Fréttamaður

Sólrún Dögg Jósefsdóttir

Sólrún er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Leggur viðskiptaþvinganir á rúss­neska olíurisa

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað þungar refsiaðgerðir á hendur tveimur stærstu olíurisum Rússlands. Hann sakar Rússlandsstjórn um ónóga viðleitni til að koma á friðarsamkomulagi vegna stríðsins í Úkraínu.

Hafa drepið 34 í á­rásum á meinta smyglara

Bandaríkjaher felldi tvo í loftárás á bát með meinta fíkniefnasmyglara innanborðs á alþjóðlegu hafsvæði Kyrrahafinu í gærkvöldi. Árásin er sú áttunda sem herinn gerir á rúmum mánuði í herferð Bandaríkjastjórnar gegn fíkniefnasmygli en sú fyrsta þar sem skotum er beint að bát á Kyrrahafinu.

Mynda­vélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið

Öryggismyndavélar sem vakta áttu svalirnar þar sem skartgripir Napóleons Bonaparte voru til sýnis á Louvre-safninu sneru í ranga átt þegar þjófar létu greipar sópa á sunnudag og hlupu á brott með gripina. 

Við­gerð muni taka ein­hverja mánuði

Forstjóri Norðuráls segir mikið tjón blasa við eftir að starfsemi fyrirtækisins var stöðvuð í stórum hluta álversins á Grundartanga í gær. Hann segir einhverja mánuði þar til starfsemi verði komin í eðlilegt horf á ný. 

Meintur brennu­vargur í haldi lög­reglu

Einn er í haldi lögreglunnar á Suðurlandi vegna gruns um íkveikju í fjölbýlishúsi við Fossveg á Selfossi í dag. Eldur kom upp í sama fjölbýlishúsi þrisvar sinnum í síðasta mánuði og lögregla rannsakar hvort um einn og sama brennuvarg ræði í öllum fjórum málunum.

Nor­rænir bankar skoði hvort breyta þurfi skil­málum vegna dómsins

Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu segir of snemmt að segja til um hvaða áhrif nýuppkveðinn dómur í vaxtamálinu muni hafa fyrir fjármálakerfið. Hún segir nágrannalönd fylgjast grannt með málinu og banka á Norðurlöndum skoði hvort þeir þurfi að uppfæra skilmála í lánasamningum sínum í takt við regluverk. 

Segir ó­virðingu að kalla Ljósið „sam­tök úti í bæ“

Fyrrverandi heilbrigðisráðherra og formaður Vinstri grænna segir ummæli forsætisráðherra um að Ljósið séu samtök úti í bæ óvirðingu. Hún segist sammála ráðherra um að framlög til samtakanna ættu að ráðast í gegnum langtímasamninga frekar en í fjárlögum en hefur áhyggjur af lækkun framlaga til þjónustu sem sé krabbameinsgreindum nauðsynleg. 

Sjá meira