Íþróttafréttamaður

Valur Páll Eiríksson

Valur Páll er íþróttafréttamaður á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Þurfti að leita til tann­læknis eftir vænan oln­boga

Sigurður Pétursson, leikmaður Keflavíkur í Bónus deild karla í körfubolta, þurfti að leita á náðir neyðarþjónustu tannlækna eftir leik liðsins við Álftanes í Forsetahöllinni á fimmtudagskvöldið. Hann var illa útleikinn eftir að hafa fengið olnboga á kjammann.

Ratcliffe um Ten Hag: „Ekki mín á­kvörðun“

Íslandsvinurinn Sir Jim Ratcliffe, meirihlutaeigandi Manchester United, segir framtíð Erik ten Hag, þjálfara liðsins, ekki vera í sínum höndum. Hann vill ekki segja til um hvort hann styðji við bak Hollendingsins.

„Þá er ég mjög heimskur þjálfari“

Liverpool á fyrir höndum enn einn hádegisleik liðsins í ensku úrvalsdeildinni er það sækir Crystal Palace heim á Selhurst Park á morgun. Jurgen Klopp kvartaði gjarnan undan því við fjölmiðla en eftirmaður hans í starfi nálgast það öðruvísi.

Júlíus bætist við landsliðshópinn

Júlíus Magnússon, leikmaður Fredrikstad í Noregi, hefur verið kallaður inn í landsliðshóp Íslands fyrir komandi leiki í Þjóðadeildinni. Enginn víkur fyrir honum í hópnum.

„Fannst við spila full­kominn fyrri hálf­leik“

„Þetta er bara svekkjandi. Við vitum í svona leikjum þá er refsað fyrir öll mistök, ekki bara einstaklingsmistök heldur líka taktísk. Það gerðist fjórum sinnum í dag og þetta er mjög svekkjandi,“ segir Gísli Gottskálk Þórðarson eftir 4-0 tap Víkings ytra fyrir Omonoia í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í kvöld.

Tap­sár Jordan lögsækir NASCAR

Michael Jordan hefur lögsótt bandarísku aksturskeppnina NASCAR eftir langvinnar deilur. Lögsóknin er sögð geta haft sögulegar afleiðingar, og breytingar í för með sér.

Finnur Freyr í bann fyrir lætin í Kefla­vík

Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, hefur verið dæmdur í eins leiks bann vegna framkomu hans í leik liðs hans við Keflavík í Meistarakeppni KKÍ síðustu helgi. Hann missir af leik Vals við Stjörnuna annað kvöld.

Sjá meira