

Þórður Gunnarsson
Nýjustu greinar eftir höfund

Sterkur Bandaríkjadalur setur þrýsting á afurðaverð til Evrópu
Minnkandi kaupmáttur í Evrópu samfara styrkingu Bandaríkjadalsins hefur haft nokkur áhrif á markaði fyrir sjávarafurðir, að sögn viðmælenda Innherja. Vöruútflutningur Íslands í Bandaríkjadal er töluvert veigameiri en í evrum, þrátt fyrir að stór hluti kaupenda sé staðsettur í Evrópu.

AGS: Verðbólga á heimsvísu nálgast hæsta gildi
Verðbólga á heimsvísu mun ná hámarki síðar á þessu ári í 8,8 prósentum og síðan lækka til baka á næsta ári og mælast þá að meðaltali um 6,5 prósent. Verðlagshækkanir verða hins vegar þrálátari og langdregnari en áður var talið.

Framkvæmdastjóri ON: Aukin raforkuframleiðsla ekki á teikniborðinu
Orka náttúrunnar (ON) hefur ekki í hyggju að byggja upp nýjar jarðvarmavirkjanir eða auka raforkuframleiðslu sína. Fjárfestingar í virkjunum ON munu fyrst og fremst miða að því að viðhalda núverandi orkuframleiðslu. Þetta segir Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækisins.

Icelandair og ISAVIA leggjast gegn álagningu varaflugvallagjalds
Ef íslenskir flugrekendur sem gera út frá Keflavíkurflugvelli þurfa að sæta gjaldtöku vegna uppbyggingar varaflugvalla dregur úr samkeppnishæfni íslenskra flugfélaga sem bjóða upp á flug yfir Atlantshafið.

Kim Kardashian nær sáttum við fjármálaeftirlit Bandaríkjanna
Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian hefur náð sáttum við bandaríska fjármálaeftirlitið (SEC) vegna auglýsinga á samfélagsmiðlum hennar um fjárfestingar í rafmyntaafurðum. SEC féll frá ákæru eftir að Kardashian náði samkomulagi um greiðslu upp á 1,26 milljónir dollara, eða sem nemur ríflega 180 milljónum króna.

Dregið úr álframleiðslu í Noregi
Norski álframleiðandinn Norsk Hydro mun draga úr álframleiðslu í það minnsta tímabundið vegna minnkandi eftirspurnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.

Forstjóri Brims kallar eftir nýrri aðferðafræði við útreikninga á kvótaþaki
Forsendur fyrir útreikningi á samanlögðum aflheimildum einstakra sjávarútvegsfyrirtækja eru óskilvirkar vegna þess forsendur þorskígildisstuðla eru rangar og hafa verið í langan tíma. Þetta er mat Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra Brims.

Peningaprentun fór úr böndunum í heimsfaraldri
Erfið staða efnahagsmála í Evrópu er ekki eingöngu vegna orkuskorts heldur einna helst afleiðing mikillar peningaprentunar bæði í Evrópu og Bandaríkjunum frá vormánuðum 2020. Þetta er mat Lars Christensen, hagfræðings.

Spá mesta hagvexti síðustu fimmtán ára
Hagvöxtur á Íslandi verður 7,3 prósent á árinu 2022 ef marka má spá greiningardeildar Íslandsbanka sem kynnt verður síðar í dag. Svo mikill hagvöxtur hefur ekki verið hér á landi í fimmtán ár.

Fjárfesta þurfi fyrir 584 milljarða evra í raforkukerfi Evrópu
Svo meginland Evrópu geti staðið á eigin fótum í orkumálum og þurfi ekki að kaupa jarðgas af Rússum þarf að fjárfesta um 584 milljörðum evra í í flutnings- og dreifikerfi raforku. Þetta eru frumniðurstöður rannsóknar sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur látið vinna.