Íþróttafréttamaður

Sindri Sverrisson

Sindri er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hefði blásið upp fjand­skapinn: „Þetta jaðraði við hatur á tíma­bili“

„Ég hefði gert miklu meira úr þessu ef ég hefði verið íþróttafréttamaður á þessum tíma. Ég hefði keyrt þetta upp úr öllu valdi. Reynt að veiða menn miklu meira í einhver komment,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson um afgreiðslu fjölmiðla á rígnum mikla á milli Breiðabliks og Víkings, með þá Óskar og Arnar Gunnlaugsson í aðalhlutverkum.

Mbappé fluttur á sjúkra­hús

Franska knattspyrnustjarnan Kylian Mbappé var flutt á sjúkrahús vegna bráðatilfellis eftir að hafa sýnt einkenni maga- og garnabólgu (e. gastroenteritis).

Tómas stein­lá gegn þeim þýska

Tómas Eiríksson Hjaltested varð að sætta sig við tap í 32 manna úrslitum á Opna breska áhugamannamótinu í golfi í dag.

Sau­tján mörk Elmars ekki nóg gegn Fær­eyjum

Íslenska 21 árs landsliðið í handbolta lék í dag sinn annan leik sinn á heimsmeistaramótinu í Póllandi og varð að sætta sig við jafntefli, 35-35, gegn frændum okkar frá Færeyjum.

Gefa lands­liðs­konum peninga til að koma fjöl­skyldunni á EM

Það er býsna kostnaðarsamt fyrir stuðningsmenn Englands, Íslands og annarra liða að fylgja sínu liði á EM kvenna í fótbolta í ár, þar sem mótið fer fram í sennilega dýrasta landi heims, Sviss. Enska knattspyrnusambandið hefur brugðist við til að styðja við fjölskyldur sinna leikmanna.

Tómas fór illa með Frakkann

Tómas Hjaltested heldur áfram að gera frábæra hluti á Opna breska áhugamannamótinu í golfi en hann sló Frakkann Paul Beauvy út með sannfærandi hætti í dag, í 64 manna úrslitum. Næsti mótherji Tómasar er frá Þýskalandi.

Svona verða stelpurnar okkar klæddar á EM

Þó að aðalmálið sé auðvitað að íslenska landsliðið líti vel út innan vallar, á EM kvenna í fótbolta í næsta mánuði, þá er ljóst að stelpurnar okkar verða einnig glæsilega til fara utan vallar.

Sjá meira