Sveitarfélögin færi Landsvirkjun milljarðahagnað á silfurfati Nær engar tekjur skila sér af fasteignagjöldum virkjana, til sveitarfélaga og nærsamfélagsins. Þetta segir sveitastjóri Skeiða og Gnúpverjarhrepps sem vill taka málið til gagngerrar endurskoðunar. 12.3.2023 13:46
Óviss um hvort hann sé enn starfsmaður Twitter Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno, segist óviss um hvort hann sé enn starfsmaður Twitter. 12.3.2023 12:09
Allt að 22 stiga frost í dag Frost verður allt á bilinu 6 til 22 stig í dag. Ekkert lát virðist ætla að verða á kuldakastinu sem hefur bitið síðustu daga. 12.3.2023 10:33
Fjölskyldu Pence ógnað vegna orða Trumps Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, segir Donald Trump fara með fleipur um innrásina sem gerð var á þinghúsið í Washington 6. janúar 2021. Árásin hafi ekki verið neitt annað en svívirðileg. 12.3.2023 10:20
Leit að Gunnari Svan bar ekki árangur Leit að Gunnari Svan Björgvinssyni stóð yfir í dag á Eskifirði. Leitað var í fjörum og í sjó sem og í bænum og nágrenni hans. Leit bar ekki árangur. 12.3.2023 00:03
Atvinnubílstjóri keyrði framan á bíl á Borgarfjarðarbrú Bíll ökukennara er illa farinn eftir að annar bílstjóri keyrði á miklum hraða framan á bílinn á öfugum vegarhelmingi á Borgarfjarðarbrú. Sá er leiðsögumaður og ásamt honum voru tveir erlendir ferðamenn í bílnum. 11.3.2023 23:22
Féllust í faðma að loknum mótmælum Mótmælum við Hörpu lauk í kvöld með faðmlögum eftir að óperustjóri Íslensku óperunnar ræddi við mótmælendur. 11.3.2023 21:56
Loreen keppir fyrir hönd Svía í Eurovision Söngkonan Loreen vann undankeppni Svía í Eurovision, Melodifestivalen, í kvöld. Hún er sem fyrr talin langsigurstranglegust í keppninni sem haldin verður í Liverpool í ár. 11.3.2023 21:12
Kviknaði í 21 bíl eftir árekstur í Ungverjalandi Að minnsta kosti 36 slösuðust eftir árekstur á hraðbraut í Ungverjalandi þar sem kviknaði í 21 bíl. 11.3.2023 19:31
Önnur tilraun til að skjóta upp fyrstu þrívíddarprentuðu eldflauginni Starfsmenn fyrirtækisins Relativity Space munu reyna að skjóta fyrstu eldflauginni sem er nánast öll þrívíddarprentuð út í geim. Eldflaugin notar einnig metan sem eldsneyti, sem er ekki hefðbundið. Fyrri tilraun til að skjóta eldflauginni mistókst. 11.3.2023 19:13