Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Í kvöld verður ný fegurðardrottning krýnd Ungfrú Ísland. Keppnin fer fram í Gamla bíói og verður í beinu streymi á Vísi og Stöð 2 Vísi. Útsending hefst klukkan 20:00. 3.4.2025 11:01
Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Arnhildur Anna Árnadóttir kraftlyftingakona og kærasti hennar, Alfreð Már Hjaltalín, fyrrverandi knattspyrnumaður og heilsunuddari, hafa sett fallega íbúð við Valshlíð í Reykjavík á sölu. Ásett verð er 94, 9 milljónir. 3.4.2025 09:08
Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Hjónin, Þorsteinn V. Einarsson kynjafræðingur og Hulda Jóns Tölgyes sálfræðingur, hafa sett glæsilega og mikið endurnýjaða íbúð við Drápuhlíð í Reykjavík á sölu. Ásett verð er 98 milljónir. 2.4.2025 17:02
Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Katrín Tanja Davíðsdóttir, tvöfaldur heimsmeistari í Crossfit, og unnusti hennar, Brooks Laich fyrrverandi hokkíleikmaður, syrgja ferfætlinginn Theo sem lést skyndilega þann 4. mars síðastliðinn. Katrín Tanja greinir frá tíðindunum í færslu á Instagram. 2.4.2025 14:54
Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Páll Óskar Hjálmtýsson, söngvari, og eiginmaður hans, Edgar Antonio Lucena Angarita, fögnuðu eins árs brúðkaupsafmæli sínu þann 27. mars síðastliðinn. Í tilefni dagsins ákváðu þeir að fá sér húðflúr á baugfingur í stað þess að bera hefðbundna hringa. 2.4.2025 10:34
Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Það var margt um manninn í Smárabíói síðastliðið fimmtudagskvöld þegar finnska rómantíska gamanmyndin Fimmtudagurinn langi var frumsýnd. Mika Kaurismaki, leikstjóri myndarinnar, lét sig ekki vanta og var viðstaddur frumsýninguna. 2.4.2025 09:02
Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Bandaríska leikkonan Jennifer Lawrence og eiginmaður hennar Cooke Maroney eignuðust sitt annað barn saman nýverið. Enn er ekki vitað um fæðingardag, kyn né nafn barnsins. 1.4.2025 15:38
Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Prúðbúnir listunnendur fjölmenntu í Borgarleikhúsinu í vikunni þegar nýjasta verk Íslenska dansflokksins, Hringir Orfeusar og annað slúður, var frumsýnt. Auk frumsýningarinnar tók Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, nýskipaður listdansstjóri, formlega við embætti af Ernu Ómarsdóttur sem er jafnframt höfundur verksins. 1.4.2025 13:21
Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Svana Lovísa Kristjánsdóttir, vöruhönnuður og áhrifavaldur, býr ásamt manni sínum, Andrési Andréssyni og börnum þeirra tveimur á fallegu heimili í hjarta Hafnarfjarðar sem hefur verið innréttað af mikilli smekkvísi. 31.3.2025 15:43
Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Viðburðarík vika er nú að baki þar sem Edduverðlunin, árshátíðir stórfyrirtækja og önnur veisluhöld vöktu athygli. Íslendingar eru þó alltaf á faraldsfæti og var fólk ýmist að sleikja sólina við sundlaugarbakkann eða spóka sig um evrópskar stórborgir. 31.3.2025 10:48