Íþróttafréttamaður

Runólfur Trausti Þórhallsson

Runólfur er íþróttafréttamaður á Vísi og Stöð 2 Sport.

Nýjustu greinar eftir höfund

Jóhann Berg á leið til Sádi-Arabíu

Heimildir Vísis herma að íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson sé á leið til Sádi-Arabíu frá enska B-deildarfélaginu Burnley.

Mikael skoraði í stór­sigri AGF

AGF pakkaði Vejle saman í eina leik dagsins í dönsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Mikael Neville Anderson var á skotskónum í leiknum.

Félix á leið til Chelsea á meðan Gallag­her fer í hina áttina

Portúgalinn João Félix er á leið til Chelsea á nýjan leik en enska knattspyrnufélagið kaupir hann nú eftir að hafa fengið hann á láni á síðasta ári. Enski miðjumaðurinn fer í hina áttina en ekki er þó um hreinan skiptidíl að ræða milli Atlético Madríd og Chelsea.

Orri Steinn bjargaði stigi og Elías Már lagði upp í sigri á Ajax

Orri Steinn Óskarsson kom inn af bekknum og bjargaði stigi fyrir FC Kaupmannahöfn þegar liðið var við það að tapa fyrir Viborg á Parken, heimavelli sínum. Í Hollandi lagði Elías Már Ómarsson upp fyrra mark NAC Breda í 2-1 sigri á stórliði Ajax. 

Bryn­dís Arna lagði upp sigur­markið

Bryndís Arna Níelsdóttir lagði upp eina markið í 1-0 sigri Vaxjö á Norrköping í sænsku úrvalsdeild kvenna. Markið skoraði Sophia Redenstrand í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Brent­ford byrjar tíma­bilið á sigri

Brentford byrjar tímabilið 2024-25 í ensku úrvalsdeildinni á 2-1 sigri á Crystal Palace. Hákon Rafn Valdimarsson var á varamannabekk sigurliðsins. Athygli vakti að Ivan Toney var ekki með Brentford í dag vegna óvissu um framtíð hans. Í fjarveru hans stigu aðrir leikmenn upp.

Stefán Teitur fær þriðja þjálfarann í jafn mörgum leikjum

Stefán Teitur Þórðarson og félagar í Preston Nord End steinlágu gegn Swansea City í ensku B-deildinni í gær. Í kjölfarið sagði Mike Marsh upp störfum en hann hafði tímabundið verið ráðinn þjálfari liðsins eftir að Ryan Lowe sagði upp eftir fyrsta leik tímabilsins.

Emilía hættir ekki að skora

Emilía Kiær Ásgeirsdóttir skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri Nordsjælland á HB Köge í dönsku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Emelía Óskarsdóttir var ekki í leikmannahóp HK Köge.

Sjá meira