Vésteinn Örn Pétursson

Nýjustu greinar eftir höfund

Þingmennirnir ræða Lilju á ógeðfelldan hátt í nýju hljóðbroti

Í dag birtist nýjasta hljóðbrotið úr Klaustursupptökunum í fjölmiðlum. Þar tala þingmennirnir um Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Hér í myndbandinu má heyra hljóðbrotið, birt með leyfi Stundarinnar, en þess má geta að grófustu ummælin eru ekki birt. Ræða Sigmundur Davíð, Gunnar Bragi og Bergþór með ógeðfelldum hætti um þessa fyrrum flokksystur sína.

Katrín þiggur boð Bernie Sanders

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur þegið boð um að taka þátt í stofnun samtakanna Progressive Internternational. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Katrínar sem birtist síðdegis í dag. Forsprakkar Progressive International eru Yanis Varfoufakis, fyrrverandi fjármálaráðherra Grikklands, og Bernie Sanders, fyrrum forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum.

Lögreglan hafði uppi á lánlausu pari sem týndi trúlofunarhring

Lögreglan í New York-borg í Bandaríkjunum hefur nú haft uppi á pari, karli og konu, sem lýst hafði verið eftir. Parið var þó ekki eftirlýst vegna glæpsamlegs athæfis, heldur vegna þess að öryggisvélar náðu upptöku af því þegar maðurinn ætlaði að biðja unnustu sinnar en missti trúlofunarhringinn þess í stað ofan í rist á götunni.

Pútín segist ekki tilbúinn að sleppa áhöfnum skipanna

Ráðamenn í Úkraínu hafa kallað eftir því að Þýskaland og bandamenn þess auki hernaðarumsvif sín í og við Svartahaf. Sú krafa kemur í kjölfar þess að Rússar hertóku þrjú úkraínsk skip og tóku áhafnir þess fastar. Vladimir Pútín segir enga lausn í sjónmáli og sakar Úkraínu um að vilja ekki leysa málið.

Jón Þór mun taka sæti á þingi fyrir Miðflokkinn

Varaþingmaður Miðflokksins, Jón Þór Þorvaldsson, mun taka sæti Bergþórs Ólasonar á Alþingi. Þetta staðfesti hann í samtali við fréttastofu rétt í þessu. Jón Þór sat fyrr í dag fund með Bergþóri og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins þar sem farið var yfir stöðu mála í kjölfar Klaustursupptakanna.

Varaþingmaður íhugar að taka ekki þingsæti fyrir Miðflokkinn

Jón Þór Þorvaldsson, varaþingmaður Miðflokksins, er á fundi þessa stundina með forystu flokksins þar sem hann íhugar nú hvort hann muni taka sæti á Alþingi fyrir Bergþór Ólason sem tók sér ótímabundið leyfi frá þingstörfum vegna Klausturmálsins.

Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna sendir Rússum tóninn

Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Jim Mattis, hefur gagnrýnt rússnesk stjórnvöld harðlega fyrir "óskammfeilin“ brot á samkomulagi við Úkraínu og kyrrsetningu þriggja úkraínskra skipa. Þá gagnrýndi hann Rússa einnig fyrir að reyna að hafa áhrif á nýafstaðnar þingkosningar vestanhafs og fyrir að virða kjarnorkusamkomulag við Bandaríkin að vettugi.

Priyanka Chopra og Nick Jonas gift

Indverska Bollywood ofurstjarnan Priyanka Chopra og bandaríski poppsöngvarinn Nick Jonas eru gengin í það heilaga. Parið hefur verið trúlofað síðustu fjóra mánuði eftir að hafa átt í eins árs sambandi fyrir það.

Sjá meira