

Heimsmeistarakeppnin endaði snögglega fyrir íslensku þjálfaranna Guðmund Guðmundsson og Dag Sigurðsson þegar landslið þeirra duttu óvænt út úr sextán liða úrslitum HM í handbolta í gær.
Íslenska handboltalandsliðið endaði í fjórtánda sæti á HM í Frakklandi en þetta varð ljóst eftir að keppni í sextán liða úrslitunum lauk í gær.
Þó svo landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson sé svekktur að vera á leið heim þá er hann mjög ánægður með margt hjá íslenska liðinu á HM. Hann lítur björtum augum til framtíðarinnar með drengjum sem hann er afar stoltur af. Breiddin í landsliðinu er orðin meiri.
Strákarnir okkar sýndu ítrekað á HM að þeir hafa fulla burði til að vera samkeppnishæfir áfram þó svo gullkynslóðin sé að hverfa af sviðinu. Mörg jákvæð skref til framtíðar voru stigin í Frakklandi og á því mun landsliðið græða til lengri tíma. Margir leikmenn stimpluðu sig inn í liðið.
Króatía mætir Spáni í átta liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar í handbolta eftir 21-19 sigur á Egyptlandi í 16 liða úrslitum í kvöld.
Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, bar sig vel eftir að hafa óvænt tapað gegn Katar í 16-liða úrslitum á HM. Þetta var síðasti leikur hans með þýska liðið.
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska karlalandsliðsins í handbolta, á að segja af sér. Þetta segir Jan Jensen í pistli á vef Extrabladet.
Katar gerði sér lítið fyrir og vann Evrópumeistara Þýskalands í 16 liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar í handbolta í Frakklandi í kvöld.
Ungverjaland gerði sér lítið fyrir og sló Ólympíumeistara Danmerkur úr keppni á heimsmeistaramótinu í handbolta í Frakklandi í dag.
Svíar eru komnir í 8-liða úrslit á HM í Frakklandi eftir stórsigur á Hvít-Rússum, 22-41, í Lille í dag.
Slóvenía vann öruggan sigur á Rússlandi 32-26 og Spánn marði sigur á Brasilíu 28-27 í æsispennandi leik í 16 liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar í handbolta í kvöld.
"Ég held að Frakkar hafi átt þetta skilið. En við spiluðum á köflum svakalega vel. Það vantaði herslumuninn eins og kannski allt mótið,“ sagði Rúnar Kárason eftir leikinn en hann var markahæstur með sjö mörk.
Arnór Atlason var að vonum svekktur eftir tap Íslands fyrir Frökkum í 16-liða úrslitum á HM í Frakklandi í dag.
"Það er auðvitað leiðinlegt að þetta sé búið en ég er ótrulega ánægður og stoltur af strákunum,“ segir landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson eftir tapið gegn Frökkum í kvöld.
"Auðvitað er þetta svekkelsi við erum dottnir úr leik,“ sagði Geir Sveinsson skömmu eftir tapið gegn heimsmeisturum Frakka.
Janus Daði Smárason var með blendnar tilfinningar eftir tapið gegn Frakklandi í kvöld. Það var frábært að spila fyrir met fjölda áhorfanda en leiðinlegt að vera úr leik.
Ísland féll í dag úr leik með sóma eftir sex marka tap fyrir Frakklandi á HM í handbolta.
Ísland tapaði fyrir heimsmeisturum Frakklands, 31-25, fyrir framan tæplega 30.000 manns í Lille í dag.
Ólafur Guðmundsson spilaði vel gegn Frökkum í kvöld en það var ekki nóg þegar strákarnir okkar féllu úr leik í 16-liða úrslitum á HM í handbolta. Frakkland vann að lokum sex marka sigur, 31-25.
Íslenska landsliðið í handbola er úr leik á heimsmeistaramótinu í Farkklandi eftir 31-25 tap fyrir gestgjöfunum í 16 liða úrslitum í kvöld.
Frábær fyrri hálfleikur íslenska liðsins gegn Frökkum hafa glatt marga í netheimum.
Noregur vann öruggan tíu marka sigur á Makedóníu 34-24 í fyrsta leik 16 liða úrslita heimsmeistarakeppninnar í handbolta í dag.
Mikil stemning er fyrir leik Frakka og Íslendinga hérna í Lille. Raðir mynduðust fyrir utan íþróttavöllinn löngu áður en byrjað var að hleypa áhorfendum inn á völlinn. Stuðningsmennirnir voru í frönsku fánalitunum og margir þeirra voru búnir að spandera í andlitsmálningu.
"Það er bara fínt að vera yngsti maðurinn í landsliðshópnum. Ég finn ekki mikið fyrir því. Þetta er bara gaman,“ segir Ómar Ingi Magnússon sem verður tvítugur í mars og er búinn að skora 11 mörk í 14 skotum.
Það er verðugt verkefni fyrir landsliðsþjálfarann Geir Sveinsson að undirbúa sitt lið fyrir leikinn gegn Frökkum í dag.
Það verður slegið met á HM í kvöld er rúmlega 28 þúsund áhorfendur mæta á leik Frakklands og Íslands á 16-liða úrslitum HM.
"Mér hefur liðið nokkuð vel í þessum leikjum hingað til. Við erum komnir í 16-liða úrslit og erum sáttir með það. Þó svo að við hefðum kannski viljað fá annan mótherja. En nú er þetta bara úrslitakeppni,“ segir skyttan Ólafur Guðmundsson.
Varnarjaxlinn Guðmundur Hólmar Helgason er búinn að glíma við meiðsli og misst af leikjum en hann ætlar sér ekki að missa af glímunni á stóra sviðinu gegn Frökkum í dag.
Markverðirnir verða sem fyrr í sviðsljósinu í dag og þeirra bíður ekki auðvelt verkefni frekar en annarra. Björgvin Páll Gústavsson var byrjaður að undirbúa sig í gær er hann kom til Lille.
Ásgeir Örn Hallgrímsson er búinn að spila í Frakklandi í fimm ár og þekkir því vel til í frönskum handbolta. Hvað segir hann um umfjöllunina um mótið hérna í Frakklandi?