Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu heldur áfram Þriðja daginn í röð er Meistaradeild Evrópu karla í knattspyrnu allt í öllu á rásum Stöðvar 2 Sport. 19.9.2024 06:01
Woj-fréttin hættir hjá ESPN og snýr sér að öðru Adrian Wojnarowski hefur ákveðið að vanda kvæði sínu í kross og breyta um starfsvettvang. Hann hefur því sagt starfi sínu hjá íþróttafréttarisanum ESPN lausu. Frá þessu greindi Woj, eins og hann er öllu jafnan kallaður, á samfélagsmiðlum sínum. 18.9.2024 23:31
Stúkan: „Sama hvað hann gerir ekki gefa honum gult spjald“ „Damir var ekki í liðinu, hvað var hann að brasa?“ spurði Gummi Ben þá Lárus Orra Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason í síðasta þætti Stúkunnar en Damir kom inn af bekknum og nældi sér í gult spjald í sigri Breiðabliks á HK í 22. umferð Bestu deildar karla. 18.9.2024 23:02
Stjarnan í vondum málum eftir tap í Írlandi Það stefnir í stutt ævintýri hjá 2. flokki Stjörnunnar í UEFA Youth League eftir 3-0 tap ytra gegn University College Dublin frá Írlandi. Liðin mætast aftur í Garðabænum og þurfa heimamenn kraftaverk til að komast áfram. 18.9.2024 22:31
Selfoss átti lítið í Íslandsmeistara Vals Valur lagði Selfoss með sjö mörkum, 30-23, í 3. umferð Olís-deildar kvenna í kvöld. 18.9.2024 22:02
Brighton og Tottenham áfram þökk sé mörkum undir lok leiks Brighton & Hove Albion lagði Úlfana 3-2 í enska deildarbikarnum í knattspyrnu. Þá lagði Tottenham Hotspur B-deildarlið Coventry City 2-1 á útivelli en mörk gestanna komu bæði í blálok leiksins. 18.9.2024 21:32
Var hetjan framan af en stóð uppi sem skúrkurinn Markvörðurinn Paulo Gazzaniga hafði átt frábæran leik í marki Girona þegar liðið sótti París Saint-Germain heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Markvörðurinn missti boltann hins vegar í netið undir lok leiks og lauk því leik í París sem skúrkurinn. 18.9.2024 21:25
Markalaust á Etihad Manchester City og Inter Milan gerðu markalaust jafntefli í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu. Leikið var á Etihad-vellinum í Manchester. 18.9.2024 21:00
Íslendingalið Vålerenga og Wolfsburg með misgóða sigra í Meistaradeildinni Vålerenga vann gríðarlega öflugan 2-1 útisigur á Anderlecht í von sinni um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu kvenna í knattspyrnu. Á sama tíma tryggði Wolfsburg sér sæti þökk sé 7-0 útisigri á Fiorentina. Alexandra Jóhannsdóttir var eina landsliðskona Íslands sem var í byrjunarliði síns liðs. 18.9.2024 20:04
Man City saknaði ekki þeirrar markahæstu og Arsenal tapaði í Svíþjóð Manchester City er komið með annan fótinn í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu kvenna í fótbolti á meðan Arsenal er í vandræðum eftir tap í Svíþjóð. 18.9.2024 19:16