Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, var ekki feiminn við að viðurkenna að hann var hundóánægður með Þjóðverjann Timo Werner í Evrópudeildarleiknum við Rangers í gærkvöld. 13.12.2024 08:00
Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Í dag verður dregið í undanriðla fyrir heimsmeistaramót karla í fótbolta, sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada sumarið 2026. Það verður fyrsta heila undankeppni nýs landsliðsþjálfara Íslands. 13.12.2024 07:30
„Það falla mörg tár á sunnudag“ Reynsluboltinn Camilla Herrem og þjálfari hennar hjá norska handboltalandsliðinu, Þórir Hergeirsson, eru sammála um að það verði miklar tilfinningar í gangi á sunnudaginn. Þá er síðasti leikurinn undir stjórn Þóris sem verið hefur aðalþjálfari Noregs í 15 ár. 12.12.2024 14:31
GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ „Það var svo gaman síðast að við ákváðum að endurtaka þetta,“ segir Pavel Ermolinskij um þá ákvörðun GAZ-manna að beina sjónum sínum að Sauðárkróki í kvöld, á leik Tindastóls og Njarðvíkur. 12.12.2024 11:31
Rannsókn felld niður í máli Mbappé Saksóknari í Svíþjóð staðfesti í dag að rannsókn hefði verið hætt í máli franska fótboltamannsins Kylian Mbappé, sem grunaður var um nauðgun í Stokkhólmi í október. 12.12.2024 09:19
Sjáðu bombu Hákonar og Man. City í bobba Hákon Arnar Haraldsson skoraði glæsilegt sigurmark fyrir Lille í gærkvöld, í 3-2 sigri gegn Sturm Graz í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Manchester City er hins vegar í vanda eftir 2-0 tap gegn Juventus. Mörkin úr leikjunum má nú sjá á Vísi. 12.12.2024 08:31
Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Sveindís Jane Jónsdóttir varð í gærkvöld fyrst Íslendinga til að skora fernu í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Liðsfélagi hennar og fyrirliði Wolfsburg, Alexandra Popp, var með áhugaverða skýringu á ótrúlegri frammistöðu Sveindísar. 12.12.2024 08:00
„Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Víkingar eru í þeirri stórkostlegu stöðu að geta upp úr hádegi í dag tryggt sér sæti í útsláttarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Arnar Gunnlaugsson á von á mikilli stemningu á Kópavogsvelli en þar verða hundruð sænskra stuðningsmanna Djurgården. 12.12.2024 07:26
Aðstoðardómarinn grét eftir leik Það vakti mikla athygli í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld þegar ítalski aðstoðardómarinn Alessandro Giallatini sást fella tár og faðma þjálfara og leikmenn, eftir 3-2 útisigur Aston Villa gegn RB Leipzig. 11.12.2024 13:02
Snæfríður hóf HM á Íslandsmeti Ólympíufarinn Snæfríður Sól Jórunnardóttir synti sig af öryggi inn í undanúrslit í 100 metra skriðsundi á heimsmeistaramótinu í 25 metra laug, í Búdapest í morgun. 11.12.2024 10:10