Smitrakningarteymið í sama gír og í upphafi faraldursins Ævar Pálmi Pálmason, yfirlögregluþjónn og yfirmaður smitrakningarteymis Almannavarna, segir að smitrakningarteymið hafi síðustu daga unnið hörðum höndum að smitrakningu eftir að kórónuveirusmit komu upp í leikmönnum efstu deilda karla og kvenna í knattspyrnu hér á landi. 28.6.2020 21:53
Múlaþing varð ofan á í nafnakönnun nýs sveitarfélags Úrslit úr nafnakönnun sameinaðs sveitarfélags Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar liggja nú fyrir, og varð nafnið Múlaþing atkvæðamest. 28.6.2020 20:43
Stefnir í aðra umferð kosninga í Póllandi Nái enginn frambjóðandi hreinum meirihluta í fyrstu umferð skal kosið aftur á milli þeirra tveggja atkvæðamestu. 28.6.2020 19:48
Vegir opnaðir aftur eftir slysið Búið er að opna Hvalfjarðargöng fyrir umferð á nýjan leik. Þeim var lokað fyrr í dag vegna umferðarslyss þar sem tvö mótorhjól og húsbíll lentu saman á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi. 28.6.2020 19:21
Hafa ekki enn borið kennsl á hin látnu Kennslanefnd ríkislögreglustjóra vinnur enn að því að bera kennsl á þau þrjú sem létust í eldsvoða á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu í vesturbæ Reykjavíkur á fimmtudag. 28.6.2020 18:20
Forsetinn og fleiri fara yfir kosningarnar í Víglínunni Guðni Th. Jóhannesson, nýendurkjörinn forseti Íslands, verður gestur Elínar Margrétar Böðvarsdóttur í Víglínunni á Stöð 2 í dag. 28.6.2020 17:16
Ökufantar töfðu talningu í Suðurkjördæmi Ofsaakstur ökumanna í Suðurkjördæmi varð þess valdandi að lögreglumenn, sem farið höfðu að sækja kjörgögn á Höfn í Hornafirði og ætluðu að koma þeim til talningar á Selfossi, töfðust við önnur embættisstörf. 28.6.2020 02:00
Lítur á niðurstöðurnar sem hvatningu til að halda áfram á sömu braut Þótt lokatölur liggi ekki fyrir er nokkuð ljóst að Guðni Th. Jóhannesson hefur verið endurkjörinn í embætti forseta lýðveldisins Íslands. 28.6.2020 01:33