Íbúar í Grindavík fá rýmri heimildir á morgun Íbúum í Grindavík verður leyft að fara á fólksbílum inn í bæinn á morgun til að sækja verðmæti. Þá verða sendibílar og aðrir bílar allt að 3,5 tonn í heildarþyngd og kerrur auk þess leyfðar. Þá verður ekki haldinn upplýsingafundur almannavarna á morgun. 23.11.2023 19:15
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Grindavíkingar fengu í fyrsta sinn frá rýmingu að fara frjálsir inn í bæinn í dag. Fjöldi fólks mætti til þess að bjarga eigum sínum, sumir til að sækja nokkra hluti en aðrir sóttu búslóðina. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kíkjum við til Grindavíkur, skoðum skemmdir í bænum og ræðum við íbúa. 23.11.2023 18:01
Strætisvagn á hliðina á þjóðveginum Strætisvagn fór á hliðina í kvöld á þjóðveginum á Norðurlandi vestra. 23.11.2023 00:20
Finnar loka landamærastöðvum við Rússland Finnsk yfirvöld hafa tilkynnt að þau muni loka öllum landamærastöðvum utan einnar við landamæri landsins að Rússlandi. Er um að ræða aðgerð til að stemma stigu við komu hælisleitenda. 22.11.2023 23:38
Vextir og verðbætur í Grindavík falla niður í þrjá mánuði Vegna náttúruhamfara og óvissuástands í Grindavík hafa Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn, í samvinnu við Samtök fjármálafyrirtækja (SFF), gert samkomulag um að fella niður vexti og verðbætur af íbúðalánum Grindvíkinga í þrjá mánuði. Samkomulag þessa efnis var undirritað í dag, 22. nóvember. 22.11.2023 22:11
Útgönguspár: Geert Wilders sigurvegari í Hollandi Frelsisflokkur Geert Wilders er með flest þingsæti eftir þingkosningar í Hollandi í dag miðað við útgönguspár. Flokkurinn er lengst til hægri á pólitísku litrófi hollenskra stjórnmálaflokka og hefur Geert löngum barist gegn „íslamsvæðingu“ landsins. 22.11.2023 21:47
Grunnskólanemi féll niður af svölum í Ásgarði Nemandi í Garðaskóla í Garðabæ féll niður af svölum inni í íþróttahúsinu Ásgarði í dag með þeim afleiðingum að hann fótbrotnaði. Lögreglan hefur málið til skoðunar. 22.11.2023 21:01
Eldgos nú líklegast milli Hagafells og Sýlingarfells Veðurstofa Íslands segir að reikna megi með því að kvikan í kvikuganginum undir Grindavík sé að hluta til storknuð. Dregið hafi úr líkum á að kvika nái að brjóta sér leið út innan bæjarmarka og er líklegasta svæðið fyrir upptök eldgoss milli Hagafells og Sýlingarfells. 22.11.2023 19:19
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fjögurra daga vopnahlé á Gasa hefst í fyrramálið og Hamas-liðar munu sleppa fimmtíu gíslum úr haldi. Ísraelar segja markmiðið um að rústa Hamas-samtökunum vera óbreytt þrátt fyrir samkomulagið. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum og ræðum við Magneu Marínósdóttur alþjóðastjórnmálafræðing í beinni. 22.11.2023 18:04
Almannavarnastig í Grindavík af neyðarstigi niður á hættustig Almannavarnastigi vegna jarðhræringa við Grindavík hefur verið breytt af neyðarstigi og niður á hættustig frá og með klukkan 11:00 á morgun, fimmtudag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Veðurstofa segir litlar hreyfingar mælast innan sigdalsins í og við bæinn. 22.11.2023 17:56