Svona var hundraðasti upplýsingafundur almannavarna Boðað hefur verið til upplýsingafundar í dag vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta er hundraðasti fundurinn sem almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa haldið frá því í lok febrúar. 10.8.2020 13:15
„Yfirvöld eru ekki að fara að sigra þessa veiru, það erum við sjálf“ Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að ljóst sé að eigendur þeirra tveggja veitingastaða sem lögregla hafði afskipti af í gær hafi ekkert gert til þess að tryggja sóttvarnarráðstafanir á veitingastöðunum. 10.8.2020 09:11
Hrósaði UMFÍ fyrir „mjög ábyrga en erfiða ákvörðun“ Framkvæmdanefnd Ungmennafélags Íslands hefur ákveðið að fresta unglingalandsmóti sínu sem halda átti undir lok mánaðarins. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hrósar Ungmennafélaginu mjög fyrir að hafa tekið þessa ákvörðun. 9.7.2020 15:20
Mun líklega mæla með því að skemmti- og veitingastaðir fái að hafa opið lengur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur líklegt að hann muni áfram mæla með 500 manna hámarksfjölda á fjöldasamkomum út ágústmánuð. Hins vegar er til skoðunar að rýmka opnunartíma veitinga- og skemmtistaða fyrir næstu mánaðamót. 9.7.2020 14:28
Með 573 þúsund krónur á mánuði að meðaltali Heildartekjur einstaklinga á Íslandi voru um 6,9 milljónir króna að meðaltali árið 2019 eða að jafnaði 573 þúsund krónur á mánuði að því er fram kemur í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. 9.7.2020 09:58
Ætla að skima fimm hundruð farþega Norrænu áður en til hafnar er komið Von er á Norrænu til Seyðisfjarðar á morgun með um 750 farþega. Tíu manna sýnatökuteymi er komið til Færeyja með það að markmiði að ljúka skimun áður en til hafnar er komið á Seyðisfirði. 8.7.2020 15:30
Of langt gengið í hagræðingarkröfum Icelandair að mati félagsmanna Félagsmenn Flugfreyjufélagsins ekki til í hagræðingarkröfur Icelandair að sögn sitjandi formanns. 8.7.2020 13:36
Lýsir undrun og furðu eftir að hafa sótt um lækkun en fengið hækkun Jón Gunnar Benjamínsson, eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Iceland Unlimited, telur að vinnubrögð Ferðamálastofu við útreikninga á upphæð tryggingar sem fyrirtæki hans þarf að reiða af hendi séu bæði „forkastanleg“ og „fáránleg“. 8.7.2020 11:47
Þungir dómar í Hvalfjarðargangamálinu Jaroslava Davidsson, ekkja Ásgeirs Davíðssonar - Geira á Goldfinger, hefur verið dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir aðild sína að Hvalfjarðargangamálinu svokallaða. Fimm aðrir sakborningar í málinu fá þriggja til fjögurra ára fangelsisdóma. 8.7.2020 10:12
Forseti Brasilíu með kórónuveiruna Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur greinst með kórónuveiruna. 7.7.2020 15:33