ESB skammar Shein: Falskir afslættir og villandi upplýsingar Neytendayfirvöld í Evrópu og Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafa hafa tilkynnt kínverska netverslunarrisanum Shein að hann brjóti í bága við fjölmörg neytendaverndarlög sambandsins. Stofnunin beinir því til Shein að aðlaga viðskiptahætti sína að löggjöf ESB. 29.5.2025 10:13
Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Suðurlands yfir Bergvini Oddssyni, fyrrverandi formanni Blindrafélags Íslands, fyrir kynferðislega áreitni gegn þremur konum á veitingastað og hosteli í Vestmannaeyjum. 29.5.2025 09:32
Dómstóll ógilti tollahækkanir Trump Dómstóll í Bandaríkjunum hefur komist að þeirri niðurstöðu að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi farið út fyrir valdheimildir sínar þegar hann fyrirskipaði tollahækkanir á fjölmörg ríki fyrr á árinu í skjóli laga um neyðarvald. 29.5.2025 08:49
Skin og skúrir í dag Í dag, uppstigningardag, er spáð svipuðu veðri og var í gær. Fremur hægri breytilegri átt með skúrum nokkuð víða, sérstaklega síðdegis en þá geta orðið nokkuð öflugar dembur sums staðar inn til landsins. 29.5.2025 07:50
Fjórtán ára á rúntinum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði fjórtán ára barn sem ók um í Reykjavík í nótt, eðli málsins samkvæmt án ökuréttinda. 29.5.2025 07:33
Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Lík fimm skíðamanna fundust nærri skíðasvæðinu í Zermatt í svissnesku Ölpunum í dag. Skíðasvæðið er vinsælt meðal ferðamanna. 25.5.2025 14:49
Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Niðurstöðu dómsmálaráðherra í máli Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara má vænta á næstu dögum. Ráðherra greindi frá þessu á Sprengisandi í morgun. 25.5.2025 13:42
Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Dómsmálaráðherra sakar Úlfar Lúðvíksson um að hengja bakara fyrir smið með því að saka ríkislögreglustjóra og ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytisins um að hafa brugðist skyldum sínum og með því kalla eftir afsögn þeirra. Ráðherra segir stjórnmálamenn bera alla ábyrgð á stöðunni á landamærum Íslands. 25.5.2025 12:12
Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Minnst tólf létust, þar af þrjú börn, og fjöldi særðist í loftárásum Rússlandshers víða um Úkraínu í nótt. Árásirnar voru þær umfangsmestu frá upphafi stríðs. 25.5.2025 09:42
Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sprengisandur er á sínum stað klukkan tíu þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti. 25.5.2025 09:32