Fréttamaður

Oddur Ævar Gunnarsson

Oddur Ævar er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Orku­verinu í Svarts­engi verði fjar­stýrt til ára­móta

Páll Kristinsson, rekstrarstjóri í orkuveri HS Orku í Svartsengi, segir að starfsmenn búist við því að þurfa að fjarstýra orkuverinu til áramóta hið minnsta. Reykjanesvirkjun geti framleitt rafmagn fari allt á versta veg en erfiðara verði með heitt og kalt vatn, þó unnið sé að lausnum.

Líður ekkert allt­of vel í Svarts­engi

Ingi Rúnar atvinnubílstjóri segir að bílstjórum sem vinna að gerð varnargarðanna líði ekkert alltof vel að vera á svæðinu. Unnið sé alla nóttina.

Geymslu­hólf Lands­bankans í Grinda­vík flutt úr bænum

Geymsluhólf sem voru í útibúi Landsbankans í Grindavík voru seinnipartinn í gær flutt í útibú bankans í Mjódd. Um 150 geymsluhólf var að ræða og verða þau aðgengileg fyrir viðskiptavini frá og með morgundeginum.

Taldi Skattinn aftur hafa gengið fram hjá sér vegna kyn­ferðis

Skatturinn braut ekki gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna þegar kona var ráðin í starf sérfræðings á Eftirlis-og rannsóknasviði hjá stofnuninni. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála. Um er að ræða í annað sinn á þremur árum sem maðurinn kærir ráðningu embættisins til nefndarinnar.

Ís­lenska verður á undan ensku á Kefla­víkur­flug­velli

Stjórn Isavia hefur tekið ákvörðun um að íslenskan verði á undan öðrum tungumálum á öllum leiðbeiningarskiltum fyrir árslok 2024. Í tilefni af Degi íslensrar tungu hefur verið hleypt af stokkunum átakinu Höldum íslenskunni á lofti.

„Ég fór að gráta með henni“

Cynthia Pétursdóttir fékk að fara heim til Grindavíkur í miklu stress í dag og sækja dót. Þar á meðal myndir af fjölskyldunni og nokkrar flíkur. Hún var tíu mínútur á svæðinu og fékk aðstoð frá björgunarsveitarfólki. Ein hélt í höndina á henni á meðan hún grét á leiðinni út úr íbúðinni.

Sumir fái endur­tekið að fara meðan aðrir bíði enda­laust

Kristín Arnberg íbúi í Grindavík er hluti af fimmtán manna fjölskyldu sem dvelur í sumarbústað í Grímsnesi. Þeim hefur reynst erfitt að fá að komast að heimili sínu sem er á hættusvæði. Hún er með hnút í maganum varðandi framtíðina.

Aldrei séð slíkar skemmdir með eigin augum

Erlendir fréttamenn við Grindavík sem fréttastofa tók tali segjast aldrei hafa orðið vitni að slíkum atburðum áður. Mikill áhugi sé á atburðunum utan landsteinanna. Bæta mætti upplýsingagjöf.

„Þetta tekur mjög á“

Anna Lára Guðnadóttir freistar þess að komast inn til Grindavíkur að sækja muni fyrir systur sína. Hún er kvíðin og stressuð að sjá hvert ástandið á húsinu er. Systir hennar fór út úr húsinu allslaus á föstudag.

Sjá meira