Handtakan í Kjósinni send til nefndar um eftirlit með störfum lögreglu Dómsmálaráðherra segir Ríkislögreglustjóra hafa sent málið til nefndarinnar að eigin frumkvæði. 10.6.2020 07:02
Beið í fjóra mánuði eftir reglum um búkmyndavélar og segir þær afar óskýrar Lögmaður sem óskaði eftir verklagsreglum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um búk- og bílamyndavélar fyrir rúmum fjórum mánuðum fékk svar nú um helgina. Hann segir reglurnar óskýrar um hvenær lögregla skuli nota myndavélarnar og telur að aukin notkun vélanna væri af hinu góða. 10.6.2020 06:20
Handtóku ölvaðan mann grunaðan um íkveikju Maðurinn var vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn málsins. 10.6.2020 06:19
Bjóða enska boltann á þúsund krónur í kjölfar úrskurðar Samkeppniseftirlitsins Vodafone hefur brugðist við úrskurði Samkeppniseftirlitsins, þar sem Síminn var sektaður um 500 milljónir króna fyrir brot gegn skilyrði í sáttum við eftirlitið, með því að bjóða viðskiptavinum sínum upp á Enska boltann á 1000 krónur á mánuði út yfirstandandi keppnistímabil. 9.6.2020 09:01
Lögreglumaðurinn þarf að reiða fram meira en 165 milljónir til að losna Dómari í Minnesota hefur ákveðið að Derek Chauvin, lögreglumaðurinn sem varð valdur að dauða George Floyd í Minneapolis á dögunum og olli í kjölfarið einhverjum mestu mótmælum í Bandaríkjunum í áratugi, geti losnað úr varðhaldi, reiði hann fram 1,25 milljónir Bandaríkjadala. 9.6.2020 07:33
Hætta öllum samskiptum við suðrið Norðurkóresk stjórnvöld hafa lokað öllum samskiptaleiðum milli Norður- og Suður-Kóreu. Þar á meðal er bein samskiptalína milli leiðtoga ríkjanna tveggja, Kim Jong-un í norðri og Moon Jae-in í suðri. 9.6.2020 06:38
Allt að 18 stiga hiti á landinu í dag Í dag verður vestlæg eða breytileg átt, 3-8 metrar á sekúndu og skúrir. Léttskýjað verður austantil en rigning norðvestanlands. Þurrt verður að mestu í kvöld. 9.6.2020 06:22
Ferðabókafrömuður lofsamar ferðalög til Íslands „Frá ferðum inn í eldfjallsali til dýfu í jarðvarmalaugar. Ísland býður upp á ævintýri ólíkt öllum öðrum stöðum.“ 8.6.2020 11:09