Fréttamaður

Óttar Kolbeinsson Proppé

Nýjustu greinar eftir höfund

Verk­fall væri sér­kenni­legt út­spil kennara í heims­far­aldri

Grunn­skóla­kennarar kol­felldu nýjan kjara­samning við sveitar­fé­lögin í dag. Deilan fer nú aftur til ríkis­sátta­semjara sem gæti reynst erfitt að greiða úr málinu. For­maður stjórnar Sam­bands ís­lenskra sveitar­fé­laga (SÍS) er undrandi yfir málinu.

Vill leiða jafnaðar­menn til sigurs á ný

Guð­mundur Árni Stefáns­son sendi­herra og fyrr­verandi ráð­herra sækist eftir því að leiða lista Sam­fylkingarinnar í Hafnar­firði í komandi sveitar­stjórnar­kosningum. Hann segist ekki vera í fram­boði til bæjar­stjóra á þessari stundu en hann gegndi því em­bætti fyrir rúmum þrjá­tíu árum.

Spítalinn þoli ekki tvo daga í við­bót í ó­breyttu á­standi

Sóttvarnalæknir segir að óbreyttu stefna í algjört neyðarástand í heilbrigðiskerfinu. Búast megi við yfir þúsund smitum á dag út mánuðinn sem Landspítalinn segist engan veginn ráða við. Stjórnvöld framlengdu samkomutakmarkanir um þrjár vikur í dag.

„Kominn tími á að draga sig í janúarskelina“

Tími er kominn til að fólk dragi sig til hlés og eigi í sem minnstum samskiptum við aðra að sögn Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns hjá Almannavörnum. Hann segir landsmenn þurfa að hegða sér eins og ströngustu sóttvarnareglur séu í gildi. 

Með allt niður um sig í vinnunni eftir 30 daga sótt­kví

Maður sem losnaði um helgina úr tæplega þrjátíu daga sóttkví segist hæstánægður með að vera kominn aftur á kreik. Hann telur ekki ólíklegt að hann eigi Íslandsmet í sóttkví og vill taka upp titilinn sóttkvíar-celeb.

Að­stoðar fólk að nálgast orma­lyf ó­lög­lega

Einn helsti andstæðingur sóttvarnaaðgerða á Íslandi hefur aðstoðað fólk við að nálgast lyfið Ivermektín til meðferðar við Covid-19. Lyfið er lyfseðilskylt og ekki ætlað til meðferðar við Covid-19.

Reyna að létta stemmninguna fyrir börnin

Lím­miðar, sápu­kúlur og leik­at­riði eru notuð til að reyna að létta stemmninguna við bólu­setningar barna á höfuðborgarsvæðinu sem hófust með skipu­legum hætti í há­deginu í dag. Allt hefur gengið vel fyrir sig þar en tals­vert meiri tími fer í að bólu­setja börn en full­orðna.

Starfs­­menn ráðu­neytisins ekki með 0,5 prómill í blóðinu alla daga

Kaup Fangelsismálastofnunar á tóbaki sem selt er áfram til fanga skýrir þá háu upphæð sem greint var frá í gær að hefði farið frá dómsmálaráðuneytinu í kaup á áfengi og tóbak á síðasta ári. Tæpar 25 milljónir fóru í kaup á tóbaki fyrir fangelsin en tóbaksnotkun fanga fer minnkandi milli ára. Dómsmálaráðuneytið sjálft keypti áfengi fyrir 163 þúsund krónur á síðasta ári.

Sjá meira