Nær öllu flugi aflýst vegna óveðursins Nær öllum flugferðum frá Keflavíkurflugvelli í nótt og fram að hádegi á morgun hefur verið aflýst. Þá hefur einhverjum flugferðum verið frestað. Gul viðvörum tekur gildi á Suðurlandi og Faxaflóa klukkan tíu í kvöld og mun standa yfir í tæpan sólarhring. 18.10.2023 18:57
Fyrsta símtal Bjarna í embætti til Úkraínu Fyrsta símtal Bjarna Benediktssonar í embætti utanríkisráðherra var til Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu. 18.10.2023 18:39
Icelandair gert að greiða farþega skaðabætur vegna yfirbókunar Icelandair var gert að greiða farþega skaðabætur upp á tæplega 37 þúsund krónur samkvæmt nýlegum úrskurði Samgöngustofu vegna þess að félagið hafði neitað honum um far, sem hann hafði þegar bókað, á brottfarardegi. 18.10.2023 17:54
„Nauðungarvistunin er mesta ofbeldi sem ég hef upplifað“ Elín Atim, klæðskeri og starfandi jafningi á geðdeild segir að í nauðungarvistun á bráðageðdeild hafi ekki verið í boði að vera mennsk. Hún hafi örsjaldan fengið að fara út að hreyfa sig og rödd hennar verið tekin af henni. 18.10.2023 09:01
Greta Thunberg handtekin á mótmælum í Lundúnum Sænski loftslagsaðgerðarsinninn Greta Thunberg var handtekinn í Lundúnum í dag þegar hún og aðrir aðgerðarsinnar mótmæltu fyrir utan ráðstefnu eldsneytisfyrirtækja. 18.10.2023 00:03
Ömurlegt að húsnæðiskreppan orsaki andlát Formaður Eflingar segir að andlát sem orðið hafa í kjölfar bruna í iðnaðarhúsnæði síðustu ár vera vegna þess að pólitísk valdastétt grípi ekki inn í. Hún segir að setja þurfi verulegar hömlur við AirBNB og ráðast í stórtæka uppbyggingu á ódýru húsnæði til að koma í veg fyrir að fleiri látist í eldsvoðum í ósamþykktu húsnæði 17.10.2023 19:55
Harmar að mannskæðir brunar eigi sér stað reglulega Samkvæmt frumvarpi sem innviðaráðherra kveðst leggja fram í nóvember verður hægt að veita tímabundna heimild til þess að búa í húsnæði sem ekki er skráð sem íbúðarhúsnæði standist það öryggismat. Þá gefst slökkviliði heimild til aukins eftirlits með slíku húsnæði en hingað til hefur það reynst þeim erfitt vegna laga um friðhelgi einkalífs. 17.10.2023 18:27
Vaktin: Fimm hundruð sagðir látnir eftir loftárás á spítala Á fimmta hundrað eru látin eftir loftárás á spítala á Gasaströndinni síðdegis í dag. 17.10.2023 18:07
Fjöldi brimbrettaiðkenda mótmælti landfyllingum Félagar í Brimbrettafélagi Íslands mótmæltu í dag landfyllingarframkvæmdum í höfninni í Þorlákshöfn sem hófust í morgun. Bæjarfulltrúi segir framkvæmdirnar ólölegar og lítur málið alvarlegum augum. 8.10.2023 23:12
Utanríkisráðherra sendir flugvél til Ísrael fyrir íslenska strandaglópa Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur ákveðið að senda farþegaflugvél á vegum íslenska ríkisins til Ísraels í þeim tilgangi að ferja 120 Íslendinga aftur heim. 8.10.2023 15:32