HM 2017 í Frakklandi

Sjokkerandi töp Guðmundar og Dags í gær í sögulegu ljósi
Heimsmeistarakeppnin endaði snögglega fyrir íslensku þjálfaranna Guðmund Guðmundsson og Dag Sigurðsson þegar landslið þeirra duttu óvænt út úr sextán liða úrslitum HM í handbolta í gær.

Strákarnir okkar hafa bara einu sinni endaði neðar á HM | Ísland í 14. sæti
Íslenska handboltalandsliðið endaði í fjórtánda sæti á HM í Frakklandi en þetta varð ljóst eftir að keppni í sextán liða úrslitunum lauk í gær.

Þetta eru ofboðslega flottir drengir
Þó svo landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson sé svekktur að vera á leið heim þá er hann mjög ánægður með margt hjá íslenska liðinu á HM. Hann lítur björtum augum til framtíðarinnar með drengjum sem hann er afar stoltur af. Breiddin í landsliðinu er orðin meiri.

HM gefur okkur von um bjartari tíma
Strákarnir okkar sýndu ítrekað á HM að þeir hafa fulla burði til að vera samkeppnishæfir áfram þó svo gullkynslóðin sé að hverfa af sviðinu. Mörg jákvæð skref til framtíðar voru stigin í Frakklandi og á því mun landsliðið græða til lengri tíma. Margir leikmenn stimpluðu sig inn í liðið.

Egyptaland engin mótstaða fyrir Króata.
Króatía mætir Spáni í átta liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar í handbolta eftir 21-19 sigur á Egyptlandi í 16 liða úrslitum í kvöld.

Dagur: Sjokk fyrir okkur alla
Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, bar sig vel eftir að hafa óvænt tapað gegn Katar í 16-liða úrslitum á HM. Þetta var síðasti leikur hans með þýska liðið.

Blaðamaður Extrabladet: Guðmundur á að segja af sér
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska karlalandsliðsins í handbolta, á að segja af sér. Þetta segir Jan Jensen í pistli á vef Extrabladet.

Katar sló Evrópumeistara Dags úr leik á HM
Katar gerði sér lítið fyrir og vann Evrópumeistara Þýskalands í 16 liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar í handbolta í Frakklandi í kvöld.

Guðmundur og Danir úr leik á HM
Ungverjaland gerði sér lítið fyrir og sló Ólympíumeistara Danmerkur úr keppni á heimsmeistaramótinu í handbolta í Frakklandi í dag.

Strákarnir hans Kristjáns í 8-liða úrslit eftir 19 marka stórsigur
Svíar eru komnir í 8-liða úrslit á HM í Frakklandi eftir stórsigur á Hvít-Rússum, 22-41, í Lille í dag.

Slóvenía og Spánn í 8 liða úrslit
Slóvenía vann öruggan sigur á Rússlandi 32-26 og Spánn marði sigur á Brasilíu 28-27 í æsispennandi leik í 16 liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar í handbolta í kvöld.

Rúnar: Allt saman mjög jákvætt á þessu móti
"Ég held að Frakkar hafi átt þetta skilið. En við spiluðum á köflum svakalega vel. Það vantaði herslumuninn eins og kannski allt mótið,“ sagði Rúnar Kárason eftir leikinn en hann var markahæstur með sjö mörk.

Arnór: Gef áfram kost á mér
Arnór Atlason var að vonum svekktur eftir tap Íslands fyrir Frökkum í 16-liða úrslitum á HM í Frakklandi í dag.

Guðjón: Mjög jákvæður á framhaldið
"Það er auðvitað leiðinlegt að þetta sé búið en ég er ótrulega ánægður og stoltur af strákunum,“ segir landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson eftir tapið gegn Frökkum í kvöld.

Geir: Ekki boðlegt að láta sömu dómarana dæma helming leikja okkar
"Auðvitað er þetta svekkelsi við erum dottnir úr leik,“ sagði Geir Sveinsson skömmu eftir tapið gegn heimsmeisturum Frakka.

Janus Daði: Fer heim, horfi á leikinn og nýti í eitthvað gott
Janus Daði Smárason var með blendnar tilfinningar eftir tapið gegn Frakklandi í kvöld. Það var frábært að spila fyrir met fjölda áhorfanda en leiðinlegt að vera úr leik.

Einar Andri gerir upp leik Íslands: Von fyrir framtíð landsliðsins
Ísland féll í dag úr leik með sóma eftir sex marka tap fyrir Frakklandi á HM í handbolta.

Einkunnir strákanna okkar: Bjarki Már bestur
Ísland tapaði fyrir heimsmeisturum Frakklands, 31-25, fyrir framan tæplega 30.000 manns í Lille í dag.

Ólafur: Var erfitt að gera leik úr þessu
Ólafur Guðmundsson spilaði vel gegn Frökkum í kvöld en það var ekki nóg þegar strákarnir okkar féllu úr leik í 16-liða úrslitum á HM í handbolta. Frakkland vann að lokum sex marka sigur, 31-25.

Umfjöllun: Frakkland - Ísland 31-25 | Frakkar hnykluðu vöðvana eftir hlé
Íslenska landsliðið í handbola er úr leik á heimsmeistaramótinu í Farkklandi eftir 31-25 tap fyrir gestgjöfunum í 16 liða úrslitum í kvöld.

Twitter á flugi: Bilun fyrir hjartað
Frábær fyrri hálfleikur íslenska liðsins gegn Frökkum hafa glatt marga í netheimum.

Noregur örugglega í átta liða úrslit
Noregur vann öruggan tíu marka sigur á Makedóníu 34-24 í fyrsta leik 16 liða úrslita heimsmeistarakeppninnar í handbolta í dag.

Svona er stemningin í Lille
Mikil stemning er fyrir leik Frakka og Íslendinga hérna í Lille. Raðir mynduðust fyrir utan íþróttavöllinn löngu áður en byrjað var að hleypa áhorfendum inn á völlinn. Stuðningsmennirnir voru í frönsku fánalitunum og margir þeirra voru búnir að spandera í andlitsmálningu.

Ómar Ingi: Draumur allra að vera í þessari stöðu
"Það er bara fínt að vera yngsti maðurinn í landsliðshópnum. Ég finn ekki mikið fyrir því. Þetta er bara gaman,“ segir Ómar Ingi Magnússon sem verður tvítugur í mars og er búinn að skora 11 mörk í 14 skotum.

Geir: Það vilja allir spila þennan leik
Það er verðugt verkefni fyrir landsliðsþjálfarann Geir Sveinsson að undirbúa sitt lið fyrir leikinn gegn Frökkum í dag.

Uppselt á leikinn í kvöld
Það verður slegið met á HM í kvöld er rúmlega 28 þúsund áhorfendur mæta á leik Frakklands og Íslands á 16-liða úrslitum HM.

Óli Guðmunds: Vonandi stöngin inn hjá mér í dag
"Mér hefur liðið nokkuð vel í þessum leikjum hingað til. Við erum komnir í 16-liða úrslit og erum sáttir með það. Þó svo að við hefðum kannski viljað fá annan mótherja. En nú er þetta bara úrslitakeppni,“ segir skyttan Ólafur Guðmundsson.

Guðmundur Hólmar: Klæjar í puttana að fara að byrja
Varnarjaxlinn Guðmundur Hólmar Helgason er búinn að glíma við meiðsli og misst af leikjum en hann ætlar sér ekki að missa af glímunni á stóra sviðinu gegn Frökkum í dag.

Björgvin Páll: Lofaði Gunnleifi að halda hreinu í dag
Markverðirnir verða sem fyrr í sviðsljósinu í dag og þeirra bíður ekki auðvelt verkefni frekar en annarra. Björgvin Páll Gústavsson var byrjaður að undirbúa sig í gær er hann kom til Lille.

Ásgeir: Frakkarnir bera mikla virðingu fyrir okkur
Ásgeir Örn Hallgrímsson er búinn að spila í Frakklandi í fimm ár og þekkir því vel til í frönskum handbolta. Hvað segir hann um umfjöllunina um mótið hérna í Frakklandi?