Hvetja einhleypa til að finna sér „kynlífsfélaga“ Hollensk stjórnvöld hafa gefið út sérstakar viðmiðunarreglur fyrir einhleypt fólk í leit að nánd meðan á samfélagslegum höftum vegna kórónuveirufaraldursins stendur. Þar er fólk hvatt til þess að finna sér „kynlífsfélaga.“ 17.5.2020 11:27
Óformlegir fundir í kjaraviðræðum Icelandair og FFÍ Samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair funda í dag á óformlegum vinnufundum. Eins og stendur hefur formlegur fundur í kjaradeilu FFÍ og flugfélagsins ekki verið boðaður. 17.5.2020 10:40
Bankar lýsa áhyggjum sínum af frumvarpi ferðamálaráðherra Arion banki og Íslandsbanki hafa varað við frumvarpi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra sem heimilar ferðaskrifstofum og flugfélögum að endurgreiða viðskiptavinum sínum með inneignarnótum í stað peninga. 17.5.2020 09:26
Sendiherra Kína í Ísrael fannst látinn Sendiherrann fannst látinn í íbúð sinni í úthverfi Tel Aviv. 17.5.2020 08:38
Sjóðir Ratcliffe og annarra auðkýfinga rýrna Samanlagður auður þúsund ríkustu einstaklinga Bretlands hefur minnkað, í fyrsta sinn í tíu ár. Ástæðan er faraldur kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19. Einn þeirra sem tapað hefur vegna faraldursins er Jim Ratcliffe, landeigandi á Íslandi. 17.5.2020 08:22
Bjartviðri sunnan- og vestanlands í dag Spáð er austan 8 til 15 metrum á sekúndum í dag. Hvassast verður með suðurströndinni en hægari norðaustantil. 17.5.2020 07:51
Obama gagnrýnir enn viðbrögð Trump-stjórnarinnar við faraldrinum Obama segir embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump ekki hafa fyrir því að þykjast vera við stjórnvölinn. 17.5.2020 07:40
Mikill fjöldi kvartana vegna hávaða í samkvæmum Alls bárust lögreglu tíu tilkynningar um hávaða. 17.5.2020 07:22
Stutt samdráttarskeið en hægur bati Útlit er fyrir að landsframleiðsla hér á landi dragist saman um tæp níu prósent samkvæmt þjóðhagsspá hagfræðideildar Landsbankans. Þar kemur fram að samdráttarskeiðið af völdum kórónuveirufaraldursins verði stutt, en efnahagsbatinn hægur. 15.5.2020 07:00
Daði og Gagnamagnið með milljón atkvæði og sigur í Svíþjóð Svíar héldu litla Eurovision keppni, rétt eins og Íslendingar. 14.5.2020 21:57