Íþróttafréttamaður

Sindri Sverrisson

Sindri er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Eini leikurinn var í Ís­lands­förinni frægu

Enska knattspyrnusambandið hefur staðfest að Mason Greenwood hafi ákveðið að skipta um landslið og spila fyrir Jamaíku. Eini landsleikur hans fyrir England var því í Íslandsförinni frægu í september 2020.

Sjáðu dauða­færi Orra og mörk Man. Utd og Real Sociedad

Orri Steinn Óskarsson átti heldur betur líflega innkomu í leik Real Sociedad og Manchester United sem í gærkvöld gerðu 1-1 jafntefli í fyrri hluta einvígis síns í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta. Helstu atvik úr leiknum má nú sjá á Vísi.

FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM

Möguleikar Íslands á að komast aftur á HM í fótbolta gætu aukist ef hugmyndir um enn frekari stækkun mótsins ganga eftir. Til greina kemur að fjölga þátttökuþjóðum í 64 fyrir HM 2030.

QPR vildi Þorra en Fram sagði nei

Enska knattspyrnufélagið Queens Park Rangers, sem leikur í næstefstu deild, gerði tilboð í miðvörðinn unga Þorra Stefán Þorbjörnsson í vetur en Fram hafnaði tilboðinu.

Gunnar kveður og Stefán tekur við

Gunnar Magnússon hættir í vor sem þjálfari karlaliðs Aftureldingar í handbolta, eftir fimm leiktíðir í Mosfellsbænum. Við starfi hans tekur núverandi aðstoðarmaður hans, Stefán Árnason.

Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er það 13. besta í öllum heiminum samkvæmt nýjasta styrkleikalista FIFA og hefur aldrei verið ofar.

Sjá meira