Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Ýmsar tillögur liggja fyrir á komandi ársþingi Knattspyrnusambands Íslands sem haldið verður í Reykjavík 22. febrúar. Lagðar eru til breytingar sem snúa að erlendum leikmönnum, leikbönnum og varamönnum, og ein tillaga snýst um sumarfrí fyrir leikmenn. 10.2.2025 10:15
„Fólk má alveg dæma mig“ Tottenham-menn hafa átt afar erfiða daga að undanförnu en stjóri liðsins, Ange Postecoglou, vill að öll gagnrýni beinist að sér en ekki að leikmönnum liðsins. 10.2.2025 09:04
Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Það tók ekki langan tíma fyrir Fram að losna af lista FIFA, alþjóða knattspyrnusambandsins, yfir félög í félagaskiptabanni. Grótta er hins vegar enn í banni. 10.2.2025 08:32
Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Leikmenn Adana Demirspor yfirgáfu völlinn og héldu heimleiðis, samkvæmt skipun, til að mótmæla dómgæslunni í leik gegn Galatasaray í gær í tyrknesku úrvalsdeildinni í fótbolta. 10.2.2025 08:01
Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Það virðist eitt verst geymda leyndarmál handboltans að Viktor Gísli Hallgrímsson gangi í raðir sjálfra Evrópumeistara Barcelona í sumar, og nú er ljóst með hverjum hann mun deila markvarðarstöðunni hjá spænska stórveldinu. 10.2.2025 07:34
Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Hófí Dóra Friðgeirsdóttir, fremsta skíðakona landsins, náði ekki að nýta brunæfingu sína á HM í Austurríki í dag vegna þess að loftpúði sem hún var með innan klæða sprakk snemma í brautinni. 7.2.2025 15:45
Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, segir að Íslendingar hljóti að vilja vera stoltir af ímynd sinni út á við en vallarmál á landinu séu því miður til háborinnar skammar. 7.2.2025 14:17
Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, lætur það ekki trufla sig neitt þó að leikmenn gagnrýni hann fyrir liðsval líkt og Dagný Brynjarsdóttir gerði í viðtali við eina vinsælustu íþróttasíðu heims. Dagný er nú komin í landsliðið að nýju, á eins árs afmælisdegi yngri sonar síns. 7.2.2025 12:02
Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður West Ham og næstmarkahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, er komin inn í landsliðshóp Íslands á nýjan leik. Fyrr í vetur lýsti hún óánægju sinni með að hafa ekki fengið sæti í landsliðinu að nýju, og ekki heyrt í landsliðsþjálfaranum Þorsteini Halldórssyni frá því að hún eignaðist sitt annað barn. 7.2.2025 10:57
Svona var blaðamannafundur KSÍ Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag þar sem hann kynnti nýjasta landsliðshóp sinn. 7.2.2025 10:30