
Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum
Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands bindur vonir við að Emmanuel Macron Frakklandsforseti samþykki tillögu hans að aðgerðaráætlun milli ríkjanna í innflytjendamálum. Áætlunin snýr einkum að innflytjendum sem sigla milli landanna á litlum bátum.