Skildi jeppann eftir á Nýbýlavegi Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í morgun um umferðaróhapp á Nýbýlavegi í Kópavogi. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. 31.8.2023 17:33
Hagnaður Regins jókst um 66 prósent Hagnaður fasteignafélagsins Regins jókst um rúm 66 prósent á milli ára en fyrstu sex mánuði ársins nemur hann um 6,1 milljarð króna, samanborið við 3,7 milljarða á sama tíma í fyrra. 30.8.2023 23:32
„Er það ósk allra að heilbrigðisstarfsfólk fari í gegnum svona ferli?“ Ásta Kristín Andrésdóttir, meðstjórnandi Heilsuhags, vill vekja fólk til umhugsunar um það hve flókin atvik geta verið sem upp koma á spítala og að yfirleitt sé aldrei neinum einum um að kenna. Hún kallar eftir breytingum á verkferlum lögreglu í slíkum málum og vill að hlutlaus nefnd fari yfir slík mál áður en lögregla taki þau til rannsóknar. 30.8.2023 22:55
Atlantsolía á raforkusölumarkað Atlantsorka hefur hafið sölu á rafmagni til heimila og fyrirtækja um land allt og er þar með nýtt fyrirtæki á raforkusölumarkaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. 30.8.2023 21:20
Hafa áhyggjur af hnífaburði grunnskólakrakka Borið hefur á því í skóla-og félagsmiðstöðvastarfi í Kópavogi að unglingar gangi með hníf á sér. Starfsmenn hafa áhyggjur af þessari þróun og foreldrum skólabarna hefur verið sent bréf vegna málsins. 30.8.2023 21:00
Thomas Skov lætur af störfum hjá Kviku Thomas Skov Jensen, framkvæmdastjóri áhættustýringar Kviku banka, hefur sagt starfi sínu lausu. Þetta kemur fram í tilkynningu bankans til Kauphallarinnar. 30.8.2023 20:41
Hinn grunaði á Selfossi laus úr gæsluvarðhaldi Maðurinn sem grunaður er um að hafa banað konu á Selfossi í lok apríl er laus úr gæsluvarðhaldi. Hann hefur verið dæmdur í farbann til 1. desember næstkomandi. 30.8.2023 20:22
Sameina svið hjá Icelandair Leiðakerfis-og sölusvið og þjónustu-og markaðssvið flugfélagsins Icelandair verða sameinuðu í eitt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 30.8.2023 18:54
Segir Vinstri græn hafa gert brotthvarf sitt að skilyrði Jón Gunnarsson, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir að þingmenn og ráðherrar Vinstri grænna hafi gert kröfu um það að hann viki úr ríkisstjórn gegn því að verja hann gegn vantrauststillögu sem lögð var fram á þingi í vor. Hann segist ekki ætla að vera meðsekur með Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra í hvalveiðimálinu og telur hana hafa gerst brotlega við lög. 30.8.2023 18:38
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Óskarsverðlaunaleikkonan Hillary Swank er meðal leikara og framleiðenda í Hollywood sem ætla að sniðganga Ísland sem mögulegan tökustað banni íslensk stjórnvöld ekki hvalveiðar til frambúðar. Baltasar Kormákur segir það skelfilegt fyrir íslenskan kvikmyndaiðnað verði af sniðgöngunni. 30.8.2023 18:01
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent