Vésteinn Örn Pétursson

Nýjustu greinar eftir höfund

Segja það mark­mið for­setans að loka Guantana­mo

Joe Biden Bandaríkforseti hefur falið ráðgjöfum sínum að ráðast í formlega endurskoðun á starfsháttum Guantanamo-herfangelsisins sem rekið er af Bandaríkjaher á Kúbu, með það að markmiði að fangelsinu verði lokað áður en Biden lætur af embætti.

Festu kaup á fasteign Sóltúns

Reginn hf., eitt stærsta fasteignafélag landsins, gekk frá kaupum á 90 prósenta hlut í félaginu Sóltúni fasteign ehf. sem á fasteign hjúkrunarheimilisins Sóltúns við samnefnda götu í Reykjavík. Um þetta er fjallað í tilkynningu sem fylgdi ársreikningi Regins.

Sex­tán milljónir frá sveitarfélaginu vegna árásar í vinnunni

Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt konu bætur upp á rúmlega sextán og hálfa milljón króna. Konan starfaði á vegum sveitarfélags við umönnun fatlaðs einstaklings sem réðst á hana árið 2014 og var sveitarfélagið talið bera bótaábyrgð í málinu.

Feðgarnir fluttu fjórir saman mál fyrir Lands­rétti

Bræðurnir Stefán Karl, Páll og Jón Bjarni Kristjánssynir fluttu í dag mál fyrir Landsrétti ásamt Kristjáni Stefánssyni föður þeirra. Einn bræðranna segist telja málið einsdæmi á hærra dómstigi.

Gera kvikmynd úr bók Arnaldar

Íslenska framleiðslufyrirtækið Sagafilm og hið þýska Splendid Film vinna nú að kvikmyndinni Operation Napoleon. Myndin er byggð á skáldsögu Arnaldar Indriðasonar, Napóleonsskjölunum, sem kom út árið 1999.

„Þjóðar­klapp“ til heiðurs kafteini Tom Moor­e

Fjöldi fólks í Bretlandi tók þátt í svokölluðu „þjóðarklappi“ til heiðurs kafteins Tom Moore sem lést á dögunum úr Covid-19. Hann hafði safnað milljörðum króna fyrir heilbrigðiskerfið í Bretlandi meðan á kórónuveirufaraldrinum stóð.

Sjá meira