Fréttamaður

Svava Marín Óskarsdóttir

Svava Marín er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Góm­sætar og grænar upp­skriftir

Veganúar hófst formlega í gærkvöldi í tíunda sinn. Samtök grænkera standa fyrir átakinu sem varir allan janúarmánuð með því markmiði að vekja fólk til umhugsunar um áhrif neyslu dýraafurða og kynna kosti grænkerafæðis fyrir heilsu, umhverfi og dýravernd.

Egill og Íris Freyja eiga von á barni

Íris Freyja Salguero fyrirsæta og Egill Halldórsson, eigandi Górilla vöruhúss og Wake up Reykjavík, eiga von á sínu fyrsta barni. Parið greindi frá gleðitíðindunum í sameiginlegri færslu á Instagram.

Þýskur sirkus engin fyrir­staða fyrir Rúrik

Rúrik Gíslason, fyrrverandi knattspyrnumaður og meðlimur strákabandsins Ice-Guys, stóð uppi sem sigurvegari í fyrstu þáttaröð þýska raunveruleikaþáttarins, Stars in der Manege, í gærkvöldi. Þættirnir gerast í sirkus. Greint er frá árangri Rúriks í þýskum miðlum.

Theo­dóra Mjöll fann ástina og er ó­létt

Theodóra Mjöll Skúladóttir, hárgreiðslukona og vöruhönnuður, hefur fundið ástina í örmum Þórs Steinars Ólafs knattspyrnuþjálfara. Parið á auk þess von á sínu fyrsta barni saman á sumarmánuðum.

Rússíbanareið sem fylgir því að eignast þrí­bura

Árið 2023 var ár þríbura hér á landi, þá fæddust þrennir þríburar á Landspítalanum á einni viku. Nokkurs konar heimsmet hjá smáþjóð að mati sérfræðinga. Þríburafæðingar á Íslandi eru sjaldgæfar en samkvæmt tölum frá Hagstofunni hafa 57 þríburafæðingar átt sér stað síðustu 33 ár af 143 þúsund fæðingum alls.

Sjá meira