Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Um fimmtíu þúsund manns lögðu leið sína í miðbæ Reykjavíkur í gær eftir að konur og kvár lögðu niður störf um allt land í tilefni af fimmtíu ára afmæli kvennaverkfallsins. Lögregla segir gærdaginn hafa gengið vel, skipuleggjendur kalla eftir því að stjórnvöld bregðist við. 25.10.2025 13:38
Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Meirihluti landsmanna vill afnema áminningarskyldu ríkisstarfsmanna, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Í raun eru fleiri ríkisstarfsmenn hlynntir afnáminu heldur en andvígir því. Forseti ASÍ tjáir sig um málið. 25.10.2025 12:01
Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Stjörnugerði var opnað í Heiðmörk í kvöld. Stjörnugerðið á að vera griðarstaður myrkurs og þar á að vera gott að staldra við og glápa á stjörnurnar. Sævar Helgi Bragason, Stjörnu-Sævar, kom að opnun gerðisins. 21.10.2025 22:00
Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Mikil óvissa á húsnæðismarkaði hefur veruleg áhrif á kaupendur sem hafa þegar fengið samþykkt greiðslumat. Fasteignasalar óttast afleiðingar þess að fjársterkir kaupendur sitji einir að markaðnum. 21.10.2025 19:25
Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Íslandsbanki hefur bæst í hóp lánveitenda sem ákveðið hafa að gera hlé á veitingu verðtryggðra lána með breytilegum vöxtum til einstaklinga vegna lánamálsins svokallaða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Fjármálaráðherra segir að skoðað sé hvernig búa megi til eðlileg viðmið fyrir verðtryggð lán. Dósent í viðskiptafræði segir óvissuna nú vonda en nauðsynlega. 21.10.2025 12:26
Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Moskítófluga sem fannst um helgina í Kjós er af tegund sem er sérlega lunkin við að halda sér á lífi á veturna. Sérfræðingur segir tímaspursmál hvenær hún verði búin að dreifa sér um land allt. Koma flugunnar veldur heilbrigðisyfirvöldum ekki hugarangri. 20.10.2025 23:15
Tegundin sé líklega komin til að vera Moskítóflugan sem fannst í Kjós um helgina er af tegund sem er algeng og útbreidd um alla Evrópu og þrífst vel í köldu loftslagi. Líklegt er að tegundin sé komin til að vera en Náttúrufræðistofnun fylgist með. 20.10.2025 12:40
Skilji áhyggjurnar Tilkoma brottfararstöðvar á Suðurnesjum er mikilvæg svo hægt sé að framfylgja stefnu stjórnvalda í málaflokknum, að mati dómsmálaráðherra. Um lokaúrræði sé að ræða og ekki hægt að una við núverandi ástand þar sem hælisleitendur eru vistaðir í fangelsum. Mannúðarsamtök telja að dvöl barna í slíku úrræði gæti haft varanleg áhrif á geðheilsu þeirra. 17.10.2025 19:38
Framtíð PCC á Bakka ekki útséð Fimm fjárfestingaraðilar hafa áhuga á að fjárfesta í Norðurþingi að sögn forsætisráðherra. Tillögur stýrihóps ráðherrans um tillögur að viðbrögðun stjórnvalda vegna rekstrarstöðvunar PCC á Bakka voru kynntar í morgun. Meðal tillagna er að fá verkefnastjóra til að sjá um stór verkefni á svæðinu. 17.10.2025 13:56
„Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Fátæktargildra, sem Öryrkjabandalagið kom upp fyrir utan Alþingishúsið í morgun, var fjarlægð af lögreglu um einni og hálfri klukkustund síðar. Formaður bandalagsins segir samfélagið þurfa að taka afstöðu til þess hvort það samþykki að hluti þess búi við fátækt. 17.10.2025 13:04