í dag tíu ára brúðkaupsafmæli. 27.9.2024 15:31
Í hnapphelduna með krókódílamanninum Bandaríska söngkonan Lana Del Rey hefur gengið í hnapphelduna með elskhuga sínum krókódílamanninum Jeremy Dufrene. Einungis mánuður er síðan þau tilkynntu umheiminum að þau væru saman. 27.9.2024 11:40
Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bænum. 27.9.2024 11:09
Íslensk börn skorti meiri aga Margrét Lilja Guðmundsdóttir háskólakennari og þekkingarstjóri Planet Youth segir rannsóknir sýna að íslenskum börnum séu ekki sett nægilega mikil mörk. Aðrar uppeldisaðferðir séu of ráðandi hér á landi þar sem foreldrar vilji frekar vera bestu vinir barna sinna í stað þess að setja þeim skýrar reglur. 27.9.2024 10:21
Verulega minni verðbólga Verðbólga mælist nú 5,4 prósent og hefur minnkað um 0,6 prósentustig frá síðasta mánuði. Vísitala neysluverðs miðað við verðlag í september 2024 lækkar um 0,24 prósent frá fyrri mánuði. 27.9.2024 09:17
Tekinn inn í frægðarhöll rafíþróttanna Ólafur Hrafn Steinarsson, stofnandi Rafíþróttasambands Íslands, var í gærkvöld tekinn inn í frægðarhöll rafíþróttanna, Esports Hall of Fame, þegar hann hlaut svokölluð Youth Champion Award í gær. Þau fékk hann fyrir að bæði valdefla og veita næstu kynslóð afreksfólks í rafíþróttum innblástur. 26.9.2024 15:01
Frumsýning á Vísi: Rokkað á miðju gólfi komin sjö mánuði á leið Íslenska rokksveitin Ottoman sendi í dag frá sér myndband við lagið Polytick en það var tekið upp á tónleikum sveitarinnar á Gauknum í fyrra þar sem einn meðlimur var komin sjö mánuði á leið. Sveitin mun í kvöld gefa frá sér plötu með lögunum sem tekin voru upp á tónleikunum þar sem sveitin kom sér fyrir á miðju gólfi. 26.9.2024 14:01
Hjem til jul aftur á skjáinn Bandaríska streymisveitan Netflix ætlar að framleiða nýja seríu af norsku jólaþáttunum Hjem til jul. Um er að ræða þriðju seríu af gamanþáttunum en fimm ár eru síðan sú seinasta kom út. 26.9.2024 13:00