Tveggja milljóna evra virði af farangri rænt af flugvellinum á Tenerife Spænska lögreglan hefur handtekið fjórtán manns og rannsakað aðra 20 fyrir að hafa rænt tæplega tveggja milljón evra virði af farangri á Tenerife Sur-flugvellinum. Allir voru þeir starfsmenn flugvallarins. 15.12.2023 18:13
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sáttasemjari hjá Ríkissáttasemjara segir stöðuna í kjaradeilu flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins snúna, talsvert beri í milli. Hún hafi því ákveðið að fresta fundi um óákveðinn tíma. Félagsdómur sýknaði í dag flugumferðarstjóra af kröfum SA um að næsta vinnustöðvun félagsins væri ólögmæt. 15.12.2023 17:59
Landris hefur „svo gott sem stöðvast“ Landris við Svartsengi virðist hafaverulega dregið úr sér og segir Eldfjalla- og náttúrúvárhópur Suðurlands í færslu sinni á Facebook að það hafi svo gott sem stöðvast. 15.12.2023 17:54
Sex milljarða hækkun í málum fatlaðra Ríkið og sveitarfélögin skrifuðu undir samkomulag í dag um breytingu í þjónustu sveitarfélaga við fatlaða. Samkomulagið felur í sér flutning sex milljarða króna frá ríkinu fyrir málaflokkinn. 15.12.2023 17:35
Einn á öræfum í ellefu nætur Göngumaðurinn og þjóðfræðingurinn Einar Skúlason lauk göngu sinni frá Seyðisfirði til Akureyrar í kvöld. Honum var fylgt síðasta spölinn og kom á Ráðhústorgið í miðbæ Akureyrar upp úr sjö. Blaðamaður náði af honum tali þar sem hann gekk yfir Pollinn. 14.12.2023 22:54
Brooklyn Nine-Nine-stjarnan lést úr lungnakrabbameini Bandaríski leikarinn Andre Braugher, frægur fyrir að hafa farið með hlutverk varðstjórans Raymond Holt í vinsælu gamanþáttunum Brooklyn Nine-Nine, lést úr lungnakrabbameini. Hann féll frá þann 11. desember síðastliðinn, 61 árs að aldri. 14.12.2023 22:45
Tíu bíla árekstur á Hafnarfjarðarvegi Tíu bíla árekstur varð á Hafnarfjarðarvegi í Kópavogi í kvöld og var einn fluttur á slysadeild. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu hlutu fleiri minniháttar áverka. 14.12.2023 20:25
Úkraínu boðið að hefja aðildarviðræður við ESB Leiðtogaráð Evrópusambandsins bauð í dag Úkraínu og Moldóvu að hefja formlegar viðræður um inngöngu í sambandið. Það kom fram á fundi leiðtoganna sem stendur nú yfir í Brussel. 14.12.2023 19:08
Dæmdur fyrir að hafa áreitt fjórtán ára stúlku í búningsklefa Maður var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum með því að ganga inn á fjórtán ára stúlku í kvennaklefa sundlaugar. Þar hafi hann gert ummæli við líkama hennar, boðið henni að sjá sinn og byrjað að girða niður um sig. 14.12.2023 18:45
Aðgengi ábótavant þegar verðlaun fyrir aðgengisbaráttu voru veitt Dagur Steinn Ómarsson hlaut í dag Múrbrjót Þroskahjálpar fyrir baráttu sína fyrir bættu aðgengi fatlaðs fólks á Þjóðhátíð. Það varpaði þó skugga á gleðina að aðgengi fyrir hann og annað fatlað fólk á athöfninni sem haldin var í Þjóðleikhúsinu var afleitt og enginn rampur fyrir hann upp á sviðið. 4.12.2023 00:01