Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Stefán Teitur Þórðarson og félagar hans í Preston, eina B-deildarliðinu sem enn var með í keppninni, máttu sín lítils gegn Aston Villa og töpuðu 3-0 á heimavelli í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í fótbolta. 30.3.2025 14:16
Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Ari Sigurpálsson átti algjöra draumabyrjun sem leikmaður Elfsborg, eftir söluna frá Víkingi, þegar hann skoraði í dag eftir að hafa spilað örfáar mínútur. Markið má sjá í greininni. 30.3.2025 14:10
„Getum brotið blað í sögu handboltans“ Valskonur og þjálfarinn Ágúst Jóhannsson eru staðráðin í að skrá sig í sögubækurnar í dag með því að komast í úrslit EHF-bikarsins í handbolta í dag. Ágúst segir skipta sköpum að fólk fjölmenni á Hlíðarenda til að hjálpa Val yfir endalínuna. 30.3.2025 13:18
Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni „Kannski hringir Lalli [Lárus Jónsson, þjálfari] á næsta ári og býður mér millu, þá þarf ég að vera í standi,“ grínaðist Emil Karel Einarsson þegar hann ræddi um þá ákvörðun sína að hætta í körfubolta. 30.3.2025 11:31
Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ „Þetta er búið að vera ævintýri. Ups and downs,“ segir Arnar Gunnlaugsson í stiklu fyrir nýja þáttaröð, A&B, sem hefst á Stöð 2 og Stöð 2 Sport í kvöld. Þættirnir fjalla um tvíburabræðurna Arnar og Bjarka sem sett hafa sterkan svip á íslenskan fótbolta með ýmsum hætti. 30.3.2025 11:02
Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Kona sem starfaði fyrir Manchester City og sá um að klæða sig upp sem lukkudýr félagsins, Moonbeam, sakar Erling Haaland um að hafa slegið sig í höfuðið þegar hún var í búningnum. Hún hafi þurft að fara á sjúkrahús og farið með málið til lögreglu. 30.3.2025 10:02
Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Dagur Dan Þórhallsson og félagar í Orlando City unnu afar sætan sigur gegn LA Galaxy í Kaliforníu í gærkvöld, 2-1, með skrautlegu sigurmarki í MLS-deildinni í fótbolta. 30.3.2025 09:30
Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Íslenskar landsliðskonur voru á ferðinni í danska og sænska fótboltanum í dag. Ingibjörg Sigurðardóttir og Hafrún Rakel Halldórsdóttir eru í erfiðri stöðu í baráttunni um sæti í úrslitum danska bikarsins. 29.3.2025 16:21
Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Arnór Sigurðsson var í byrjunarliði Malmö í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag og fagnaði sigri. Á Ítalíu lék Íslendingalið Venezia enn einn leikinn án þess að skora og varð að sætta sig við tap. 29.3.2025 16:05
Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Alexandra Jóhannsdóttir var ekki lengi að skora sitt fyrsta mark fyrir Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta, eftir komuna frá Ítalíu, og það með aðstoð liðsfélaga síns úr íslenska landsliðinu. 29.3.2025 15:28