Fréttamaður

Rafn Ágúst Ragnarsson

Rafn Ágúst er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Brynjar skiptir Aroni út

Brynjar Barkarson ætlar að ekki að leyfa brotthvarfi Arons Kristins Jónassonar úr raftónlistartvíeykinu ClubDub að marka endalok sveitarinnar. Hann hyggst fara af stað með þætti sem bera nafnið „Leitin að Club“ þar sem hann sýnir frá áheyrnarprufum þar sem umsækjendur keppast um að vinna sæti Arons í ClubDub.

Ís­land, þvert á flokka boðar til annarra mót­mæla

Hópurinn Ísland, þvert á flokka hefur boðað til annars mótmælafundar á Austurvelli gegn stefnu stjórnvalda í útlendingamálum. Til stimpinga kom á milli mótmælenda og gagnmótmælenda síðastliðinn laugardag.

Lög­regla fann bak­poka fullan af skil­ríkjum

Lögreglumenn á lögreglustöð þrjú sem sinnir verkefnum í Kópavogi og Breiðholti fann bakpoka fullan af skilríkjum. Hún lagði hald á skilríkin og skilaði þeim aftur til eiganda.

Sérsveitin kölluð út vegna vopnaðs manns

Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út til aðstoðar lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu við útkall á Frakkastíg við Hverfisgötu. Tilkynnt var um mann vopnaðan hníf. Hann hafði ekki uppi ógnandi framferði og engan sakaði.

Ferða­maður ók húsbíl niður göngu­stíg

Ferðamaður ók húsbíl inn á göngustíg við gatnamót Laugavegs og Kringlumýrarbrautar eftir að hafa næstum ekið yfir gangandi vegfaranda á gangbraut gatnanna á milli. Útleigjandinn segir það ekki á ábyrgð bílaleiga að upplýsa leigjendur um að forðast eigi að aka á göngustígum.

Kjara­samningar Play og ÍFF í höfn

Félagsmenn ÍFF hafa samþykkt langtímakjarasamninga við flugfélagið Play. Samtök atvinnulífsins fóru með samningsumboð fyrir hönd Play og byggja samningarnir á ramma stöðugleikasamningsins sem undirritaður var í mars í fyrra.

Mygla í Árna­safni: „Hand­ritin eru örugg“

Árnasafni í Kaupmannahöfn, systurstofnun Stofnunar Árna Magnússonar á Íslandi, hefur verið lokað tímabundið og starfsmönnum dreift um háskólasvæðið eftir að mygla fannst í þremur byggingum á háskólasvæði Kaupmannahafnarháskóla á Ámakri.

Ó­veðrinu slotar en á­fram hætta á skriðu­föllum

Óveðrinu sem gengur yfir landið er farið að slota og það versta er yfirstaðið. Enn eru viðvaranir í gildi og nýjar taka gildi seinna í kvöld og vara fram yfir morgundaginn. Veðurfræðingur segir að þó sé svalt og blautt veður áfram í kortunum.

Sjá meira