Vísindi Fundu styttu af "manneskju" á Mars Fjör er hlaupið í umræðuna að nýju um hvort líf sé á Mars eða ekki. Myndir sem Spirit, geimfar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA, sendi frá sér í gær sýna að því er virðist styttu af manneskju í miðri sandauðninni á Mars. Erlent 24.1.2008 08:35 Fundu leyndarmálið bakvið fullkomna leggi Kylie Minogue Vísindamenn telja sig hafa fundið leyndarmálið á bakvið fullkomna fótleggi söngkonunnar Kylie Minogue. Rannsókn leiddi í ljós að kona sem væri 160 sm á hæð þyrfti lögulega 76 sm leggi til að ná fullkomnun. Erlent 17.1.2008 10:27 Fundu fornsögulegt nagdýr á stærð við nautgrip Vísindamenn hafa greint frá steingerðri hauskúpu nagdýrs sem er það stærsta sem fundist hefur í heiminum. Nagdýrið var á stærð við nautgrip og var um eitt tonn að þyngd. Erlent 16.1.2008 10:08 Hverfandi líkur á að loftsteinn rekist á Mars Vísindamenn segja nú að hverfandi líkur séu á því að risastór loftsteinn rekist á Mars er hann flýgur framhjá plánetunni í lok þessa mánaðar. Erlent 15.1.2008 11:57 Geimfar flýgur framhjá Merkúr Fyrsta geimfarið sem heimsækir Merkúr í yfir 30 ár mun fljúga framhjá plánetunni í dag í aðeins 200 kílómetra fjarlægð. Stjarnfræðingar bíða spenntir eftir myndum og upplýsingum frá geimfarinu Erlent 14.1.2008 08:13 Mikilvægar upplýsingar komnar fram um gerð húðar á risaeðlum Steingerfingur sem grafinn var upp í Kína hefur veitt vísindamönnum mikilvægar upplýsingar um húð og holdafar risaeðla. Þannig mun húð plöntuætunnar Psittacosaurus hafa líkst húð hákarla, mjög þykkt og sett brynflögum eða fiðri. Erlent 10.1.2008 10:21 Rússar segjast í forystu um mannaða för til Mars Virtur rússneskur vísindamaður segir að Rússar séu komnir í forystu í keppninni um hverjir verða þeir fyrstu sem senda mannað geimfar til Mars. Erlent 9.1.2008 11:24 Lengja á líftíma Hubble um áratug Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, er nú að leggja lokahönd á björgunarleiðangur til Hubble-stjörnusjónaukans en með leiðangrinum er ætlunin að lengja líftíma Hubble um allt að áratug. Erlent 9.1.2008 09:43 Gullörn fæli refi af flugbrautum Stjórnendur flugvallarins við hafnarborgina Bari á Ítalíu hafa gripið til þess ráðs að fá taminn gullörn til liðs við sig. Er erninum ætlað að fæla refi frá flugbrautunum á vellinum Erlent 9.1.2008 08:42 Mótleikur mauranna Maurar á dönsku eynni Læsö hafa fundið mótleik gegn lúmskum fiðrildum sem hafa platað þá til þess að passa lirfur sínar. Fiðrildalirfurnar lifa fyrst á plöntum en detta fljótlega niður á jörðina. Erlent 4.1.2008 13:57 Fornar hellamyndir í bráðri hættu Varðveisla fornminja er síður en svo auðvelt eða einfalt starf. Framvinda tímans hefur sín áhrif og dauðir hlutir eldast rétt eins og við. Þessa sorglegu staðreynd hafa fornleifafræðingar í Frakklandi nú fengið að reyna þar sem sveppagróður ógnar tilvist fornra hellamynda. Ógnina verður að telja sérlega svekkjandi í ljósi þess að hún er að líkindum til komin vegna loftræstikerfis sem sett var upp í hellinum einmitt til þess að vernda myndirnar. Erlent 3.1.2008 18:12 Óþarfi að drekka átta vatnsglös Lestur við litla birtu hefur ekki slæm áhrif á augun. Ekki er heldur þörf á því að drekka átta vatnsglös á dag til að viðhalda heilsunni, og hár vex ekki hraðar eftir að það er rakað. Þessar kerlingabækur eru meðal þeirra sjö sem eru afsannaðar í jólaútgáfu British Medical Journal. Erlent 2.1.2008 21:57 Gíraffar skiptast í sex tegundir Vísindamenn hafa fundið út að gíraffar skiptast i sex ólíkar tegundir en ekki eina eins og áður hefur verið talið. Erlent 23.12.2007 10:58 Loftsteinn gæti rekist á Mars í janúar Töluverðar líkur eru taldar á því að loftsteinn rekist á plánetuna Mars í janúar á næsta ári. Vísindamenn telja líkurnar á þessu 1:75 og að hugsanlegur árekstur verði þann 30. janúar. Erlent 22.12.2007 15:25 Umhverfis jörðina á eigin spiki Nýsjálenskur maður hefur látið smíða fyrir sig mjög svo sérstakan bát sem gengur fyrir lífrænu eldsneyti. Erlent 20.12.2007 10:30 Risarottur uppgötvaðar í Indónesíu Það er ekki á hverjum degi sem ný spendýr eru uppgötvuð en vísindamenn í frumskógi í Indónesíu hafa fundið nýja tegund rottu sem er risastór og nýja tegund pokarottu sem er agnarsmá. Erlent 18.12.2007 08:35 Kengúra endaði ævina í hákarlskjafti Kengúra týndi lífinu í Ástralíu á dögunum á heldur óvenjulegan hátt. Kengúran var á strönd í suðurhluta landsins og hoppaði hún út í brimið og lagðist til sunds. Þá skipti engum togum að stærðar hákarl réðst á dýrið og drap samstundis. Þetta þykja nokkur tíðindi í Ástralíu því afar fátítt er að kengúrur fáist til að koma nálægt sjónum hvað þá að þær stökkvi sjálfviljugar út í. Erlent 17.12.2007 12:39 Skip sjóræningjans Kafteinn Kidd fundið Hópur bandaríska fornleifafræðingar tilkynnti í gær að þeir hefðu að öllum líkindum fundið skipsflak hins alræmda skoska sjóræningja Kaftein Kidd eða William Kidd eins og hann hét réttu nafni. Erlent 14.12.2007 08:57 Mammútar urðu fyrir loftsteinabrotum Ný vísindagögn sýna að á síðustu ísöld hlutu mammútar og önnur stór spendýr sár eftir brot úr loftsteinum sem skullu á jörðina. Erlent 13.12.2007 10:21 Hringir Satrúnusar eldri en áður var talið Hringirnir í kringum plánetuna Satrúnus eru sennilega mun eldri en áður var talið. Erlent 13.12.2007 08:05 Ný risaeðla á stærð við T-Rex uppgvötvuð Steingerðar leyfar risaeðlu sem grafnar voru upp fyrir tíu árum í Lýðveldinu Niger í Afríku hafa reynst vera af nýrri áður óþekktri tegund. Risaeðlan var kjötæta á stærð við T-Rex sem áður var talin stærsta kjötætan. Erlent 12.12.2007 10:14 Vélmenni NASA gerir mikilvæga uppgvötvun á Mars Bandaríska geimvísindastofnunin NASA segir að vélmenni það sem stofnunin hefur á Mars hafi gert mikilvæga uppgvötvun á yfirborði plánetunnar. Í fyrsta sinn hafa fundist ummerki sem gefa til kynna að örverur gátu vel þirfist á Mars áður fyrr. Erlent 11.12.2007 07:58 Dularfullt spendýr fest á filmu í fyrsta sinn Vísindamanni hefur í fyrsta sinn tekist að festa á filmu dularfullt spendýr sem lifir í Mongolíu og Kína. Dýrið sem kallast Jerboa er næturdýr, á stærð við litla mús og með eyrum sem eru stærri en skrokkur þess. Erlent 10.12.2007 10:40 Vélmenni lék á fiðlu - túlkunin sögð vélræn Toyota afhjúpaði í gær nýjustu afurð sína, vélmenni sem spilar á fiðlu. Vélmennið er 150 sentimetrar á hæð og fingur þess eru nægilega þróaðir til þess að því tókst að flytja „Pomp and Circumstance“ eftir Elgar á sýningunni í Tókíó í gær. Erlent 7.12.2007 12:28 Barnaníðingar með öðruvísi heila Ný rannsókn bendir til þess að hneigðir barnaníðinga geti verið afleiðing af lélegum tengingum í heila. Vísindamenn notuðu sneiðmyndatöku til að bera saman heilastarfsemi barnaníðinga og annarra glæpamanna. Í ljós kom að barnaníðingarnir höfðu töluvert minna af hvítuvef, sem sér um að tengja saman mismunandi hluta heilans. Vísindamennirnir komust að því að virkni í ákveðnum svæðum heila barnaníðinganna var minni en annarra sjálfboðaliða þegar þeim var sýnt erótískt efni með fullorðnum einstaklingum. Erlent 29.11.2007 14:52 Sólin skín skærast í Kyrrahafinu Sérfræðingar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA hafa uppgötvað hvar sólin skín skærast á Jörðinni. Það er annars vegar í Kyrrahafinu rétt sunnan eyjunnar Hawaí og hinsvegar í Sahara eyðimörkinni. Þessar niðurstöður eru fengnar með því að skoða gögn um sólarljós sem safnað var með gervihnöttum í 22 ár samfleytt. Sérfræðingar NASA vonast til þess að með þessum gögnum verði hægt að kanna áhrif sólarljóss á loftslagsbreytingar, heilsu og landrækt. Erlent 29.11.2007 08:24 Flensusprautan virkar ekki sem skyldi Flensa gæti orðið tugum þúsunda Breta að bana í vetur og bólusetning gerir lítið til að forða því. Þetta segir Graeme Laver læknir sem þróaði flensusprautuna og telur að sérstaklega slæmur flensufaraldur sé í uppsiglingu. Erlent 24.11.2007 15:58 Marglyttur útrýmdu laxeldi á Norður Írlandi Milljónir marglyttna lögðu laxeldisstöð á Norður Írlandi í rúst í síðustu viku. Allir laxarnir í stöðinni drápust þegar marglytturnar réðust á fiskana sem gátu sig hvergi hreyft í kvíunum. 100 þúsund laxar drápust og er tapið talið nema hundruðum milljóna króna. Erlent 21.11.2007 21:49 Mannhæðahár sporðdreki fannst í Þýskalandi Evrópskir vísindamenn hafa fundið gríðarstóra steingerða kló af 2,5 metra löngum sjávarsporðdreka í þýskri námu. Fyrirbærið er talið 390 milljón ára gamalt samkvæmt líffræðitímaritinu Biology Letters. Dýrið sem hefur verið nefnt Jaekelopterus rhenaniae hélt sig líklegast til í ám eða fenjalendi. Erlent 21.11.2007 11:36 Bubbi byggir í geimnum Þenslan á byggingamarkaði virðist vera víðar en á Íslandi. Tveir bandarískir geimfarar sem nú eru um borð í alþjóðlegu geimstöðinni voru iðnir í gær en þeir bættu við herbergi í stöðinni. Erlent 29.10.2007 10:54 « ‹ 38 39 40 41 42 43 44 45 46 … 52 ›
Fundu styttu af "manneskju" á Mars Fjör er hlaupið í umræðuna að nýju um hvort líf sé á Mars eða ekki. Myndir sem Spirit, geimfar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA, sendi frá sér í gær sýna að því er virðist styttu af manneskju í miðri sandauðninni á Mars. Erlent 24.1.2008 08:35
Fundu leyndarmálið bakvið fullkomna leggi Kylie Minogue Vísindamenn telja sig hafa fundið leyndarmálið á bakvið fullkomna fótleggi söngkonunnar Kylie Minogue. Rannsókn leiddi í ljós að kona sem væri 160 sm á hæð þyrfti lögulega 76 sm leggi til að ná fullkomnun. Erlent 17.1.2008 10:27
Fundu fornsögulegt nagdýr á stærð við nautgrip Vísindamenn hafa greint frá steingerðri hauskúpu nagdýrs sem er það stærsta sem fundist hefur í heiminum. Nagdýrið var á stærð við nautgrip og var um eitt tonn að þyngd. Erlent 16.1.2008 10:08
Hverfandi líkur á að loftsteinn rekist á Mars Vísindamenn segja nú að hverfandi líkur séu á því að risastór loftsteinn rekist á Mars er hann flýgur framhjá plánetunni í lok þessa mánaðar. Erlent 15.1.2008 11:57
Geimfar flýgur framhjá Merkúr Fyrsta geimfarið sem heimsækir Merkúr í yfir 30 ár mun fljúga framhjá plánetunni í dag í aðeins 200 kílómetra fjarlægð. Stjarnfræðingar bíða spenntir eftir myndum og upplýsingum frá geimfarinu Erlent 14.1.2008 08:13
Mikilvægar upplýsingar komnar fram um gerð húðar á risaeðlum Steingerfingur sem grafinn var upp í Kína hefur veitt vísindamönnum mikilvægar upplýsingar um húð og holdafar risaeðla. Þannig mun húð plöntuætunnar Psittacosaurus hafa líkst húð hákarla, mjög þykkt og sett brynflögum eða fiðri. Erlent 10.1.2008 10:21
Rússar segjast í forystu um mannaða för til Mars Virtur rússneskur vísindamaður segir að Rússar séu komnir í forystu í keppninni um hverjir verða þeir fyrstu sem senda mannað geimfar til Mars. Erlent 9.1.2008 11:24
Lengja á líftíma Hubble um áratug Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, er nú að leggja lokahönd á björgunarleiðangur til Hubble-stjörnusjónaukans en með leiðangrinum er ætlunin að lengja líftíma Hubble um allt að áratug. Erlent 9.1.2008 09:43
Gullörn fæli refi af flugbrautum Stjórnendur flugvallarins við hafnarborgina Bari á Ítalíu hafa gripið til þess ráðs að fá taminn gullörn til liðs við sig. Er erninum ætlað að fæla refi frá flugbrautunum á vellinum Erlent 9.1.2008 08:42
Mótleikur mauranna Maurar á dönsku eynni Læsö hafa fundið mótleik gegn lúmskum fiðrildum sem hafa platað þá til þess að passa lirfur sínar. Fiðrildalirfurnar lifa fyrst á plöntum en detta fljótlega niður á jörðina. Erlent 4.1.2008 13:57
Fornar hellamyndir í bráðri hættu Varðveisla fornminja er síður en svo auðvelt eða einfalt starf. Framvinda tímans hefur sín áhrif og dauðir hlutir eldast rétt eins og við. Þessa sorglegu staðreynd hafa fornleifafræðingar í Frakklandi nú fengið að reyna þar sem sveppagróður ógnar tilvist fornra hellamynda. Ógnina verður að telja sérlega svekkjandi í ljósi þess að hún er að líkindum til komin vegna loftræstikerfis sem sett var upp í hellinum einmitt til þess að vernda myndirnar. Erlent 3.1.2008 18:12
Óþarfi að drekka átta vatnsglös Lestur við litla birtu hefur ekki slæm áhrif á augun. Ekki er heldur þörf á því að drekka átta vatnsglös á dag til að viðhalda heilsunni, og hár vex ekki hraðar eftir að það er rakað. Þessar kerlingabækur eru meðal þeirra sjö sem eru afsannaðar í jólaútgáfu British Medical Journal. Erlent 2.1.2008 21:57
Gíraffar skiptast í sex tegundir Vísindamenn hafa fundið út að gíraffar skiptast i sex ólíkar tegundir en ekki eina eins og áður hefur verið talið. Erlent 23.12.2007 10:58
Loftsteinn gæti rekist á Mars í janúar Töluverðar líkur eru taldar á því að loftsteinn rekist á plánetuna Mars í janúar á næsta ári. Vísindamenn telja líkurnar á þessu 1:75 og að hugsanlegur árekstur verði þann 30. janúar. Erlent 22.12.2007 15:25
Umhverfis jörðina á eigin spiki Nýsjálenskur maður hefur látið smíða fyrir sig mjög svo sérstakan bát sem gengur fyrir lífrænu eldsneyti. Erlent 20.12.2007 10:30
Risarottur uppgötvaðar í Indónesíu Það er ekki á hverjum degi sem ný spendýr eru uppgötvuð en vísindamenn í frumskógi í Indónesíu hafa fundið nýja tegund rottu sem er risastór og nýja tegund pokarottu sem er agnarsmá. Erlent 18.12.2007 08:35
Kengúra endaði ævina í hákarlskjafti Kengúra týndi lífinu í Ástralíu á dögunum á heldur óvenjulegan hátt. Kengúran var á strönd í suðurhluta landsins og hoppaði hún út í brimið og lagðist til sunds. Þá skipti engum togum að stærðar hákarl réðst á dýrið og drap samstundis. Þetta þykja nokkur tíðindi í Ástralíu því afar fátítt er að kengúrur fáist til að koma nálægt sjónum hvað þá að þær stökkvi sjálfviljugar út í. Erlent 17.12.2007 12:39
Skip sjóræningjans Kafteinn Kidd fundið Hópur bandaríska fornleifafræðingar tilkynnti í gær að þeir hefðu að öllum líkindum fundið skipsflak hins alræmda skoska sjóræningja Kaftein Kidd eða William Kidd eins og hann hét réttu nafni. Erlent 14.12.2007 08:57
Mammútar urðu fyrir loftsteinabrotum Ný vísindagögn sýna að á síðustu ísöld hlutu mammútar og önnur stór spendýr sár eftir brot úr loftsteinum sem skullu á jörðina. Erlent 13.12.2007 10:21
Hringir Satrúnusar eldri en áður var talið Hringirnir í kringum plánetuna Satrúnus eru sennilega mun eldri en áður var talið. Erlent 13.12.2007 08:05
Ný risaeðla á stærð við T-Rex uppgvötvuð Steingerðar leyfar risaeðlu sem grafnar voru upp fyrir tíu árum í Lýðveldinu Niger í Afríku hafa reynst vera af nýrri áður óþekktri tegund. Risaeðlan var kjötæta á stærð við T-Rex sem áður var talin stærsta kjötætan. Erlent 12.12.2007 10:14
Vélmenni NASA gerir mikilvæga uppgvötvun á Mars Bandaríska geimvísindastofnunin NASA segir að vélmenni það sem stofnunin hefur á Mars hafi gert mikilvæga uppgvötvun á yfirborði plánetunnar. Í fyrsta sinn hafa fundist ummerki sem gefa til kynna að örverur gátu vel þirfist á Mars áður fyrr. Erlent 11.12.2007 07:58
Dularfullt spendýr fest á filmu í fyrsta sinn Vísindamanni hefur í fyrsta sinn tekist að festa á filmu dularfullt spendýr sem lifir í Mongolíu og Kína. Dýrið sem kallast Jerboa er næturdýr, á stærð við litla mús og með eyrum sem eru stærri en skrokkur þess. Erlent 10.12.2007 10:40
Vélmenni lék á fiðlu - túlkunin sögð vélræn Toyota afhjúpaði í gær nýjustu afurð sína, vélmenni sem spilar á fiðlu. Vélmennið er 150 sentimetrar á hæð og fingur þess eru nægilega þróaðir til þess að því tókst að flytja „Pomp and Circumstance“ eftir Elgar á sýningunni í Tókíó í gær. Erlent 7.12.2007 12:28
Barnaníðingar með öðruvísi heila Ný rannsókn bendir til þess að hneigðir barnaníðinga geti verið afleiðing af lélegum tengingum í heila. Vísindamenn notuðu sneiðmyndatöku til að bera saman heilastarfsemi barnaníðinga og annarra glæpamanna. Í ljós kom að barnaníðingarnir höfðu töluvert minna af hvítuvef, sem sér um að tengja saman mismunandi hluta heilans. Vísindamennirnir komust að því að virkni í ákveðnum svæðum heila barnaníðinganna var minni en annarra sjálfboðaliða þegar þeim var sýnt erótískt efni með fullorðnum einstaklingum. Erlent 29.11.2007 14:52
Sólin skín skærast í Kyrrahafinu Sérfræðingar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA hafa uppgötvað hvar sólin skín skærast á Jörðinni. Það er annars vegar í Kyrrahafinu rétt sunnan eyjunnar Hawaí og hinsvegar í Sahara eyðimörkinni. Þessar niðurstöður eru fengnar með því að skoða gögn um sólarljós sem safnað var með gervihnöttum í 22 ár samfleytt. Sérfræðingar NASA vonast til þess að með þessum gögnum verði hægt að kanna áhrif sólarljóss á loftslagsbreytingar, heilsu og landrækt. Erlent 29.11.2007 08:24
Flensusprautan virkar ekki sem skyldi Flensa gæti orðið tugum þúsunda Breta að bana í vetur og bólusetning gerir lítið til að forða því. Þetta segir Graeme Laver læknir sem þróaði flensusprautuna og telur að sérstaklega slæmur flensufaraldur sé í uppsiglingu. Erlent 24.11.2007 15:58
Marglyttur útrýmdu laxeldi á Norður Írlandi Milljónir marglyttna lögðu laxeldisstöð á Norður Írlandi í rúst í síðustu viku. Allir laxarnir í stöðinni drápust þegar marglytturnar réðust á fiskana sem gátu sig hvergi hreyft í kvíunum. 100 þúsund laxar drápust og er tapið talið nema hundruðum milljóna króna. Erlent 21.11.2007 21:49
Mannhæðahár sporðdreki fannst í Þýskalandi Evrópskir vísindamenn hafa fundið gríðarstóra steingerða kló af 2,5 metra löngum sjávarsporðdreka í þýskri námu. Fyrirbærið er talið 390 milljón ára gamalt samkvæmt líffræðitímaritinu Biology Letters. Dýrið sem hefur verið nefnt Jaekelopterus rhenaniae hélt sig líklegast til í ám eða fenjalendi. Erlent 21.11.2007 11:36
Bubbi byggir í geimnum Þenslan á byggingamarkaði virðist vera víðar en á Íslandi. Tveir bandarískir geimfarar sem nú eru um borð í alþjóðlegu geimstöðinni voru iðnir í gær en þeir bættu við herbergi í stöðinni. Erlent 29.10.2007 10:54
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent