Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa

Skuggastríð Rússa gegn Vesturlöndum er leitt af nýju teymi njósnara hjá leyniþjónustu rússneska hersins (GRU). Þessi hópur er meðal annars talinn hafa sent eldsprengjur um borð í fragtflugvélar og reynt að ráða forstjóra stærsta hergagnaframleiðanda Evrópu af dögum, svo eitthvað sé nefnt.

Þröstur tekur við Bændablaðinu

Þröstur Helgason hefur verið ráðinn nýr ritstjóri Bændablaðsins og mun taka við ritstjórn miðilsins á næstu vikum. 

Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn

Meirihlutaviðræður í borginni ganga mjög vel að sögn oddvita Samfylkingarinnar, enn hafi ekki verið rætt um stólaskipan og þar á meðal borgastjórastólinn. Rætt verður við Heiðu Björgu Hilmisdóttur í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Þremur gíslum sleppt en fram­tíð vopnahlésins ó­ljós

Vígamenn Hamas-samtakanna hafa sleppt þremur gíslum úr haldi á Gasaströndinni. Mönnunum þremur hefur verið haldið frá 7. október 2023, þegar þeir voru handsamaðir í Ísrael. Framtíð vopnahlésins á Gasaströndinni er þó óljós eftir deilur í vikunni og ummæli Donalds Trump um að reka eigi Palestínumenn af svæðinu.

Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðu­neytis

Alríkissaksóknarar í Washington DC í Bandaríkjunum hafa beðið dómara um að fella niður mútuþægnimál gegn Eric Adams, borgarstjóra New York. Það að koma kröfunni til dómara kostaði mikil átök og sögðu saksóknarar upp í hrönnum áður en tveir fundust til að skrifa undir.

Húðskammaði ráða­menn í Evrópu

JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, hellti sér yfir leiðtoga Evrópu á öryggisráðstefnu í München í Þýskalandi í dag. Menningarátök voru Vance efst í huga og talaði hann lítið um öryggi á öryggisráðstefnunni.

Vara við fordæmalausu kyn­ferðis­of­beldi gegn börnum

Hermenn Austur-Kongó og aðrar sveitir sem styðja herinn hafa hörfað frá flugvelli skammt frá borginni Bukavu í austurhluta Austur-Kongó. Uppreisnarmenn M23 hafa tekið flugvöllinn og útlit er fyrir að þeir stefni á árásir á Bukavo, sem yrði önnur stóra borgin á svæðinu til að falla í hendur þeirra.

Hótar hertum að­gerðum neiti Pútín að semja

JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, segir að neiti Vladimír Pútin, forseti Rússlands, að semja um frið í Úkraínu og tryggja sjálfstæði Úkraínumanna til lengri tíma, muni Bandaríkin herða refsiaðgerðir og þvinganir gegn Rússlandi. Þá kæmi einnig til greina að senda bandaríska hermenn til Úkraínu.

Segir Úkraínu enn á leið í NATO

Úkraína mun að endingu ganga í Atlantshafsbandalagið. Þetta sagði Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, þegar þeir töluðu saman í síma í morgun en þá sagði Starmer einnig að engar viðræður um Úkraínu gætu átt sér stað án Úkraínu.

Sjá meira