Fréttamaður

Oddur Ævar Gunnarsson

Oddur Ævar er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Skvísurnar skelltu sér á ströndina

Samfélagsmiðlastjörnurnar Sunneva Einarsdóttir, Birta Líf Ólafsdóttir, Magnea Björg Jónsdóttir og Eva Einarsdóttir eru staddar saman ásamt kærustunum í fríi í Króatíu. Þar hafa þær haft nóg fyrir stafni, líkt og sést á samfélagsmiðlum.

Sláandi og ó­hugnan­legar stað­reyndir á strimlum Aþenu

Útskriftarverkefni grafíska hönnuðarins Aþenu Elíasdóttur í Listaháskóla Íslands hefur vakið mikla athygli. Þar setur hún fram á flottan hátt sláandi og óhugnanlegar staðreyndir og tölur sem tengjast fíknivandanum sem ríkir hér á landi og algjöru úrræðaleysi og fjársvelti.

Travis Scott hand­tekinn í Miami

Rapparinn Travis Scott var handtekinn í Miami í nótt vegna drykkjuláta og rifrildis sem virðist hafa orðið til þess að rapparinn fór óleyfilega um borð í snekkju sem hann átti ekki. Rapparinn var handtekinn um klukkan 01:45 í nótt að staðartíma.

Börn verði tekin fram­yfir gælu­verk­efni

Sylvía Briem Friðjóns þriggja barna móðir sem komin er með nóg af dagvistunarvandræðum foreldra segir að hjarta sitt brotni vegna allra þeirra frásagna sem hún hefur fengið frá foreldrum í vandræðum. Hún segir dæmi um að fólk hafi valið að fara í þungunarrof vegna dagvistunarvandans og hvetur stjórnmálamenn til að láta af gæluverkefnum og leysa vanda foreldra í eitt skiptið fyrir öll.

„Marg­oft verið haldið fram­hjá mér“

Maríanna Pálsdóttir eigandi Snyrtistofu Reykjavíkur segir gríðarlega mikilvægt að pör ræði eins fljótt og hægt er sín á milli um framhjáhald í upphafi sambandsins. Mikilvægt sé að gildin séu á hreinu en Maríanna segist sjálf hafa velt því fyrir sér um tíma hvort hún væri með mastersgráðu í að láta halda framhjá sér.

Kevin Costner opnar sig um slúðrið

Kevin Costner hefur opnað sig um þrálátan orðróm þess efnis að hann sé nú að hitta söngkonuna Jewel. Stutt er síðan leikarinn skildi að borði og sæng við tískuhönnuðinn Christine Baumgartner og hefur hann nokkrum sinnum sést á opinberum vettvangi með Jewel.

Það mikil­vægasta og það auð­veldasta til að gera í garðinum

Hjörleifur Björnsson framkvæmdastjóri Garðaþjónustu Reykjavíkur segir ekki of seint að ráðast í að gera garðinn huggulegan þetta árið. Mikilvægt sé að huga að garðinum til að viðhalda virði eignarinnar. Hjörleifur er með ráð undir rifi hverju um hvað sé mikilvægast að gera og hvað sé auðveldast.

„Fann svo til með okkur að hann gaf okkur af­slátt“

Þórdís Björk Þorfinnsdóttir söng-og leikkona segist ekki alveg hafa hugsað málin til enda þegar hún bókaði ferð fyrir alla fjölskylduna sína til Ítalíu. Yngsta dóttir hennar og Júlí Heiðars Halldórssonar er einungis fjögurra vikna gömul og það reyndist þrautin þyngri að taka passamynd af þeirri litlu.

Scooter til landsins með risatónleika í Laugar­dals­höll

Þýska teknósveitin Scooter er á leið til landsins og mun koma fram á tónleikum í Laugardalshöll föstudagskvöldið 18. október næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipuleggjendum tónleikanna í Nordic Live Events.

Sjá meira