Svona fer peningaþvætti fram Fjármögnun á lúxuslífstíl, kaup á gjaldeyri og fasteignum, lánagerningar og svokallaðar sýndareignir eru meðal algengustu leiða skipulagðra brotahópa til peningaþvættis. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra um skipulagða brotastarfsemi á Íslandi. 17.11.2025 19:17
Hættir sem ráðuneytisstjóri Haukur Guðmundsson, ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytisins, hefur lokið störfum sem ráðuneytisstjóri og flyst í annað starf innan ráðuneytisins. Bryndís Helgadóttir var sett í starf ráðuneytisstjóra í dag. 17.11.2025 18:41
Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Úkraínuher olli rafmagns- og heitavatnsleysi á fjölda heimila með drónaárásum á tvær rússneskar borgir nærri landamærum Úkraínu og Rússlands síðastliðinn sólarhring. Herir beggja landanna hafa skotið að orkuinnviðum á víxl nærri daglega að undanförnu. 9.11.2025 17:18
Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Unnar Stefán Sigurðsson, skólastjóri í Háaleitisskóla í Reykjanesbæ, vill leiða lista Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnarkosningunum í maí. Hann greinir frá þessu í samfélagsmiðlafærslu. 9.11.2025 16:04
Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Bretar hafa orðið við aðstoðarbeiðni Belga eftir að drónar flugu inn í landhelgi Belgíu fyrr í vikunni. Sérfræðingar og búnaður frá breska flughernum eru á leið til landsins. 9.11.2025 15:03
Sópa til sín verðlaunum um heim allan Sænsk-íslenska stuttmyndin O (Hringur) hlaut verðlaun á 33. Alter-native kvikmyndahátíðinni í Rúmeníu um helgina. Um er að ræða nítjándu verðlaunin sem myndin hlýtur á alþjóðlegri kvikmyndahátíð. 9.11.2025 13:49
Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Þingflokksformaður Miðflokksins segir mörg dæmi um að opinberar stofnanir fari of frjálslega með opinbert fé. Hún kallar eftir því að dómsmálaráðherra leiði mál ríkislögreglustjóra til lykta út frá lögum en ekki almenningsáliti. 9.11.2025 13:15
Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Meira en níu hundruð þúsund Filippseyingar hafa rýmt heimili sín vegna ofurfellibylsins Fung-wong sem herjar á eyjaklasann. 9.11.2025 10:08
Hvassir vindstrengir með suðausturströndinni Víðáttumikil lægð suðvestur í hafi og hæð yfir Grænlandi stýra veðrinu í dag með ákveðinni austan- og norðaustanátt og hvössum vindstrengjum með suðausturströndinni. Dálítil rigning eða slydda, en þó yfirleitt þurrt á Norðvestur- og Vesturlandi. 9.11.2025 09:34
Aflýsa yfir þúsund flugferðum Meira en þúsund flugferðum til, frá og innan Bandaríkjanna var aflýst í dag. Ríkisstofnunum þar í landi hefur verið lokað frá upphafi októbermánaðar og er rask á flugi undanfarna daga afleiðing þess. 8.11.2025 23:58