„Markverðirnir okkar voru ekki með“ Rúnar Kárason segir sjálfstraust, eða öllu heldur skort á því, vera það sem hafi orðið ÍBV að falli og valdið því að Haukar séu nú búnir að jafna einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. 29.5.2023 21:16
Átak til stuðnings dómurum: „Ertu vanur því að garga á fólk?“ Knattspyrnusamband Íslands hefur hrundið af stað átaki vegna hegðunar fólks í garð dómara, til að vekja athygli á störfum þeirra og mikilvægi fyrir fótboltann. 26.5.2023 15:45
Þrjár íslenskar á lokamótið og sentímetra munaði Þrjár íslenskar frjálsíþróttakonur tryggðu sér í gær sæti á bandaríska háskólameistaramótinu (NCAA) en í einu tilviki mátti það ekki tæpara standa. 26.5.2023 11:01
„Þetta má ekki fara inn að beini og pirra okkur“ „Við erum bognir en ekki brotnir og ætlum klárlega að sýna hvað í okkur býr,“ segir Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður Hauka. Þeir fara með bakið uppi við vegg til Eyja í dag, 2-0 undir í einvíginu við ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. 26.5.2023 10:35
Toney veðjaði þrettán sinnum á tap félaga sinna Enska knattspyrnusambandið hefur nú greint nánar frá ástæðunum fyrir því að Ivan Toney, framherji Brentford og enska landsliðsins, var dæmdur í átta mánaða bann fyrir að veðja á leiki. Bannið var stytt eftir að Toney var greindur með veðmálafíkn. 26.5.2023 09:49
Hrækti á leikmann Fjölnis: „Óafsakanlegt á alla vegu“ Gonzalo Zamorano, sóknarmaður Selfoss, var einn af þremur sem fengu rautt spjald í leik gegn Fjölni í Lengjudeildinni í fótbolta á dögunum. Ástæðan var óvenjuleg en Zamorano varð uppvís að því að hrækja á andstæðing. 26.5.2023 08:01
Skrefi nær því sem engum hefur tekist Leikmenn Boston Celtics hafa spilað fjóra leiki upp á líf og dauða í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í ár og alltaf lifað af. Í nótt unnu þeir Miami Heat 110-97 og minnkuðu forskot Miami í 3-2 í úrslitaeinvígi austurdeildarinnar. 26.5.2023 07:30
Sunna fyrr heim frá Sviss vegna vanefnda á samningi Markvörðurinn Sunna Guðrún Pétursdóttir hefur ákveðið að snúa heim til Íslands og rifta samningi sínum við svissneska félagið Amicitia Zürich, vegna vanefnda félagsins. 25.5.2023 15:30
Sækja áfram á íslensk mið og fengu Dag Nýliðarnir í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta á næstu leiktíð, í liði Karlskrona, halda áfram að sækja liðsstyrk til Íslands. Nú hefur félagið keypt Dag Sverri Kristjánsson frá ÍR. 25.5.2023 13:27
„Drukkum allt áfengið í Manchester“ Pep Guardiola var nokkuð ánægður með lærisveina sína í Manchester City í gærkvöld, þrátt fyrir 1-1 jafntefli við Brighton, í ljósi þess að þeir hefðu þremur dögum áður „klárað allt áfengið í Manchester-borg“. 25.5.2023 12:30