Íþróttafréttamaður

Sindri Sverrisson

Sindri er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Stutt í ákvörðun Man. Utd um Greenwood

Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Manchester United munu tilkynna ákvörðun sína um framtíð Masons Greenwood áður en ný leiktíð liðsins hefst með leik við Wolves eftir tvær vikur.

Japan valtaði yfir Spán og mætir Noregi

Japan rúllaði með afar sannfærandi hætti yfir Spán, 4-0, í lokaumferð C-riðils HM kvenna í fótbolta. Bæði liðin fara þó áfram í 16-liða úrslitin eins og ljóst var fyrir leik.

Horfði á mörkin sín og komst svo á toppinn

Norska landsliðskonan Sophie Román Haug varð í gær ein af markahæstu leikmönnum HM í fótbolta í Eyjaálfu þegar hún skoraði þrennuna sína í 6-0 sigrinum gegn Filippseyjum, sem kom Noregi áfram í 16-liða úrslit.

Onana æfur út í Maguire í tapinu í Vegas

Manchester United varð að sætta sig við 3-2 tap gegn Dortmund í nótt í síðasta vináttuleik sínum í Bandaríkjunum, á undirbúningstímabilinu fyrir ensku úrvalsdeildina í fótbolta.

„Gæðin í þessum leik ekki upp á marga fiska“

„Viltu ekki bara spyrja mig um leikinn?“ spurði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, og vildi ekkert tjá sig um hvöss orðaskipti á milli þeirra Þórs Sigurðssonar, styrktarþjálfara Stjörnunnar, eftir 1-1 jafntefli liðanna í Bestu deildinni í kvöld.

Sjáðu Orku­mótið: „Ó­metan­legar minningar fyrir þá“

Það er óhætt að lýsa Orkumótinu í Vestmannaeyjum sem ákveðnum hápunkti í fótboltalífi íslenskra stráka. Svava Kristín Gretarsdóttir var á mótinu í ár og gerði því ítarleg skil í nýjasta þætti Sumarmótanna á Stöð 2 Sport.

„Þær eru ógeðslega skipulagðar“

Lið Þórs/KA fékk verðskuldað hrós í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld en liðið situr í 3. sæti Bestu deildarinnar eftir góðan 1-0 útisigur gegn Keflavík í síðasta leik.

Sjá meira