Grétar, Hafdís og Jón til liðs við LSR Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) hefur ráðið þrjá nýja starfsmenn, tvö á svið stafrænnar þróunar og reksturs og einn á eignastýringarsvið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lífeyrissjóðnum. 29.6.2023 11:50
Dæmdur í ótímabundið fangelsi fyrir morðið á Miu Hinn 38 ára gamli Thomas Thomsen sem fundinn var sekur í gær um morðið á Miu Skadhauge Stevn í Álaborg í Danmörku á síðasta ári og fyrir tilraun til nauðgunar og ósæmilega meðferð á líki hennar var í dag dæmdur í ótímabundið fangelsi. Um er að ræða dóm sem kveðinn er upp yfir föngum sem taldir eru sérstaklega hættulegir. 29.6.2023 10:16
Íslandsbankasalan eitt farsælasta útboðið í Evrópu Stjórnarmenn Bankasýslu ríkisins segja það hafa verið mikil vonbrigði að ekki hafi verið farið að lögum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þeir standa við orð sín um að hlutafjárútboðið hafi verið það farsælasta í Íslandssögunni og segja það eitt af farsælli útboðum Evrópu. 28.6.2023 15:58
Ekki hægt að gera starfsmenn persónulega ábyrga fyrir sektargreiðslum Hægt er að hafa fullt traust á íslensku fjármálakerfi þrátt fyrir þá atvikalýsingu sem lesa má um í sátt Fjármálaeftirlitsins við Íslandsbanka vegna sölunnar á hlut ríkisins í bankanum. Betra væri að ræða um játningu en sátt. Þetta er meðal þess sem fram kom á opnum fundi í efnahags-og viðskiptanefnd fyrir skemmstu. Fulltrúar frá Seðlabankanum voru gestir á fyrri hluta fundarins. 28.6.2023 14:34
Dæmdur sekur fyrir morðið á Miu Thomas Thomsen, 38 ára gamall karlmaður, hefur verið dæmdur sekur vegna morðsins á hinni 22 ára gömlu Miu Skadhauge Stevn í Álaborg í Danmörku á síðasta ári. Þá var hann fundinn sekur um tilraun til að nauðga henni og ósæmilega meðferð á líki hennar sem hann sagaði í sundur í 231 búta. 28.6.2023 11:49
Haraldur ætlar að rampa upp Evrópu næst Haraldur Ingi Þorleifsson, sem gjarnan er kenndur við Ueno, segist ætla að rampa upp Evrópu næst og verður fyrsti samstarfsaðilinn í því verkefni Parísarborg. Verður um að ræða samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Parísarborgar í framhaldsverkefni fyrri verkefna hans þar sem markmiðið hefur verið að bæta hjólastólaaðgengi. 28.6.2023 10:20
Biður íbúa í Laugardal afsökunar Mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar bað íbúaráð Laugardals afsökunar vegna samskipta tveggja starfsmanna borgarinnar á fundi með ráðinu. Formaður íbúasamtaka Laugardals segir ráðið loksins hafa fengið svör um leikskólamál í hverfinu á síðasta fundi. Borgarfulltrúi Pírata segist ekki telja samskipti starfsmannanna lýsa viðhorfi borgarinnar né starfsfólks hennar. 28.6.2023 06:46
Húrra lokað: „Reykjavík er að verða ömurlega leiðinleg borg“ Eigandi tónleikastaðarins Húrra við Tryggvagötu í Reykjavík hefur lokað staðnum, að minnsta kosti tímabundið. Hann segir leiguna of háa en viðræður standi yfir við eigendur hússins. Hann segist óttast að Reykjavík stefni hraðbyri að því að verða einsleitari borg þar sem tónleikastaðir fái ekki þrifist. 27.6.2023 14:57
Kaleo með góðgerðartónleika vegna harmleiksins í Svíþjóð Meðlimir Kaleo hafa ákveðið að blása til góðgerðartónleika í kvöld þar sem hljómsveitin er stödd í Stokkhólmi til styrktar fjölskyldna þeirra sem lentu í rússíbanaslysi í skemmtigarðinum Gröna Lund um helgina þar sem einn lést og tíu slösuðust. Sveitin átti að koma fram í skemmtigarðinum í gær. 27.6.2023 14:53
„Neyðin er mikil hjá gæludýrum á Íslandi“ Dýraathvörf hérlendis fyrir heimilislaus dýr eru full og tilvikum þar sem gæludýr eru skilin eftir á vergangi fer fjölgandi. Þetta segir formaður Dýrfinnu, sem segir neyðina mikla og hvetur fjölskyldur til þess að íhuga frekar að taka að sér eldri dýr frekar en þau yngri. Húsnæðismarkaðurinn og strangar reglur um gæludýrahald spili stóran þátt í neyð dýranna. 26.6.2023 07:45
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent