Diddy ætlar ekki að bera vitni Réttarhöld yfir rapparanum Sean Combs, einnig þekktur sem P Diddy, hafa nú staðið yfir í sjö vikur en er farið að sjá fyrir endann á þeim. Verjendur rapparans ætla ekki að kalla til nein vitni en rúmlega þrjátíu manns hafa nú þegar borið vitni í málinu. Combs sagðist sjálfur ekki ætla bera vitni. 25.6.2025 08:40
Bezos færir brúðkaupið vegna mótmæla Jeff Bezos, einn ríkasti maður heims, hefur ákveðið að færa brúðkaupið sitt úr miðbæ Feneyja eftir mótmæli íbúa og loftslagsaðgerðasinna. Um tvö hundruð gestir hafa boðað komu sína, þar á meðal heimsfrægt fólk. 25.6.2025 07:59
Rigning víða í dag Í dag verður austanátt, fimm til þrettán metrar á sekúndu, og rigning. Þurrt verður að mestu norðanlands þar til síðdegis þegar fer að væta. Hýjast verður á Norðurlandi þar sem hitinn getur farið upp í fimmtán stig. 25.6.2025 07:22
Ekki um sama þvott að ræða í Björg og Fönn Mikið tjón varð eftir eldsvoða í efnalaug Bjargar við Háaleitisbraut í síðustu viku. Fjallað hefur verið um að þvottur sem hafi verið í húsnæði Bjargar hafi verið í húsnæði efnalaugarinnar Fannar þar sem kviknaði í í gærkvöldi en samkvæmt eiganda Fannar er það ekki rétt. Samt sem áður hafi þvottur sem sóttur hafi verið fyrr um daginn til rekstraraðila Bjargar verið í hreinsun hjá þvottahúsi Fannar. 24.6.2025 12:55
Eldur í tveimur taugrindum Betur fór en á horfðist er kviknaði í þvotthúsinu Fönn við Klettháls í Reykjavík seint í gærkvöldi. Verkstjórinn segir eldsvoðann ekki hafa haft áhrif á starfsemi þvottahússins. 24.6.2025 11:08
Breytingar á lögum um sjúkratryggingar mismuni eftir efnahagsstöðu Læknafélag Íslands gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp heilbrigðisráðherra um sjúkratryggingar. Stjórn félagsins segir að þar sem greiðsluþátttöku í erlendri heilbrigðisþjónustu sé forgangsraðað yfir einkarekna heilbrigðisþjónustu hérlendis sé verið að mismuna sjúklingum eftir efnahagi þeirra. 24.6.2025 08:06
Íranir neita að hafa skotið eldflaugum Ísraelsk stjórnvöld segja Írana hafa skotið eldflaugum í átt að Ísrael og boða harðar gagnárásir. Íranir neita því að hafa skotið eldflaugum. Allt útlit er fyrir að vopnahlé sem bæði ríki virtust hafa samþykkt í nótt sé þegar farið út um þúfur. 24.6.2025 07:45
Sé tilraun til að þagga niður í gagnrýni Formaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir orð forsætisráðherra í Kastljósi í gær og segir hana „stilla sér upp sem fórnarlambi málþófs.“ Þingmenn Sjálfstæðisflokksins muni halda áfram að ræða frumvarpið um breytingar á veiðigjöldum sem sé óvandað frumvarp. 24.6.2025 06:44
Ísraelar samþykkja vopnahlé Trumps Ísraelar hafa samþykkt vopnahlé sem Bandaríkjaforseti tilkynnti um á milli þeirra og Írana. Eldflaugum var í nótt skotið á borgina Bersheeba í Ísrael þar sem fjórir létu lífið í íbúðablokk sem varð fyrir sprengjum. 24.6.2025 06:23
Skýjað og væta í flestum landshlutum Í dag verður austlæg eða breytileg vindátt frá þremur til tíu metra sekúndu. Búast má við einhverri vætu í flestum landshlutum. Hlýjast verður á Vesturlandi þar sem hitinn gæti náð upp í fimmtán stig. 24.6.2025 06:20