Riddaraskjöldur Guðna afhjúpaður Riddaraskjöldur Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, var afhjúpaður við hátíðalega athöfn í Riddarakapellu Friðriksborgarhallar í Kaupmannahöfn síðastliðinn mánudag. Guðni var sæmdur riddaraorðu fílareglunnar árið 2017. 15.9.2022 16:46
Ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að þríhöfuðkúpubrjóta vinnufélaga sinn Karlmaður hefur verið ákærður fyrir tvær tilraunir til manndráps 17. júní síðastliðinn, með því að hafa slegið tvo vinnufélaga sína með hamri. Annar þeirra þríhöfuðkúpubrotnaði. 15.9.2022 15:47
Smitten fær fjármagn upp á 1,4 milljarða Íslenska stefnumótaforritið Smitten hefur tryggt sér rúmlega 1.400 milljónir króna í fjárfestingu til að halda áfram þróun forritsins. Smitten er vinsælasta stefnumótaforritið á Íslandi. 15.9.2022 11:00
Minningarathöfn um Elísabetu í Hallgrímskirkju á sunnudag Minningarathöfn um Elísabetu II Bretlandsdrottningu, sem lést í síðustu viku, verður haldin næstkomandi sunnudagskvöld í Hallgrímskirkju. 15.9.2022 10:29
Opnuðu Hlöllastað í kyrrþey og koma upp mathöll við Smáralind Hlöllabátar hafa opnað útibú í Öskjuhlíð við Bústaðaveg, í húsi sem staðið hefur autt um nokkra hríð. Framkvæmdastjóri Hlöllabáta ehf. segir ekki hafa farið mikið fyrir opnuninni í maí, en nú sé rekstur staðarins að komast á mikið skrið. Þá stefnir félagið að opnun lítillar Mathallar við Smáralind. 14.9.2022 07:01
Síðasta nótt drottningarinnar í Buckingham-höll Kista Elísabetar II Englandsdrottningar er komin í Buckingham-höll, þar sem hún verður þar til á morgun. Börn drottningarinnar og barnabörn tóku á móti henni í höllinni, sem var heimili hennar frá því hún tók við embætti og til ársins 2020. 13.9.2022 23:31
Málið sé yfirgripsmeira en nokkur bjóst við Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir stjórn flokksins harmi slegna og sorgmædda vegna frásagna kvenna innan flokksins sem lýst hafa lítilsvirðandi framkomu í sinn garð og í sumum tilfellum kynferðislegri áreitni. Mennirnir sem ásakanirnar beinast að ætla að fara fram á lögreglurannsókn á málinu. Inga fagnar því, og segir málið afar yfirgripsmikið. 13.9.2022 22:05
Halla nýr forstjóri Sóltúns heilbrigðisþjónustu Halla Thoroddsen er nýr forstjóri Sóltúns heilbrigðisþjónustu ehf. (SH). Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Sóltúns. 13.9.2022 20:44
Ökumaðurinn ekki undir áhrifum þegar bíllinn hafnaði á lóð leikskólans Ökumaður bílsins sem hafnaði inni á lóð leikskólans Fífusala var ekki undir áhrifum áfengis eða vímuefna þegar bíllinn fór inn á lóðina, heldur komu upp veikindi hjá honum. Þetta segir Erla Stefanía Magnúsdóttir, leikskólastjóri Fífusala. 13.9.2022 19:07
Vísbendingar um heimatilbúnar sprengjur á Selfossi Lögreglan á Suðurlandi segir að undanfarna daga hafi embættinu borist tilkynningar um sprengingar á Selfossi. Leifar af sprengibúnaði beri þess merki að um heimatilbúnar sprengjur sé að ræða. 13.9.2022 18:17