Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Sóttvarnalæknir segir fullyrðingar hagsmunasamtaka um nýtt mótefni gegn RS-veiru vera rangar og efast um áhrif auglýsingar samtakanna. Hún segir að ef árangur af notkun lyfsins verði sambærilegur og í nágrannalöndum muni 300 færri börn þurfa að leita læknisaðstoðar. 16.9.2025 13:11
Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Nýtt samræmt námsmat verður tekið upp í grunnskólum landsins í vetur. Nemendur í sömu árgöngum fá þó ekki allir sömu spurningar og þá geta skólar valið hvaða daga prófin verða tekin. Sérfræðingur hjá Miðstöð menntunar- og skólaþjónustu hefur þó ekki áhyggjur af svindli. 15.9.2025 22:18
Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Áformað er að afnema áminningarskyldu opinbera starfsmanna. Formaður BSRB segir að ef jafna eigi réttindi á milli almenna og opinbera markaðarins þurfi að jafna upp á við en ekki skerða réttindi eins hóps. 12.9.2025 20:02
Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Í annað sinn á rúmum mánuði þurfa íbúar Stöðvarfjarðar að sjóða neysluvatn eftir að E Coli sýking kom upp. Íbúi á svæðinu segir bresti í upplýsingagjöf sveitarfélagsins og að traustið gagnvart vatnsbólinu sé lítið. 12.9.2025 13:31
Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Símanotkun við akstur minnkaði umtalsvert á síðasta ári í kjölfar herferðarinnar Ekki taka skjáhættuna. Kostnaður vegna umferðaslysa sem tengd eru símanotkun hleypur á milljörðum árlega en deildarstjóri Samgöngustofu segir vandamálið með þeim stærri í umferðinni í dag. 11.9.2025 21:03
„Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Miðar á tónleika Laufeyjar Lín í Kórnum 14. mars næstkomandi seldust upp í forsölu en almenn miðasala átti að hefjast á morgun. Tónleikahaldari segir eftirspurnina jafnast á við stærstu listamenn heims en búið er að bæta við aukatónleikum daginn eftir. 11.9.2025 12:13
Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Íslenskur akstursíþróttamaður sem er á leið á heimsmeistaramótið í drifti í Lettlandi segir íþróttina stækka á hverju ári hér á landi. Markmið hans á mótinu sé að sýna að Íslendingar í sportinu séu til. 10.9.2025 08:57
Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Grindvíkingar gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi í sveitarstjórnarkosningum í vor þrátt fyrir að hafa flutt lögheimili sitt annað. Stjórnmálafræðingur segir að mögulegar lagabreytingar yrðu að vera skýrar en skiptar skoðanir eru um málið í Grindavík. 3.9.2025 20:58
Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Bæjarstjóri Norðurþings segist halda í vonina að starfsemi PCC á Bakka leggist ekki af fyrir fullt og allt. Hún vonast til að stjórnvöld bregðist við með einhverjum hætti og að uppsagnirnar leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu. 2.9.2025 23:00
„Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Nemendur í Garðaskóla fá að sofa lengur á mánudögum en fyrsta kennslustund mun ekki hefjast fyrr en korter í tíu á mánudögum í vetur. Nemendur eru ánægðir með breytinguna og skólastjórinn segir það verkefni heimilanna að sjá til þess að þessi aukatími nýtist í raun og veru í svefn. 2.9.2025 14:03