Hvalur segir enga lagastoð fyrir reglugerð Svandísar Hvalur hf. telur ljóst að fyrirhuguð reglugerðarbreyting Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra, sem skyldar áhafnir að tilnefna dýravelferðarfulltrúa til að hafa eftirlit með hvalveiðum, skorti lagastoð og rúmist ekki innan meðalhófsreglu stjórnsýslulaga. Þetta kemur fram í umsögn hvalveiðifélagsins. 25.7.2022 14:15
Gavia Invest stærsti hluthafi Sýnar eftir kaup á hlut Heiðars Gavia Invest, fjárfestingafélag sem er að hluta til í eigu Reynis Grétarssonar, er orðið stærsti hluthafi fjarskipta- og fjölmiðlunarfyrirtækisins Sýnar með 14,95 prósenta hlut eftir kaup á eignarhlut Heiðars Guðjónssonar um helgina Þetta kemur fram í flöggun til Kauphallarinnar. 25.7.2022 10:17
Salan á Mílu eykur fjárfestingar og lækkar verð, segir leiðandi ráðgjafi Analysys Mason, virt ráðgjafastofa á sviði fjarskipta sem hefur fleiri hundruð ráðgjafa á sínum snærum, telur að salan á Mílu muni stuðla að aukinni fjárfestingu í innlendum fjarskiptainnviðum og lægra verði á fjarskiptaþjónustu. Þetta kemur fram í greiningu sem ráðgjafastofan útbjó að beiðni Ardian. 22.7.2022 12:54
Óljóst hvernig SÍ vill taka á umsvifum lífeyrissjóða á lánamarkaði Æðstu stjórnendur Seðlabanka Íslands hafa síðustu misserum kallað eftir því að regluverkinu í kringum lífeyrissjóði verði breytt í samræmi við aukin umsvif sjóðanna á húsnæðislánamarkaði og hefur jafnvel komið fram í máli seðlabankastjóra að honum hugnist ekki þátttaka lífeyrissjóða á markaðinum. En þrátt fyrir að stjórnendur bankans hafi haft uppi stór orð um auknar kröfur gagnvart lífeyrissjóðum er ekki ljóst hvernig þeir vilja taka á lánastarfsemi sjóðanna nú þegar hlutdeild þeirra á markaðinum fer aftur vaxandi. 20.7.2022 13:20
Ný gerð af framtakssjóði tryggir sér 1,5 milljarða króna Leitar Capital Partners, nýtt félag sem mun leggja áherslu á að fjárfesta í ungu og öflugu fólki og styðja það við að finna fyrirtæki til að kaupa og reka, hefur gengið frá 1,5 milljarða fjármögnun á fyrsta fjárfestingarsjóði félagsins. Sjóðurinn mun einblína á fjárfestingar í svokölluðum leitarsjóðum (e. Search Funds). 19.7.2022 14:44
SA lastar áform um aukið flækjustig fyrir erlenda fjárfesta Samtök atvinnulífsins, öll aðildarsamtök þeirra og Viðskiptaráð Íslands gera alvarlegar athugasemdir við áform um lagasetningu sem eru til þess fallin, að mati samtakanna, að fæla erlenda fjárfesta frá Íslandi og gera erlenda fjárfestingu að „pólitísku bitbeini“. 18.7.2022 13:14
Gæfulegt að SÍ hafi ekki beitt sér af meiri krafti á skuldabréfamarkaði Íslenskt efnahagslíf, sér í lagi verðbréfamarkaðurinn, má þakka fyrir að Seðlabanki Íslands nýtti ekki heimild sína til magnbundinnar íhlutunar í meiri mæli. Þetta segir Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka, í samtali við Innherja. 16.7.2022 11:24
Stjórnum ber ekki að lýsa starfslokum forstjóra í smáatriðum Stjórnum skráðra fyrirtækja ber ekki að hafa samráð við hluthafa um starfslok forstjóra né að rekja í smáatriðum hvernig staðið var að starfslokunum. Þetta segir Helga Hlín Hákonardóttir, meðeigandi hjá ráðgjafafyrirtækinu Strategíu, sem hefur um árabil veitt stjórnum, fjárfestum og hinu opinbera ráðgjöf á sviði lögfræði og stjórnhátta. 15.7.2022 13:01
Gildi kaus gegn því að stokka upp í stjórn Festar Gildi lífeyrissjóður, annars stærsti hluthafi Festar, kaus með óbreyttri stjórn á hluthafafundi smásölufélagsins sem var haldinn fyrr í dag. Þetta kemur fram á heimasíðu Gildis þar sem sjóðurinn greinir frá því að hann hafi greitt öllum sitjandi stjórnarmönnum atkvæði í margfeldiskosningunni sem var viðhöfð á fundinum. 14.7.2022 19:29
SÍ situr á 20 milljarða króna skuldabréfasafni eftir magnbundna íhlutun Seðlabankinn hefur keypt ríkisskuldabréf fyrir um 22,6 milljarða króna frá því að peningastefnunefnd samþykkti heimild bankans til magnbundinnar íhlutunar í byrjun kórónukreppunnar. Þetta kemur fram í svari bankans við fyrirspurn Innherja um umfang skuldabréfakaupa bankans. 14.7.2022 13:49