
Viðskipti




Verðbólgan mælist 8,4 prósent
Vísitala neysluverðs í júlí hækkaði um 0,46 prósent frá fyrri mánuði. Ef verð á húsnæði er skilið frá útreikningunum hækkaði vísitalan um 0,41 prósent á milli mánaða, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Síðastliðna 12 mánuði hefur vísitalan hækkað um 8,4 prósent, þar af 3,1 prósent síðastliðna þrjá mánuði, og jafngildir það 13 prósenta verðbólgu á ári.

Fá 25 aura fyrir krónu nafnverðs
Arion verðbréfavarsla hf. mun á næstunni senda fyrstu greiðslur til hluthafa Stoke Holding vegna sölu á 67 prósenta hlut í enska fótboltafélaginu Stoke City.

Auka umsvif vestanhafs
Baugur hyggst auka umsvif sín á Bandaríkjamarkaði eftir því sem fram kemur í viðtali við Jón Ásgeir Jóhannesson í Wall Street Journal í gær. Baugur hefur, samkvæmt heimildum Markaðarins, þegar keypt hluti í bandaríska lággjaldaflugfélaginu JetBlue.

Bakkavör á 40% inni miðað við mat
Greiningardeild KB banka mælir með kaupum á hlutabréfum í Bakkavör og hækkar verðmat sitt úr 58,8 krónum á hlut í 62,5 krónur samkvæmt sjóðstreymislíkani. Telur bankinn að gott tækifæri hafi myndast til kaupa í Bakkavör en gengi Bakkavarar á mánudaginn stóð í 44 krónum á hlut. Er svigrúm til 42 prósenta hækkunar.
Milljarðatap í Straumi
Frá kaupum FL Group á 24,2 prósenta hlut í Straumi-Burðarási hefur markaðsvirði Straums fallið um þrjátíu milljarða króna. FL Group borgaði fyrir þennan fjórðungshlut Kristins Björnssonar og Magnúsar Kristinssonar á genginu 18,9 en um hádegisbil í gær kostaði hluturinn 16,1 krónu.

Hægir á í útlánum banka
Vísbendingar eru um að útlán bankanna séu að dragast svo saman að Seðlabankanum sé það hugnanlegt. Öllum til hagsbóta, segir Davíð Oddsson seðlabankastjóri.
AP3 íhugar sölu í Yahoo
Sænski ríkislífeyrissjóðurinn AP3 hefur til skoðunar að selja öll hlutabréf sín í Yahoo, alls þrjú hundruð þúsund hluti, vegna grunsemda um að Yahoo hafi framið mannréttindabrot. Bandaríska félagið er sakað um að hafa komið gögnum til kínverskra stjórnvalda er áttu þátt í því að andófsmaðurinn, Shi Tao, var dæmdur til tíu ára tukthúsvistar.

FL syndir gegn straumnum
FL Group hefur verið allsráðandi á heimamarkaði síðustu vikurnar. Fjárfest fyrir 54 milljarða, einkum í Glitni og Straumi.
Norræni fyrirtækjamarkaðurinn sambærilegur þeim breska
Verslun með fyrirtæki blómstrar á Norðurlöndunum. Fréttaþjónustan Mergermarket gerði könnun á norræna fyrirtækjamarkaðnum sem fjallað var um í viðskiptablaðinu Börsen. Í könnuninni kemur fram að rúmlega 60% æðstu stjórnenda fyrirtækja á Norðurlöndum búast við því að umfang viðskipta með fyrirtæki eigi eftir að aukast á næstu árum. Þannig muni bæði fleiri fyrirtæki verða seld og fyrir meira fé.


Actavis og Barr berjast um bitana
Lyfjafyrirtækið Actavis virðist vera að berjast við bandaríska lyfjafyrirtækið Barr á tvennum vígstöðvum, að því er fram kemur í hálf fimm fréttum KB banka.




IGS sektað um 60 milljónir króna
Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá því í marslok þar sem Flugþjónustan á Keflavíkurflugvelli (IGS) var sektuð fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína. Áfrýjunarnefndin lækkaði þó sekt fyrirtækisins úr 80 milljónum króna í 60 milljónir.

Seðlar og ávísanir úr sögunni 2010?
Svo gæti farið að seðlar og ávísanir verði úreltur greiðslumáti eftir fjögur ár gangi spá Stewarts MacKinnons, formanns írsku greiðslustofnunarinnar, eftir. MacKinnon segir markvisst unnið að því að minnka notkun ávísana og seðla og sé horft til þess að kort og rafrænn greiðslumáti taki við frá og með 2010.


Launavísitalan hækkaði um 0,9 prósent
Launavísitala Hagstofu Íslands hækkaði um 0,9 prósent í maí frá því í mánuðinum á undan. Þetta er mesta hækkun á milli mánaða síðan í mars árið 2001 ef litið er framhjá launahækkunum í janúar síðastliðnum, að sögn greiningardeildar KB banka. Verðlagshækkanir eru hins vegar meiri og því hefur kaupmáttur rýrnað um 0,3 prósent.

Glitnir hækkar vexti
Glitnir banki hefur ákveðið að hækka óverðtryggða vexti sína um 0,5 til 0,75 prósentustig, vexti á verðtryggðum inn- og útlánum um 0,3 prósentustig og húsnæðislán um 10 prósentustig. Hækkanirnar eru framhald af ákvörðun Seðlabanka Íslands að hækka stýrivexti um 75 punkta í dag. Breytingin tekur gildi frá og með þriðjudegi í næstu viku, 11. júlí.

Engar stýrivaxtabreytingar í Bretlandi
Stjórn Englandsbanka ákvað að loknum mánaðarlegum fundi sínum í dag að fylgja fordæmi evrópska seðlabankans og hækka ekki stýrivexti í dag. Þeir eru 4,5 prósent og hafa staðið óbreyttir í 11 mánuði.

Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu
Stjórn seðlabanka Evrópu ákvað á vaxtaákvörðunarfundi sínum í dag að halda stýrivöxtum á evrusvæðinu óbreyttum í 2,75 prósentum. Búist er við að Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri Evrópu, muni boða hækkanir stýrivaxta í næsta mánuði.

Vöruskipti óhagstæð um 68 milljarða á árinu
Útflutningur í júní nam 22,5 milljörðum króna en innflutningur nam 38,1 milljarði króna. Þetta merkir að vöruskiptahallinn nam 15,6 milljörðum króna í einum mánuði, samkvæmt bráðabirgðatölunnar Hagstofunnar. Hallinn hefur aldrei verið meiri síðan Hagstofan hóf að birta mánaðartölur sínar árið 1989.


Olíuverð fór í sögulegt hámark
Heimsmarkaðsverð á olíu náði sögulegu hámarki í gær í kjölfar tilraunaeldflaugaskots Norður-Kóreumanna á þriðjudag og vaxandi spennu vegna kjarnorkuáætlunar Írana. Tilraunir Norður-Kóreumanna urðu þess valdandi að fjárfestar héldu að sér höndum og lækkaði gengi hlutabréfa á helstu mörkuðum í Asíu og Evrópu.

Stýrivextir hækka um 75 punkta
Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti um 0,75 prósentustig og verða þeir 13 prósent. Hækkunin er í samræmi við spár greiningadeilda bankanna, sem spáðu um 50 til 75 punkta hækkun.

Landsbankinn að taka um 29 milljarða króna lán
Landsbanki Íslands er að vinna að töku þriggja ára sambankaláns en upphæð lánsins er 300 milljón evrur eða um 29 milljarðar íslenskra króna. Í tilkynningu frá bankanum segir að eftirspurn eftir þáttöku í láninu hafi verið mikil strax á fyrstu stigum. Gert er ráð fyrir að lántöku ljúki fyrir lok júnímánaðar.

Fyrrum forstjóri Enron látinn
Kenneth Lay, stofnandi og fyrrum forstjóri bandaríska orkurisans Enron, lést í morgun af völdum hjartaáfalls. Hann var 64 ára. Kviðdómur í Texas fann Lay og Jeffrey Skilling, fyrrum samstarfsfélaga hans, seka um stórfelld fjár- og bókhaldsbrot í lok maí og áttu þeir yfir höfði sér áratuga fangelsisvist.