Viðskipti

Fréttamynd

Enn veikist íslenska krónan

Krónan hefur veikst um tæp 0,4 prósent frá því viðskipti hófust á gjaldeyrismarkaði í dag og fór gengisvísitalan í rétt rúm 197,5 stig. Krónan féll um 5,3 prósent í gær. Danska krónan hefur aldrei verið dýrari.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Evrópsk bjartsýni hækkar Kaupþing

Gengi hlutabréfa í Kaupþingi sem skráð eru í kauphöllina í Stokkhólmi í Svíþjóð hefur hækkað um 1,3 prósent í dag. Þetta er nokkuð í samræmi við þróunina á erlendum hlutabréfamörkuðum það sem af er dags eftir skell víða um heim í gær, að Bandaríkjunum undanskildum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Krónan fellur gegnum falska botninn

Krónan féll um 5,3 prósent í dag og stendur gengisvísitalan í 196,5 stigum. Hún hefur aldrei nokkurn tíma verið veikari. Aðrir gjaldmiðlar hafa sömuleiðis aldrei verið dýrari í krónum talið ef frá er skilinn Bandaríkjadalur, sem hefur ekki verið dýrari síðan um miðjan desember árið 2001.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Úrvalsvísitalan hrundi í dag

Gengi hlutabréfa í Glitni hrundi um 71 prósent í Kauphöllinni í dag og dró Úrvalsvísitöluna með sér í fallinu. Hún fór niður um 16,59 prósent og hefur aldrei lækkað jafn mikið á einum degi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bandaríkin opna í plús

Gengi hlutabréfa hækkaði almennt við upphaf viðskiptadagsins í Bandaríkjunum í dag eftir versta skell sem fjárfestar hafa séð þar í landi í um 21 ár.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Írska ríkið tryggir bankana

Írska ríkið hefur gengist í ábyrgðir fyrir skuldbindingar banka þar í landi næstu tvö árin. Ákvörðunin kemur í framhaldi af mikilli lækkun á gengi hlutabréfa í írskum fjármálafyrirtækjum í gær en tilefni þótti til að róa fjárfesta.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Glitnir á tæpar fjórar krónur?

Kauptilboð er í hlutabréf Glitnis upp á 3,2 krónur á hlut í kerfi Kauphallarinnar fyrir upphaf viðskiptadagsins. Sölutilboð hljóðar upp á 4,8 krónur á hlut. Til samanburðar stóð lokagengi bréfa í Glitni í 15,7 krónum á hlut í enda viðskiptadagsins á föstudag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hlutabréf féllu hratt í Japan

Hlutabréf fjármálafyrirtækja lækkaði við upphaf viðskiptadagsins í Japan nú skömmu eftir miðnætti að íslenskum tíma og fór Nikkei-hlutabréfavísitalan niður um 1,5 prósent. Heldur gaf í lækkunina þegar nokkrar mínútur voru liðnar og stóð hún í fjögurra prósenta mínus stundarfjórðungi síðar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Krónan féll um 3,8 prósent

Gengi krónunnar féll um 3,8 prósent í dag og stendur gengisvísitalan í 186,8 stigum. Enginn erlendu gjaldmiðlanna hefur verið dýrari en í dag að undanskildum Bandaríkjadal sem hefur ekki verið dýrari síðan seint í mars fyrir rúmum sex árum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Exista féll mest í dag

Gengi hlutabréfa í Exista féll um 14,17 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta fall dagsins á afar rauðum degi á íslenskum hlutabréfamarkaði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bandaríkin opna í miklum mínus

Bandarískir fjárfestar eru uggandi yfir því að björgunaraðgerðir bandarískra stjórnvalda muni ekki nægja til að koma á fjármálalegum stöðugleika og auka magn lausafjár í umferð. Þá voru kaup bandaríska bankans Citigroup ekki næg til að róa fjárfesta.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Samdráttur á Nýja-Sjálandi

Hagvöxtur jókst um 2,6 prósent á fyrri hluta árs á Nýja-Sjálandi, samkvæmt nýjustu gögnum hagstofu landsins.Samkvæmt þeim dróst hagvöxtur saman um 0,3 prósent á fyrsta ársfjórðungi og um 0,2 prósent á öðrum fjórðungi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ísland opnar í mínus

Gengi hlutabréfa í íslenskum fjármálafyrirtækjum lækkaði almennt við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöllinni. Þetta er í samræmi við þróunina á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Krónan óbreytt í dagslok

Gengi krónunnar breyttist ekkert eftir sveiflur innan dags og endaði í 178,4 stigum. Það styrktist um tæp tvö prósent í gær. Í gær endaði krónan í 178,30 stigum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Úrvalsvísitalan rýfur 4.300 stiga múrinn

Gengi hlutabréfa í hinum færeyska Eik banka hækkaði um 9,38 prósent í dag og er það mesta hækkun dagsins. Spron fylgdi á eftir með hækkun upp á 6,06 prósent. Þá hækkaði gengi Existu um 4,98 prósent og Atorku um 3,27 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Óvæntur halli á japönskum vöruskiptum

Halli var á vöruskiptum upp á 324 milljarða jena í Japan í síðasta mánuði, samkvæmt útreikningum hagstofu landsins. Niðurstöðurnar komu mjög á óvart en þykja vísbendingar um að harðna muni í ári í landi hinnar rísandi sólar á næstu misserum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Flugrekstrarleyfi Alitalia í hættu

Svo getur farið að punkturinn verði settur aftan við sögu ítalska flugfélagsins Alitalia í dag en ítölsk flugmálayfirvöld hótuðu í dag að fella flugrekstrarleyfi félagsins niður skili stjórnendur þess ekki nýrri rekstraráætlun í lok dags.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kaupþingsbréfin hækka í Svíþjóð

Gengi hlutabréfa í Kaupþingi sem skráð eru í Nasdaq OMX-kauphallarsamstæðunni í Stokkhólmi í Svíþjóð hefur hækkað um 1,48 prósent í dag. Þetta er nokkuð í samræmi við þróunina á erlendum hlutabréfamörkuðum sem hafa staðið á grænu eftir þann rauða lit sem einkenndi lækkun víða um heim í gær.

Viðskipti innlent