Danski handboltinn

Fréttamynd

Donni fagnaði EM vali með skotsýningu

Kristján Örn Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta og leikmaður Skandeborg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta átti frábæran leik í sigri liðsins á Ribe Esbjerg í dag. Lokatölur 34-27, Skandeborg í vil.

Handbolti
Fréttamynd

KA-menn fengu góða jóla­gjöf

Gærkvöldið var svo sannarlega gott fyrir KA-menn. Ekki nóg með að þeir hafi unnið Framara í átta liða úrslitum Powerade-bikarsins í handbolta karla því eftir leikinn var greint frá því að markvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson hefði samið við félagið.

Handbolti
Fréttamynd

Sveinar Guð­jóns Vals aftur á sigurbraut

Eftir jafntefli við Kiel og eins marks tap gegn Hamburg, auk taps í bikarnum gegn Lemgo, komust lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar á sigurbraut í kvöld með fínum útisigri gegn Wetzlar. Í Danmörku var Íslendingaslagur.

Handbolti
Fréttamynd

Ágúst laus úr frysti­kistu í Dan­mörku

Ágúst Elí Björgvinsson, einn þriggja markvarða íslenska handboltalandsliðsins í síðustu leikjum, er í leit að nýju félagsliði eftir að hafa samið við danska félagið Ribe-Esbjerg um riftun samnings.

Handbolti
Fréttamynd

Donni með skotsýningu

Kristján Örn Kristjánsson, eða Donni eins og hann er alltaf kallaður, sýndi sínar bestu hliðar þegar Skanderborg sigraði Ringsted, 33-28, í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Fórnaði frægasta hári hand­boltans

Fyrrverandi handboltastjarnan Mikkel Hansen þekkir margt fólk sem greinst hefur með krabbamein. Pabbi hans er þar á meðal. Hansen hefur nú rakað af sér líklega þekktasta hár handboltasögunnar, til að vekja athygli á baráttunni gegn krabbameini.

Handbolti
Fréttamynd

Donni öflugur og skildi heima­menn eftir í sárum

Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson, eða Donni, stóð að vanda vel fyrir sínu í liði Skanderborg Aarhus þegar það vann öflugan útisigur gegn Bjerringbro/Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 35-28.

Handbolti
Fréttamynd

Segja leik­menn hafa kvartað undan Guð­mundi

Það kom til greina hjá forráðamönnum danska handknattleiksfélagsins Fredericia að reka Guðmund Guðmundsson strax í sumar og leikmenn liðsins kvörtuðu undan starfsháttum hans, samkvæmt frétt danska handboltamiðilsins hbold.dk.

Handbolti
Fréttamynd

Stór­leikur Ís­lendinganna dugði ekki til sigurs

Þýska stórliðið Magdeburg gerði aðeins jafntefli við Erlangen í efstu deild þýska handboltans. Tveir Íslendingar eru á mála hjá báðum liðum en Viggó Kristjánsson og Andri Már Rúnarsson voru fjarri góðu gamni hjá Erlangen.

Handbolti
Fréttamynd

Viggó magnaður í dramatísku jafn­tefli

Viggó Kristjánsson átti frábæran leik í liði Erlangen þegar liðið gerði dramatískt jafntefli við Melsungen á útivelli í efstu deild þýska handboltans. Andri Már Rúnarsson var einnig í fantaformi.

Handbolti