fréttamaður

Rakel Sveinsdóttir

Rakel sér um flokkana Atvinnulíf og Áskorun á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Við þurfum að vinna gegn útundanóttanum“

„Ég vinn meðal annars við að aðstoða og styðja fólk í að reyna að ná utan um þær óvelkomnu breytingar sem hafa orðið í Covid faraldrinum,“ segir Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur hjá Líf og sál og bendir á að vinnustaðir þurfi að huga vel að þeim áhrifum sem Covid er að hafa á fólk, því þeim áhrifum muni ekki ljúka með bólusetningum. 

Fjarvinna vinsæl en fólk þarf líka að hittast í „alvörunni“

„Bretar eru til að mynda mun vanari fjarvinnufyrirkomulaginu en við Íslendingar og margir þar sem hafa unnið í því fyrirkomulagi í mörg ár,“ segir Erla Sylvía Guðjónsdóttir mannauðstjóri Valitor, en Valitor er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur innleitt hjá sér fjarvinnustefnu fyrir starfsfólk, en stefnan gildir bæði fyrir starfsfólk Valitors á Íslandi og í Bretlandi. Að sögn Erlu sýndu kannanir á meðal starfsfólks strax í fyrra, að mikill áhugi væri á fjarvinnu til frambúðar.

Stórsókn framundan en fyrstu kynningarnar hálf vandræðalegar

„Fyrstu fjárfestinga kynningarnar okkar Stefáns nafna míns og meðstofnandi í Solid Clouds, voru nú ekki uppá marga fiska. Ég gleymi því aldrei þegar að við æfðum okkur fyrir framan vini og kunningja. Dómarnir voru þeir að ég sneri bakinu í gesti á meðan ég var með framsögu og Stefán félagi minn talaði svo lágt að í honum heyrði enginn. Loks sagði einn í hópnum að hann væri engu nær um hvað við værum að gera og að kynningin væri með verri framsögum sem hann hefði heyrt!“ segir Stefán Gunnarsson, framkvæmdastjóri og einn af stofnendum tölvuleikjaframleiðslufyrirtækisins Solid Clouds.

Coco Puffs þá pantað og staðgreitt mánuðum fyrirfram

„Þau sigldu um heimsins höf á norsku fraktskipi. Kynntust matarmörkuðum og ferskvörum á Ítalíu, í Afríku, Japan, Panama og fleiri stöðum í Ameríku og víðar. Ég held að áhrifin frá siglingunum hafi smitast inn í Melabúðina og þau eru hér enn hluti af sjarmanum,“ segir Snorri Guðmundsson. „Já, pabbi lagði mikla áherslu á úrval og gæði og lengi vel vissu Íslendingar oft ekki hvernig ferskvara átti að líta út,“ segir Pétur bróðir Snorra og bætir við: „Ég man til dæmis eftir manni sem vildi ekki hvítkálshausinn hjá pabba því hann var of hvítur. Hann bað því um þann brúna sem hann var vanur að fá, en auðvitað er hvítkál aldrei brúnt á lit nema það sé gamalt,“ segir Pétur og hlær.

Íþróttanördinn í Landsbjörg viðurkennir stríðni barna sinna

Nýr framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjörg, Kristján Harðarson, viðurkennir að hann sé algjör alæta á íþróttir. Svo mikill íþróttanörd er hann reyndar, að börnin gera að honum smá grín. Kristján skipuleggur verkefnin sín í lok hverrar vinnuviku en þessa dagana er annasamt í vinnunni; Ekki síst vegna eldgossins í Fagradalsfjalli.

„Ég hef ekki tíma“

„Ég hef ekki tíma.“ Við höfum öll hugsað þetta. Mörg okkar sagt þetta upphátt. Kapphlaupið, stressið og það hversu fljótt tíminn líður gerir það hreinlega að verkum að okkur tekst engan veginn að gera allt sem okkur langar til að gera. Eða þyrftum að gera. Hvað þá verkefni sem kalla á næði, sköpun, hugmyndarflug…. Hver hefur tíma í þann lúxus?

Litlu skrímslaverkefnin sem við frestum

Við eigum það öll til að fresta ýmsum litlum verkefnum. Jafnvel svo litlum, auðveldum og fljótlegum að það hvers vegna við ljúkum þeim ekki af, er oft hreinlega óskiljanlegt. Jafnvel okkur sjálfum.

„Í dag getur nánast hver sem er gefið út bankaþjónustu“

„Í dag getur nánast hver sem er gefið út bankaþjónustu. Í stað þess að eyða tveimur til þremur árum í að smíða hana frá grunni má leigja tækniinnviði og þjónustur. Hægt er að fá aðgengi að þjónustum sem áður voru eingöngu á hendi banka,“ segir Gunnar Helgi Gunnsteinsson, einn stofnenda fjártæknifyrirtækisins Memento.

Getur ekki lengur vaknað í rólegheitum á morgnana

Hera Grímsdóttir, forseti Iðn- og tæknifræðideildar við Háskólann í Reykjavík (HR), segir nýjasta fjölskyldumeðliminn, tíu vikna Bichon tík, vera að hrófla við allri hefðbundinni morgunrútínu. Heru finnst best að skipuleggja verkefni vikunnar á mánudögum og þar sem iðn- og tæknifræðideild HR hefur stækkað svo mikið frá því að hún var stofnuð fyrir tveimur árum, eru verkefni vikunnar æði mörg.

Sjá meira