Rihanna og ASAP gáfu syninum óvenjulegt nafn Sonur bandaríska tónlistarfólksins Rihönnu og ASAP Rocky hefur verið nefndur. Hann heitir Riot Rose Mayers og er þess getið í erlendum slúðurmiðlum að nafnið vekji athygli en talið er að hann sé nefndur eftir einu frægasta lagi rapparans. 8.9.2023 11:57
Ófremdarástand í skilum ársreikninga Ríkisendurskoðun segir að ófremdarástand ríki í skilum ársreikninga sjóða og stofnana fyrir árið 2022. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni. Einungis 148 aðilar hafa uppfyllt skilaskyldu sína, eða um 22 prósent sjóða og stofnana. Þetta er litið alvarlegum augum. 8.9.2023 10:36
Breyttur tími fyrir sjósundsfólk Áfram verður opið á föstudögum á Ylströndinni í Nauthólsvík í vetur, en nú verður sú breyting á að lokað verður á mánudögum og opnunartímum strandarinnar á virkum dögum því fækkað um einn. Þetta kemur fram í svörum frá Reykjavíkurborg til Vísis. 8.9.2023 06:46
Sagður bera ábyrgð á baneitraðri vinnustaðamenningu Núverandi og fyrrverandi starfsmenn sem unnu á bakvið tjöldin í framleiðslu á bandaríska skemmtiþættinum The Tonight Show saka Jimmy Fallon, um að hafa stuðlað að baneitraðri vinnustaðamenningu á setti þáttanna. Sextán starfsmenn, fjórtán fyrrverandi og tveir núverandi lýsa málum í viðtali við bandaríska tímaritið Rolling Stone. Þannig lét Jerry Seinfeld Jimmy Fallon eitt sinn biðja starfsmann afsökunar. 7.9.2023 16:36
Reksturinn jákvæður ef ríkið tæki slaginn með fötluðu fólki Árshlutareikningur Reykjavíkurborgar í janúar til júní á þessu ári var lagður fyrir borgarráð í dag. Í tilkynningu frá borginni er fullyrt að árshlutareikningurinn sýni jákvæðan viðsnúning, þrátt fyrir áframhaldandi áskoranir í rekstri sem rakinn er til vanfjármögnunar þungra málaflokka eins og aðstoð við fatlað fólk, þenslu í hagkerfinu og viðvarandi verðbólgu. Borgarstjóri segir borgina að vaxa úr vanda síðustu ára. 7.9.2023 13:49
Óvenju mörg útköll vegna brennandi rafhlaupahjóla Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur farið í óvenju mörg útköll vegna elds sem komið hefur upp vegna rafhlaupahjóla í heimahúsum undanfarinn sólarhring. 7.9.2023 11:42
Handtekin fyrir utan heimili sitt á ADHD lyfjum Hjónin Valdimar og Hanna María Randrup, íbúar í Hveragerði, voru handtekin í fyrrakvöld þar sem amfetamín fannst í blóði þeirra vegna ADHD lyfsins Elvanse sem þau eru á. Fjórtán ára sonur þeirra varð eftir heima. Formaður ADHD samtakanna segir málið það ljótasta sem hann hafi heyrt um, þar beri innviðaráðherra og dómsmálaráðherra ábyrgð. Hjónin sögðu sögu sína í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 7.9.2023 10:32
„Banna hótelbyggingar? Hættu að bulla“ Efnahagsmál og verðbólga verða meðal þess sem verður meðal fyrirferðarmestu viðfangsefna á Alþingi á þeim þingvetri sem er framundan. Þing kemur saman í næstu viku. 6.9.2023 16:36
Viðbrögðin við Íslandsbankasáttinni úr öllu hófi Marinó Örn Tryggvason, sem lét nýlega af störfum sem forstjóri Kviku banka, segir að sér þyki samfélagið hafa farið ósanngjörnum höndum um stjórnendur Íslandsbanka í kjölfar þess að sátt Fjármálaeftirlitsins við bankann var opinberuð. Viðbrögðin hafi verið úr öllu hófi. 6.9.2023 13:55
Sagður hafa fengið nóg af partýstandinu Joe Jonas er sagður hafa fengið nóg af partýstandi Sophie Turner. Segir bandaríski slúðurmiðillinn PageSix að það sé ein af helstu ástæðum þess að þau hafi skilið að borði sæng. 6.9.2023 09:18
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent