„Sorgleg“ staða uppi hjá leiðsögumönnum Formaður Leiðsagnar - félags leiðsögumanna segir sorglega stöðu uppi hjá félaginu eftir að fimm stjórnar- og varastjórnarmenn kröfðust afsagnar hennar á síðasta stjórnarfundi. Stjórnarmaður segir uppreisn gegn formanni ekki persónulega. Hún hafi einfaldlega misst traust félagsmanna til þess að starfa fyrir félagið. 1.11.2023 15:05
Umferð um Panamaskurðinn takmörkuð vegna fordæmalauss þurrks Yfirvöld í Panama hafa tilkynnt að minnka þurfi umferð í gegnum Panamaskurðinn vegna mesta þurrks á svæðinu frá því að mælingar hófust árið 1950. Veðurbrigðið El niño er talið hafa spilað inn í samkvæmt yfirvöldum þar í landi. 1.11.2023 11:33
Hótar að draga Grænland úr Norðurlandaráði Forsætisráðherra Grænlands, Múte B. Egede, hótaði í ræðu sinni á Norðurlandaráði í gær að draga Grænland úr ráðinu. Hann hélt því fram að tækifæri sjálfstæðra landa og heimastjórnarlanda séu ekki jöfn og að samskipti fari ekki fram á jöfnum grundvelli. 1.11.2023 10:28
Heidi Klum toppar sig í búningadeildinni Fyrirsætan Heidi Klum er þekkt fyrir að taka hrekkjavökunni alvarlega, að minnsta kosti þegar kemur að búningum. Hún sló heldur betur í gegn í fyrra þegar hún mætti í sitt árlega hrekkjavökuteiti klædd sem ormur. 1.11.2023 09:06
Síminn vandamál en unnið að lausn Forstjóri hjúkrunardeildar Hrafnistu segir að síminn sé nauðsynlegur í starfsemi stofnunarinnar en viðurkennir þó að of mikil símanotkun á vinnutíma sé vandamál og skerði þjónustu við íbúa. Unnið sé að lausn í málinu. 30.10.2023 15:33
Facebook án auglýsinga með nýrri áskriftarleið Meta mun nú bjóða upp á mánaðarlega áskriftarleið þar sem notendur geta greitt til að nota samfélagsmiðlana Facebook og Instagram án auglýsinga. Enn verður boðið upp á ókeypis aðgang að miðlunum með auglýsingum. 30.10.2023 14:10
Vara við niðurrifi samfélagsins Sameinuðu þjóðirnar vöruðu í gær við ummerkjum um að niðurrif samfélagsins sé að eiga sér stað á Gasasvæðinu. 30.10.2023 12:04
Grænlendingar skipta um tímabelti Ríkisstjórnin á Grænlandi tilkynnti fyrir helgi að frá og með laugardeginum síðastliðnum tilheyrir Grænland nýju tímabelti. 30.10.2023 10:24
Íran hótar að grípa til aðgerða Ebrahim Raisi, forseti Írans, segir Ísrael hafa farið „yfir rauðu línuna“ sem “gæti neytt alla til að grípa til aðgerða.“ Þetta segir hann í færslu sinni á samfélagsmiðlinum X, sem hét áður Twitter, snemma í morgun. 30.10.2023 08:28
Gangavörður og Rottweiler-hundur fögnuðu með Bjarna Þór Það var líflegt í húsakynnum bókaútgáfunnar Sölku þar sem útgáfu bókar Bjarna Þórs Péturssonar, Megir þú upplifa, var fagnað á miðvikudagskvöldið. Í samtali við fréttastofu sagði Bjarni að bókin fjalli um breyskan mann sem býr í Vesturbænum í eilífri leit að fegurð lífsins um leið og hann tekst á við persónulegan harm. 27.10.2023 17:01