Að vera óánægður í nýju vinnunni Á tímum heimsfaraldurs upplifa flestir þakklæti fyrir það að hafa vinnu og framfærsluöryggi. Og þeir sem hafa upplifað atvinnuleysi, eru ekki síst þakklátir þegar þeir fá loksins starf. En hvað ef okkur líður þannig að við erum svo óánægð í nýju vinnunni? 5.8.2021 07:00
Aftur til vinnu eftir frí: Sex góð ráð Eftir dásamlegt frí, jafnvel sólardaga, er komið að því: Við þurfum að byrja aftur að vinna! Og þá gildir um marga að fá smá hnút í magann. Finna jafnvel til þess að „nenna” varla. Þótt við séum almennt ánægð í vinnunni okkar. 3.8.2021 07:01
Fjórða bylgjan og óttinn við að missa vinnuna Nú þegar fjórða bylgjan er hafin er ekki laust við að gamalkunnur Covid-hnútur geri vart við sig hjá sumum: Mun ég missa starfið mitt? Hvernig mun vinnustaðnum mínum reiða af? Verður mér sagt upp um næstu mánaðamót? Eða í haust eða vetur? 28.7.2021 07:01
Að forðast baktalið í vinnunni Við tökum öll þátt í kjaftagangi einstaka sinnum. Heyrum einhverja djúsí kjaftasögu og berum hana á milli. Eða veltum okkur upp úr henni. Þetta er mannlegt og í raun þarf enginn að skammast sín því rannsóknir hafa sýnt að smá kjaftagangur er flestum eðlislægur. Þó ekki nema stundum í góðra vina hópi. 26.7.2021 07:01
Alls konar markmið í vinnunni en sömu góðu ráðin Áskoranirnar í vinnunni okkar eru af öllum toga. Allt frá því að vera stórtæk og snúa að starfsframanum okkar, eða bara lítil og góð þar sem okkur langar sjálfum til að bæta okkur í einhverju. Til dæmis að brosa oftar. Eða mæta alltaf á réttum tíma. 23.7.2021 07:00
Eitthvað virkilega neyðarlegt gerist: Hvað þá? Þetta getur gerst fyrir hið besta fólk. Reyndar hið klárasta fólk. Eða hæfasta fólkið. Já, enginn er undanskilinn því að stundum gerist eitthvað virkilega neyðarlegt í vinnunni. Einhver klaufaleg mistök. Eða við segjum eða gerum eitthvað sem vekur upp hlátur allra viðstaddra. Eða gefum jafnvel upp rangar upplýsingar og í framhaldinu fer af stað keðjuverkandi hrina mistaka. 21.7.2021 07:00
Í vinnu eða atvinnuleit: Ekki birta of mikið á samfélagsmiðlum Við erum sjaldan jafn dugleg að birta myndir á samfélagsmiðlunum og þegar að við erum í sumarfríi. Enda skemmtilegt að sjá hvert fólk er að ferðast og hvað það er að gera. En það eru margar ástæður fyrir því að fólk ætti að forðast að birta of mikið af myndum, of oft eða hvaða myndir sem er. 19.7.2021 07:01
Að hvetja okkur til dáða í vinnu: Segðu hlutina upphátt! Það er með ólíkindum hvernig okkur tekst að rífa okkur niður í huganum. Eða gera lítið úr okkur. Ef okkur gengur til dæmis mjög vel í vinnunni og náðum að afkasta miklu, erum við samt meira með hugann við verkefnin sem við náðum EKKI að klára frekar en að vera ánægð með allt sem við þó gerðum! 16.7.2021 07:01
Tékklistinn fyrir sumarfríið í vinnunni Þetta er svo geggjaður árstími: Sumarfríið framundan, samvera með vinum og vandamönnum. Jafnvel sól í heiði. 14.7.2021 07:00
Góð ráð fyrir lata starfsmenn Við eigum okkur öll okkar daga. Já, svona leti-daga. Mætum til vinnu og erum hálf löt allan daginn. Komum litlu í verk. Eigum erfitt með að einbeita okkur. Erum þreytt. Eða með hugann annars staðar. Sem betur fer, eru leti-dagarnir ekki viðvarandi. Daginn eftir mætum við til vinnu á ný, galvösk og brettum upp ermar. 12.7.2021 07:01