Stúkan: Ósammála um markið sem ekki fékk að standa Tveir af þremur meðlimum síðasta þáttar Stúkunnar töldu að annar af aðstoðardómurum leiks KR og ÍA í Bestu deild karla hafi rænt Benóný Breka Andrésson marki. 2.9.2024 22:02
Vonar að framkvæmdir hefjist í haust: Maður mætir hér með skóflu „Þetta var eitt af mínum aðal málum og aðal málum hreyfingarinnar. Erum búin að heyra þetta í mörg ár og lítið búið að gerast en sem betur fer komin hreyfing á það,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, eftir að tilkynnt var að nýtt gras yrði lagt á Laugardalsvöll. 2.9.2024 21:32
Ingibjörg til liðs við Bröndby Landsliðskonan Ingibjörg Sigurðardóttir er mætt til Bröndby í Danmörku og mun spila með liðinu út yfirstandandi leiktíð. Hún verður annar Íslendingurinn í herbúðum liðsins en Hafrún Rakel Halldórsdóttir spilar einnig með Bröndby. 2.9.2024 19:50
KR mun spila í Macron á næstu leiktíð Karla- og kvennalið KR í knattspyrnu munu leika í treyjum frá Macron á næstu leiktíð. Frá þessu greindi félagið á samfélagsmiðlum sínum. 2.9.2024 19:16
Nýr miðjumaður Arsenal frá næstu tvo mánuðina Mikel Merino, miðjumaður Arsenal, verður frá næstu tvo mánuðina vegna meiðsla á öxl. 2.9.2024 18:33
Stutt gaman hjá Telles í Sádi-Arabíu Vinstri bakvörðurinn Alex Telles er ekki lengur leikmaður Al Nassr í Sádi-Arabíu. Hann gekk til liðs við félagsins sumarið 2023 en liðið hefur nú ákveðið að losa hann undan samningi. 2.9.2024 17:46
„Að fá svona díl hjálpaði mikið til í að taka þessa ákvörðun“ Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu. viðurkennir að launin sem hann fær í Sádi-Arabíu hafi spilað sinn þátt í að hann ákvað að yfirgefa Burnley á Englandi eftir átta ár hjá félaginu. 31.8.2024 08:02
Ten Hag um söluna á McTominay: „Uppaldir leikmenn eru verðmætari“ Erik Ten Hag, þjálfari Manchester United, er ekki sáttur með að félagið hafi selt Scott McTominay til Napoli á Ítalíu en því miður hafi félagið þurft þess þar sem „uppaldir“ leikmenn eru hreinlega verðmætari. 31.8.2024 07:01
Dagskráin í dag: Allt mögulegt á boðstólnum Við bjóðum upp á átta beinar útsendingar á rásum Stöðvar 2 Sport í dag og þær eru í fjölbreyttari kantinum. 31.8.2024 06:03
Arnar um komandi Evrópuleiki Víkinga: „Mjög spennuþrunginn dráttur“ Í dag varð ljóst hvaða liðum Víkingur mætir í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þeirra bíður ferðalag víða um álfuna. 30.8.2024 23:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent