Fréttamaður

Oddur Ævar Gunnarsson

Oddur Ævar er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ri­hanna og ASAP gáfu syninum ó­venju­legt nafn

Sonur banda­ríska tón­listar­fólksins Ri­hönnu og ASAP Rocky hefur verið nefndur. Hann heitir Riot Rose Mayers og er þess getið í er­lendum slúður­miðlum að nafnið vekji at­hygli en talið er að hann sé nefndur eftir einu frægasta lagi rapparans.

Ó­fremdar­á­stand í skilum árs­reikninga

Ríkis­endur­skoðun segir að ó­fremdar­á­stand ríki í skilum árs­reikninga sjóða og stofnana fyrir árið 2022. Þetta kemur fram í til­kynningu frá stofnuninni. Einungis 148 aðilar hafa upp­fyllt skila­skyldu sína, eða um 22 prósent sjóða og stofnana. Þetta er litið al­var­legum augum.

Breyttur tími fyrir sjósunds­fólk

Á­fram verður opið á föstu­dögum á Yl­ströndinni í Naut­hóls­vík í vetur, en nú verður sú breyting á að lokað verður á mánu­dögum og opnunar­tímum strandarinnar á virkum dögum því fækkað um einn. Þetta kemur fram í svörum frá Reykja­víkur­borg til Vísis.

Sagður bera á­byrgð á ban­eitraðri vinnu­staða­menningu

Núverandi og fyrrverandi starfsmenn sem unnu á bakvið tjöldin í framleiðslu á bandaríska skemmtiþættinum The Tonight Show saka Jimmy Fallon, um að hafa stuðlað að baneitraðri vinnustaðamenningu á setti þáttanna. Sextán starfsmenn, fjórtán fyrrverandi og tveir núverandi lýsa málum í viðtali við bandaríska tímaritið Rolling Stone. Þannig lét Jerry Seinfeld Jimmy Fallon eitt sinn biðja starfsmann afsökunar.

Reksturinn já­kvæður ef ríkið tæki slaginn með fötluðu fólki

Árs­hluta­reikningur Reykja­víkur­borgar í janúar til júní á þessu ári var lagður fyrir borgar­ráð í dag. Í til­kynningu frá borginni er full­yrt að árs­hluta­reikningurinn sýni já­kvæðan við­snúning, þrátt fyrir á­fram­haldandi á­skoranir í rekstri sem rakinn er til van­fjár­mögnunar þungra mála­flokka eins og aðstoð við fatlað fólk, þenslu í hag­kerfinu og við­varandi verð­bólgu. Borgar­stjóri segir borgina að vaxa úr vanda síðustu ára.

Hand­tekin fyrir utan heimili sitt á ADHD lyfjum

Hjónin Valdimar og Hanna María Rand­rup, í­búar í Hvera­gerði, voru hand­tekin í fyrra­kvöld þar sem am­feta­mín fannst í blóði þeirra vegna ADHD lyfsins Elvan­se sem þau eru á. Fjór­tán ára sonur þeirra varð eftir heima. For­maður ADHD sam­takanna segir málið það ljótasta sem hann hafi heyrt um, þar beri inn­viða­ráð­herra og dóms­mála­ráð­herra á­byrgð. Hjónin sögðu sögu sína í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

„Banna hótel­byggingar? Hættu að bulla“

Efna­hags­mál og verð­bólga verða meðal þess sem verður meðal fyrir­ferðar­mestu við­fangs­efna á Al­þingi á þeim þing­vetri sem er fram­undan. Þing kemur saman í næstu viku.

Við­brögðin við Ís­lands­banka­sáttinni úr öllu hófi

Marinó Örn Tryggva­son, sem lét ný­lega af störfum sem for­stjóri Kviku banka, segir að sér þyki sam­fé­lagið hafa farið ó­sann­gjörnum höndum um stjórn­endur Ís­lands­banka í kjöl­far þess að sátt Fjár­mála­eftir­litsins við bankann var opin­beruð. Við­brögðin hafi verið úr öllu hófi.

Sagður hafa fengið nóg af partýstandinu

Joe Jonas er sagður hafa fengið nóg af partýstandi Sophie Turner. Segir banda­ríski slúður­miðillinn Pa­geSix að það sé ein af helstu á­stæðum þess að þau hafi skilið að borði sæng.

Sjá meira