Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Ferðamaðurinn sem lést eftir að hafa stokkið ofan í Vestari-Jökulsá í Skagafirði á föstudaginn var Bandaríkjamaður á sextugsaldri. 11.8.2025 10:46
Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur undir listamannanafni sínu Mugison, og Rúna Esradóttir gengu í það heilaga í gær við fallega athöfn sem fór fram utandyra. Þau voru vígð í viðurvist foreldra og systkina. 10.8.2025 23:16
Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Tveir fréttaritarar Al-Jazeera og þrír myndatökumenn voru drepnir í loftárás Ísraelshers í dag. Þeir dvöldu í tjaldi ætluðu fréttamönnum við Al-Shifa-sjúkrahúsið í Gasaborg. Ísraelsher segir annan blaðamannanna hafa verið Hamasliði. 10.8.2025 23:00
Sæti Artúrs logar Sinueldur kviknaði á Sæti Artúrs, fjallinu sem gnæfir yfir Edinborg, í dag. Fjallið er vinsæll áfangastaður ferðamanna og borgarbúa á hlýjum sumardögum en í dag sást login og reykstrókarnir um alla borgina. 10.8.2025 22:12
Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Björgunarsveitin Dagrenning á Hvolsvelli varar ferðalanga við svelgi skammt rétt við gönguleiðina yfir Fimmvörðuháls. Nánar tiltekið er svelgurinn í gilinu sunnan við Fimmvörðuskála. 10.8.2025 21:50
Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti J.D. Vance varaforseti Bandaríkjanna segir fund Selenskí Úkraínuforseta og Pútíns Rússlandsforseta í bígerð. Það sé spurning um hvenær en ekki hvort. 10.8.2025 21:04
Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Tveir voru fluttir á slysadeild eftir fall á rafmagnshlaupahjóli í nótt. Báðir eru grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis eða fíknefna við aksturinn. 10.8.2025 18:31
Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Jarðskjálfti upp á 6,1 skók borgina Balıkesir í vestanverðu Tyrklandi í dag. Skjálftinn fannst víða um landið vestanvert og í Istanbúl. 10.8.2025 18:24
Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Norðurlönd og Eystrasaltsríkin lýsa í sameiginlegri yfirlýsingu yfir stuðningi við fullveldi Úkraínu í aðdraganda fundar Vladímírs Pútín Rússlandsforseta og Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 10.8.2025 17:53
Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Hinsegin dagar náðu hápunkti sínum í dag þegar litskrúðug Gleðigangan hélt af stað frá Hallgrímskirkju. Í henni sameinuðust lesbíur, hommar, tví- og pankynhneigðir, trans fólk, intersex fólk og fleiri ásamt fjölskyldum sínum og vinum til að staðfesta tilveru sína og minna á baráttumál sín. 10.8.2025 00:04