Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að hefja innkaupaferli vegna framkvæmda í Korpuskóla. Ætlunin er að Korpuskóli taki við nemendum úr Klettaskóla, þar sem færri komast að en vilja. 5.9.2025 14:38
Síminn má dreifa efni Sýnar Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur gert Sýn skylt að veita áskrifendum Símans aðgang að öllu sínu línulega efni, þar á meðal Enska boltanum. Taka þarf endanlega ákvörðun í málinu fyrir 1. desember. 5.9.2025 12:39
Konan er fundin Konan sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í morgun er fundin heil á húfi. 5.9.2025 10:58
Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Fimm voru handteknir á Siglufirði í kvöld í aðgerðum lögreglunnar á Norðurlandi eystra og sérsveitar Ríkislögreglustjóra. Einn var fluttur á sjúkrahús. 4.9.2025 21:16
„Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar eru sammála um að efnahagsmálin muni spila stórt hlutverk í komandi þingvetri. Þeir lýsa báðir þinglokunum í sumar sem vonbrigðum en fulltrúi minnihlutans segir umræðuna þar ekki hafa verið þeim til sóma. 4.9.2025 20:39
Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Tala látinna er komin yfir tvö þúsund eftir að gríðarstór skjálfti reið yfir í Afganistan. Erfitt er að koma neyðaraðstoð á svæðið. 4.9.2025 18:20
Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði bifreið þar sem mátti sjá kvenmannshár út um farangurshlera. Við nánari athugun reyndist hárið vera einhvers konar hrekkjavökuskraut. 4.9.2025 17:28
Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Það stefnir í formannsslag á landsþingi Ungs jafnaðarfólks sem haldið verður eftir rúma viku. Samfélagsmiðlastjórinn vill forsetaembættið en sömuleiðis sækist sitjandi forseti eftir endurkjöri. 4.9.2025 17:15
Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Í nýrri samantekt á vegum embættis landlæknis segir að rúmur fjórðungur þeirra á aldrinum átján til 34 ára drekki orkudrykki á hverjum degi. Helmingi fleiri drukku orkudrykki daglega árið 2024 heldur en árið 2020. 4.9.2025 16:29
Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Lögreglan, að beiðni Þjóðskrár, tók hús á Skorrdælingum að sögn oddvita hreppsins til að athuga hversu margir byggju þar í raun. Fólk hafi skráð lögheimili sitt í hreppnum vegna kosninga um sameiningu hans og Borgarbyggðar. 3.9.2025 21:40