Íþróttafréttamaður

Sindri Sverrisson

Sindri er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sigurður gæti misst af úrslitum vegna óviðeigandi hegðunar

Mál Sigurðar Bragasonar, þjálfara kvennaliðs ÍBV í handbolta, er inni á borði aganefndar HSÍ en hann er sakaður um óviðeigandi hegðun í garð starfsmanns og leikmanna Vals eftir leik liðanna í Vestmannaeyjum um síðustu helgi.

Dæmdur fyrir að drepa kött ráðherra

Ítalski hjólreiðamaðurinn Antonio Tiberi hefur skapað sér miklar óvinsældir í smáríkinu San Marínó eftir að hafa skotið kött ferðamálaráðherra til bana.

Hakimi hafnar ásökunum um nauðgun

Marokkóski fótboltamaðurinn Achraf Hakimi, varnarmaður PSG í Frakklandi, hefur vísað á bug ásökunum um nauðgun. Hann er sagður sæta lögreglurannsókn vegna gruns um að hafa nauðgað konu um síðustu helgi.

Fær yfir fjóra milljarða vegna mynda af slysstað

Vanessa Bryant, ekkja körfuboltamannsins Kobe Bryant, hefur komist að samkomulagi við Los Angeles sýslu um bætur vegna mynda sem fóru í dreifingu, af líkamsleifum Kobe, dóttur þeirra og sjö öðrum eftir þyrluslysið fyrir þremur árum.

Guardiola skaut á United: „Af því að þeir eyddu ekki“

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, baunaði létt á erkifjendur City í Manchester United þegar hann var spurður út í fyrsta titil United í sex ár. Grínaðist hann með að titlaþurrðin væri vegna þess að félagið eyddi svo litlu í leikmannakaup.

Íslendingarnir völdu Messi en ekki þá bestu

Fulltrúar Íslands í vali FIFA á besta knattspyrnufólki ársins 2022 voru sammála um hvaða fólk ætti að vera efst á lista, en tilkynnt var um kjörið í gærkvöld.

Ofurfyrirsæta til starfa hjá FIFA

Brasilíska ofurfyrirsætan Adriana Lima, sem einnig hefur reynt fyrir sér sem leikkona, hefur verið ráðin í nýja stöðu hjá FIFA, alþjóða knattspyrnusambandinu.

Sjá meira