Vísindi

Fréttamynd

Hlýnun jarðar ógnar fuglastofnum heimsins

Ný könnun á vegum BirdLife International sýnir að hlýnun jarðar ógnar nú fuglastofnum heimsins. Talið er að um áttundi hluti fuglastofna heimsins sé nú í útrýmingarhættu eða samtals 1.226 tegundir.

Erlent
Fréttamynd

Rannsaka dráp á sex bláum risastórum iguana-eðlum

Lögreglan á Cayman-eyjum rannsakar nú dráp á sex bláum risastórum iguana-eðlum á eyjunum. Eðlurnar voru drepnar í sérstakri útungunar- og uppeldisstöð fyrir þær en eðlurnar eru í mikilli útrýmingarhættu og algerlega friðaðar.

Erlent
Fréttamynd

Nýjar upplýsingar um svarthol í geimnum

Hópur vísindamanna við háskólann í Boston hefur sent frá sér nýjar upplýsingar um svarthol í geimnum. Þar kemur meðal annars fram að holur þessar senda frá sér straum af ögnum á næstum því ljóshraða.

Erlent
Fréttamynd

Sólkerfi líkt okkar loksins fundið

Stjarnfræðingar hafa uppgvötvað sólkerfi sem líkist mjög sólkerfi okkar og telja nú að fjöldi slíkra sólkerfi geti verið til staðar í geiminum.

Erlent
Fréttamynd

Pör vöruð við fimm ára kreppunni

Nýgift hjón gátu áður átt von á að hveitibrauðsdagarnir entust í allt að sjö ár áður en sambandið fór að súrna. Nýjar rannsóknir sýna hins vegar að pör nútímans halda varla út í fimm ár. Vísindamenn hafa uppgötvað að pör byrja að fá leið á hvort öðru eftir einungis fjögur ár og eru á mesta hættutíma rétt um fimm ára brúðkaupsafmælið. Ef þau komast yfir þetta tímabil þá eru allir möguleikar á að þau verði saman í ófyrirséðan tíma.

Erlent
Fréttamynd

Risaeðlupöddur finnast í rafi

Vísindamenn hafa fundið fjöldan allan af 100 milljón ára gömlum skordýrum í rafi. Fundurinn minnir á myndina Jurassic Park en í henni voru risaeðlur klónaðar úr blóði skordýrum sem fest höfðu í trjákvoðu sem seinna breyttist í raf.

Erlent
Fréttamynd

Elsta gullhálsmen Suður-Ameríku fundið

Gullhálsmen sem fannst við vatnið Titicaca í suðurhluta Perú er hið elsta sem fundist hefur í Suður-Ameríku. Aldursgreining bendir til að hálsmenið sé um 4.000 ára gamalt.

Erlent
Fréttamynd

Erfðavísar krossfaranna finnast í Líbanon

Vísindamenn hafa fundið erfðavísa frá krossförunum í Líbanon. Um er að ræða sérstaka DNA "skrift" í fólki í landinu og er hún rakin til krossfaranna sem bjuggu þarna frá tólftu til fjórtándu aldar.

Erlent