Fleiri kvartanir vegna hávaða innandyra en færri utandyra Hávaðakvörtunum til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu 4. maí til og með 10. júní hefur fækkað lítillega, samanborið við sama tímabil á síðasta ári. Kvörtunum vegna hávaða innandyra hefur fjölgað talsvert, en á móti hefur þeim fækkað vegna hávaða utandyra. 13.6.2020 20:30
Mennirnir tveir sem voru handteknir eru með virk smit Mennirnir tveir sem voru handteknir á Suðurlandi vegna búðarhnupls í gær og greindust með kórónuveiruna í dag verða fluttir í farsóttarhúsið við Rauðarárstíg á morgun. Þeir reyndust ekki vera með mótefni við veirunni og eru því með virk smit og geta smitað aðra 13.6.2020 19:46
Lögregla og mótmælendur tókust á í London Til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu í London í dag. Mótmælendurnir sem um ræðir söfnuðust saman í miðbæ borgarinnar, og sögðust vera að vernda styttur á svæðinu frá and-rasískum aðgerðasinnum. 13.6.2020 19:00
Reyndi að svipta sig lífi í kjölfar sýknudóms yfir stuðningsfulltrúanum Fórnarlamb manns, sem Landsréttur dæmdi í vikunni í fimm ára fangelsi vegna kynferðisbrota gegn þremur börnum, segist varla trúa því að réttlætinu séð náð. 13.6.2020 18:35
MS hættir að nota „feta“ í vöruheitum sínum Mjólkursamsalan ætlar að fara að kröfum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að hætta að nota orðið ,,feta" í ostaframleiðslu sinni. Skipt verður um nafn á ostinum. 12.6.2020 12:20
Segir ekkert ríki í raun vita hvernig eigi að opna landamæri eftir heimsfaraldur Víðir Reynisson ræddi fyrirhugaða opnun landamæranna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 12.6.2020 11:22
ESB segir MS ekki mega kalla vörur sínar „feta“ Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur farið fram á það við íslensk stjórnvöld að þau sjái til þess að MS noti ekki heitið „feta“ í framleiðslu sinni á osti. Osturinn sé ekki fetaostur nema framleiddur í Grikklandi, og þá eftir ákveðinni aðferð. 12.6.2020 09:13
Kelly Clarkson sækir um skilnað Bandaríska söng- og leikkonan Kelly Clarkson hefur sótt um skilnað við eiginmann sinn, Brandon Blackstock. 12.6.2020 08:30
Stærstu flugfélög Norðurlanda skulda milljarða Tvö stærstu flugfélög Norðurlandanna, SAS og Norwegian, eru sögð skulda viðskiptavinum um sjö milljarða danskra króna. 12.6.2020 07:50